Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 28
Tilfærslur á kvóta hafa verið miklar. Sum byggðarlög hafa notið góðs af á meðan önnur standa frammi fyrir alvarlegum vanda. Fólkinu sem býr á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti virðast flestar bjargir bannaðar. Það stundar enginn sjó og það er enginn fiskur verkaður nema aflaheimildir séu til staðar. Það eru mörg dæmi þess að ákvarðanir fárra hafi kippt fótunum undan fjöldanum. Hér á eftir er greint frá tilfærslum á kvóta til og frá kjördæmunum og einstaka útgerðarstöðum. Hér á eftir er borin saman sá kvóti sem væri á hverjum stað ef aðeins breytingar á úthlut- uðum kvóta hefðu komið til, en ekkiþær miklu breytingar sem fylgja frjálsu framsali. Halda eftir broti af kvótanum Mest áberandi er hversu lítill kvóti er eftir í sumum áður blómlegum útgerðarstöðum, svo sem á Bíldudal og Stöðvarfirði. Það eru eftir 95 tonn á Stövðarfirði og aðeins 39 tonn á Breiðdalsvík. Grenivík hefur bætt hlutfallslega mestum við sig. Þar eru 18,5 þorskíglildstonn á hvern íbúa á meðan það eru aðeins 118 kíló á hvern í íbúa á Breiðdalsvík. Á Stöðvarfirði eru 339 kíló á hvern íbúa á meðan það eru 8,9 tonn á hvern íbúa í nágrannasveitarfélaginu Djúpavogi. íbúar, og þá sérstaklega forráðamenn þeir- ra byggðarlaga sem verst hafa orðið úti vegna kvótatilfærslna, eru ekki viljugir til að ræða um hvaða afleiðingar þetta hefur haft fyrir byggðarlögin. Þess vegna var valin sú leið að geta ekki nafna þeirra. „Ef ég tala undir nafni þá er ég hugsanlega að telja kjarkinn úr fólki," sagði einn þeirra sem rætt var við og segja má að þetta svar sé dæmigert. „Byggðarlögin lifa þetta ekki af. Þau eru að verslast upp. Fólk er birturt. Skipum og bátum hefur stórfækkað og það er ekki bara eitt pláss sem iýður fýrir heldur heilu lands- hlutarnir. Hvaða lífsbjörg eigum við að hafa í framtíðinni. Því fer fjarri að við treystum lengur á að alþingismenn hafi dug í sér til að snúa þessu við. Nei kvótakerfið er komið til að vera, því miður," sagði einn þeirra sem rætt var við. „Það er búið að fela fáum mönnum framtíð fjöldans. Lífsstarf okkar fólksins er að verða að engu. Til að byrja með geta þeir ekki selt sem það vilja og ef einhver er svo hep- pinn að fá tilboð í húseign þá selst hún fyrir brot af því sem hún kostaði fyrir fáum árum. Okkur eru allar bjargir bannaðar. " sagði annar viðmælandi. Á sumu þeirra staða sem verst hafa orðið úti hafa smábátar landað talsverðum afla. Þeir sem laðið ræddi við lögðu áherslu á að ekki sé hægt að treysta á að svo verði áfram. Hluti flotans er þar sem mestur afli er hverju sinni og að auki er útlit fyrir mun minni sókn smábáta en verið hefur. Sveitarstjórnarmaður sem Sjómannablað- ið Víkingur ræddi við sagði að rekstur minni sveitarfélaga, þar sem sjávarútvegur er undirstaðan, sé nánast að verða vonlaus. Með minnkandi atvinnu, minni umferð um höfn- ina og öllum samdrætti hafi tekjur sveitar- félaganna dregist mikið saman. Á sama tíma er verið að færa aukna skyldur á sveitarfélö- gin, svo sem grunnskólana. Sveitarstjórnar- maðurinn taldi það hafa verið alltof stóran bita fyrir illa stödd sveitarfélög sem að auki sjá ekki fram á með hvaða hætti þau geti staðið undir fyrri skyldum sínum, hvað þá eftir að útgjöldin eigi eftir að aukast meira en nú er. „Við getum þetta ekki, þetta er einfaldlega búið. Börnin okkar vilja ekki eiga heima á þessum stöðum. Hér býður þeirra ekkert annað en vinna í fiski, sem er ekkert orðin. Það þekkist varla lengur að fólk vinni meira en dagvinnu og því hafa tekjurnar snarlækkað. Það eru mörg dæmi þess að fólk vilji flytja burt, fara til afkomenda sinna sem flestir eru í Reykjavík eða nágrenni. Það er hins vegar ekki hægt að selja húseignir. Á Austfjörðum eru tugir íbúða og húsa til sölu. Eg sá auglýsingu frá fasteignasölu og taldi á annan tug íbúða til sölu, bara á Seyðisfirði. Þeir fáu sem hafa getað selt hafa fengið smá- narpeninga fyrir eignirnar sínar. Þetta er hrikalegt ástand og því miður er engin framtíð. Á sama tíma eru fagurgalar um að færa valdið heim í hérað. Hver á að stýra þessu valdi. Fólkið er að fara. Það þarf ekki að hugsa nema fimm til tíu ár til baka. Þá var allt í blóma, fjöldi báta og mikil atvinna. En hvað er nú? Það er einstaka staður orðinn háður stórfyrirtækjum í öðrum landshlutum. Stjórnendur þeirra fyrirtækja geta skipt um skoðun og flutt allt sitt eitthvað annað. Það er ekkert á þetta treystandi. Uppgjöfin í fólki er mikil." „Ég veit ekkert hvað ég geri. Ég þori varla að segja það, en ég vil burt. Ég er fæddur hér og uppalinn og hef allt til þessa verið að segja fólki að bíða með að flytja. Haldið ræður um að við getum breytt ástandinu ef við stönd- um saman. Nú er ég að gefast upp. Ég þori ekki að segja það, en ég tel allt benda til þess að ég flytji, fari frá mínum æskustöðvum. Það er ekki vegna náttúruhamfara, ekki vegna þess að fiskur sé ekki nægur. Nei, það er vegna þess að yfir okkur hefur dunið ham- farir að mannavöldum. Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Sjómanna- blaSsins Víkings leiðir hugann aðþví sem vakti mesta athygli hans við vinnslu þeirra líttekta sem eru í þessu tölublaði. 28 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.