Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 71
1«, HJARDViK nmni It'flJUÍSBÍ? Tvö ný skref Netasölunnar Stórstígar framfarir hafa orð- ið í línuútgerð á undanförnum árum með beitningarvélum og sigurnaglalínum. Nú bætast enn tvö stór skref við. Lipur og örugg útfærsla á sjálfum sigurnaglabúnaðinum er mikilvægur hlekkur í þessari þróun. Netasölunni er því mikil ánægja að kynna nýjustu end- urbæturnar sem felast í sig- urnaglabúnaðinum og stopp- aranum. Það er aðeins einn stoppari og hann er sam- skeytalaus. Honum er þrýst að línunni, en ekki inn í hana og særir hana því ekki. Hólkurinn er síðan byggður yfir stoppar- ann og nuddar ekki línuna. Til- raunir hafa sýnt að meðal- styrkur línunnar eykst verulega og veikustu punktarnir (þar sem línan særðist) hverfa. Nið- urstaðan er sterkari og ending- arbetri lína á samkeppnishæfu verði. Þessi útfærsla er þegar fáanleg í 9,2 mm og með tveimur stoppurum í 7,2 mm. Fram að þessu hefur verið erfitt að velja þær fisktegundir, sem á línuna koma. Allir kann- ast við vandamálið að þorskur virðist allstaðar veiðar þó reynt sé að forðast hann. Nú kann að verða breyting á þessu. Komin er á markað beita sem ýsunni virðist líka vel, en þorski miklu síður. Beitan er fram- leidd í löngum pulsum, sem gefa mjög góða nýtingu. ■ MD Vélar hf: Ný lína af minni díselvélum MD Vélar hf. bjóða nú nýja línu af minni díselvélum fyrir skip og báta. Þessar nýju gerð- ir eru mjög fjölhæfar og henta við flestar aðstæður. Vélarnar eru einstaklega hljóðlátar og hagkvæmar í rekstri. Þessar díselvélar eru einnig aðlagaðar fyrir lyftara frá Mitsubishi, þan- nig að MD Vélar eiga á lager eða geta útvegað varahluti fyrir þær vélar með skömmum fyrir- vara. Einnig bjóða MD Vélar hf. alla fylgihluti eins og utanborð- kæla, gíra, rafala, kúplingar og dælur allt eftir þörfum kaup- anda. MD Vélar hf. hafa nú verið með varahluti og viðgerðaþjón- ustu fyrir stærri afgastúrbínur i fimm ár með mjög góðum ár- angri, enda er þess vandlega gætt að allir varahlutir séu við- urkennndir af öllum helstu flokkunarfélögum. Einnig get- um við boðið legur frá ABB. Þegar tjón verða á túrbínum er í flestum tilfellum hægt að útvega endurunninn eða nýjan rótor á skiptikjörum. Nýlega skemmdist VTR 200 túrbína í fiskiskipi og var nýr rótor kominn til landsins innan sólarhrings frá pöntun. Einnig bjóða MD Vélar hf. endurunna og nýja varahluti í brennsluolíukerfi diesevéla og annast starfsmenn MD Véla ísetningu ef óskað er. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.