Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 40
Sjómannablaðið Víkingur fagnar að hér eftir mun Ingólfur Margeirsson rithöfundur skrifa í blaðið okkar. Ingólfur fær frjálsar hendur um að hvað skrifar hverju sinni. Ingólfi er fleira til lista lagt en að skrifa góðan texta. Hann er einnig mjög hæfur teiknari og mun teikning frá höfundi fylgja greinunum. Myndir eftir Ingólf Margeirsson .ðalviðfangsefnifréttamannafyrir sérhverja Verslunarmannahelgi er hin heim- spekilega spurning: Hvert liggur straumurinn? Ég vona á hverju sumri, að straumurinn liggi ekki til Hríseyjar. A áliðnu ágústkvöldi dorguðum við feðgamir á bátskœnu í Eyjarfirði meðan við virt- umfyrir okkurfriðsœla eyjuna teygja úr sér gegn litasinfóníu kvöldhiminsins. Sonur minn á barnaskólaaldri er munfisknari en ég og hrópaði ákafúr í hvert sinn sem þorsk- urinn beit á litlu stönginni hans. Hafflöturinn var svarrblár og lygn í hlýju rjómalogn- ^ inu og kyrrðin slík að heyra mátti dalina anda handan jjarðarins. En nú kom múkkinn aðvífandi með gargi og gusugangi, nœmur á ati í vœndum. Ég dró inn beran krók handfærisins ogfór aðgera að afla sonarins. Múkinn gargaði og barði hafflötinn með sterkum vœngjum. Þegar ég henti innvolsinufyrir borð, sturlaðist X-A mávagerið. Þaðfór ekkert á milli mála, hvert straumurþeirra lá. Julla með utanborðsmótor stefndi til okkar. Þetta voru tveir unglingarfrá Hrísey að reyna veiðigafuna. Þeir drápu á vélinni og um stund vögguðum við í takt undan öldun- um. - Eruðþið að fá hann? spurðu þeir astir. Ég benti á son minn sem lyfii tveimur vanum þorskum. - Við erum búnir að fá hálfa körfu, sögðu þeir óðamála ogstoltir og bentu niður á rúma plastkörfu eins og höfuðborgarbúar nota gjaman undirþvott. - Ég myndi nota pilkinn, efég vari þú, sagði annarþeirra hugsi og benti ofan í bát- inn. - Já, erþað betra en handfarið? spurði ég viðvaningslega. - Já, hann tekur miklu heldur á pilkinn, ég held að handfari með mörgum krókum rugli þorskinn, svaraði unglingurinn. - Það er nefnilega það, sagði ég. \ 40 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.