Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 71
1«, HJARDViK nmni It'flJUÍSBÍ? Tvö ný skref Netasölunnar Stórstígar framfarir hafa orð- ið í línuútgerð á undanförnum árum með beitningarvélum og sigurnaglalínum. Nú bætast enn tvö stór skref við. Lipur og örugg útfærsla á sjálfum sigurnaglabúnaðinum er mikilvægur hlekkur í þessari þróun. Netasölunni er því mikil ánægja að kynna nýjustu end- urbæturnar sem felast í sig- urnaglabúnaðinum og stopp- aranum. Það er aðeins einn stoppari og hann er sam- skeytalaus. Honum er þrýst að línunni, en ekki inn í hana og særir hana því ekki. Hólkurinn er síðan byggður yfir stoppar- ann og nuddar ekki línuna. Til- raunir hafa sýnt að meðal- styrkur línunnar eykst verulega og veikustu punktarnir (þar sem línan særðist) hverfa. Nið- urstaðan er sterkari og ending- arbetri lína á samkeppnishæfu verði. Þessi útfærsla er þegar fáanleg í 9,2 mm og með tveimur stoppurum í 7,2 mm. Fram að þessu hefur verið erfitt að velja þær fisktegundir, sem á línuna koma. Allir kann- ast við vandamálið að þorskur virðist allstaðar veiðar þó reynt sé að forðast hann. Nú kann að verða breyting á þessu. Komin er á markað beita sem ýsunni virðist líka vel, en þorski miklu síður. Beitan er fram- leidd í löngum pulsum, sem gefa mjög góða nýtingu. ■ MD Vélar hf: Ný lína af minni díselvélum MD Vélar hf. bjóða nú nýja línu af minni díselvélum fyrir skip og báta. Þessar nýju gerð- ir eru mjög fjölhæfar og henta við flestar aðstæður. Vélarnar eru einstaklega hljóðlátar og hagkvæmar í rekstri. Þessar díselvélar eru einnig aðlagaðar fyrir lyftara frá Mitsubishi, þan- nig að MD Vélar eiga á lager eða geta útvegað varahluti fyrir þær vélar með skömmum fyrir- vara. Einnig bjóða MD Vélar hf. alla fylgihluti eins og utanborð- kæla, gíra, rafala, kúplingar og dælur allt eftir þörfum kaup- anda. MD Vélar hf. hafa nú verið með varahluti og viðgerðaþjón- ustu fyrir stærri afgastúrbínur i fimm ár með mjög góðum ár- angri, enda er þess vandlega gætt að allir varahlutir séu við- urkennndir af öllum helstu flokkunarfélögum. Einnig get- um við boðið legur frá ABB. Þegar tjón verða á túrbínum er í flestum tilfellum hægt að útvega endurunninn eða nýjan rótor á skiptikjörum. Nýlega skemmdist VTR 200 túrbína í fiskiskipi og var nýr rótor kominn til landsins innan sólarhrings frá pöntun. Einnig bjóða MD Vélar hf. endurunna og nýja varahluti í brennsluolíukerfi diesevéla og annast starfsmenn MD Véla ísetningu ef óskað er. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.