Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 54
Mynnispunktar um leit og upphaf tilkynninaarskyldu í ágúst1967 o Flestir íslendingar sem komnir eru á miðj- an aldur, mynnast síldaráranna upp úr 1960 Þegar síldin veiddist fyrir Norður- og Aust- urlandi og að hún fjarlægðist landið. En veiðiskipin fylgdu henni eftir allt að Sval- barða. Árið 1967 voru veiðiskipin komin 850 sjómílur frá íslandi. Þá henti það óhapp að eitt veiðiskipanna sökk á leið til lands. Áhöfnin tólf menn komust í gúmmíbjörgunarbát og þurftu að vera þar á fimmta sólahring, þar til þeim var bjargað. Nánari frásögn af hrakningum áhafnar m/b Stíganda ÓF-25 er að finna í blöðum og sjóprófi frá þeim tíma. Fyrir beiðni manna sem voru á síldarmiðunum þessa daga hef ég Iátið verða af því að taka saman það sem fært var í dagbók og skrifað á gulnaðan dypftarmælispappír um borð í m/b Árna Magnússyni þessa daga. Þar er að finna nöfn og niðurröðun nær allra skipa sem að Ieitinni stóðu. Við lestur frásagnadagblaða, af því sem fram fór á síldarmiðunum þessa daga gætir víða ónákvæmi og rangra frásagna. Sama er að segja um önnur tilskrif, sem síður hafa verið færð á blað, enda munu þær að mestu vera byggðar á fyrri frásögnum dag- blaða. Ástæða þessa má skýra með því að fréttamenn náðu ekki til þeirra sem á miðun- um voru nema í gegnum marga aðila oft við erfið skilyrði. Víða er svo frá sagt að leitar- skipin hafi myndað fjóra leitarflokka með stefnu til Norðurs vegna þrálátar sunnanáttar á svæðinu. Hér er ekki rétt með farið leitar- skipin mynduðu eina breiðfylkingu, sem leit- aði allan tímann í vestlæga stefnu. Þótt suð- Iægar áttir hafi verið á svæði nær íslandi eins og Eggert Gíslasson skipstjóri á m/b Gísla Árna skýrði frá, en hann var á leið til lands á þessum tíma og hélt til Ólafsfjarðar. Sunnan- bræla sem verið hafði nær landi náði ekki út á leitar- eða veiðisvæði skipanna. Þá er skýrt frá aðgerðum varðskipsins Ægis, sem var út af Norðurlandi Þegar leit hófst að Stíganda. Fjölmiðlar skýra svo frá að „Síðdegis sama dag hafði Haraldur Björnsson Páll Guðmundsson SKRIFAR UM UPPHAF TILKYNNINGASKYLDU skipherra á Ægir samband við Hannes Haf- stein, var Varðskipið þá að komast á leitar- svæðið“, þar rétta er að varðskipið Ægir hélt aldrei til leitarsvæðisins og var því mörg hundruð mílum frá því svæði allan tímann sem leitin að Stíganda stóð yfir. Varðskips- menn aðstoðuðu að bestu getu við að koma skilaboðum milli leitarskipa og lands, oft með aðstoð skipa sem voru þeirra á milli. Samskipti leitarskipanna við land fóru að mestu fram með aðstoð loftskeytamanns á fluttningaskipinu „Síldin“ sem var við Jan Mayen. M/B Árni Magnússon GK 5 Miðvikudagurinn 23 ágúst 1967 Á siglingu á síldarmiðin NA frá Jan Mayen eftir miðjan dag var komið á veiðisvæðið um 800 sjómílur NA frá Dalatanga, veður; hæg- viðri og mistur. Komið var að m/b Sigurbjörgu ÓF-1 og fleiri skjp sem voru að draga næturnar. Tek- inn var endi frá skipi á meðan það náði nót- inni réttri fyrir. Rétt hjá var m/b Stígandi ÓF-25 sem búinn var að fá fullfermi. Áður hafði hann gefið Sigurbjörgu nokkurn afla, en lenti í einhverjum örðugleikum og fékk við það sjó frammundir hvalbak. Fljótlega eftir að komið var á svæðið var kastað og fékkst hátt í lestar skipsins. Að því loknu var lónað frá þessum stað og kastað þar á dreif sem gaf nóg til að fylla skipið. KL.2300 var komin full ferð með stefnu á Jan Mayen. Nokkru áður sást til Stíganda litlu sunnar, var hann þá kominn á stefnu til Iands. Fimmtudagur 24 ágúst. Veður; hægviðri og þokusúid. á leið að Jan Mayen, þangað sem flutningaskipið m/s Síldin var að koma til að taka síld, nokkru á undan okkur var Sigurbjörg ÓF. Föstudagur 25 ÁGÚST. Á siglingu, síðan komið að m/s Síldinni austan við Jan Mayen. Lagst þar fyrir dreka og beðið löndunar. Laugardagur 26 ágúst. Snemma morguns var hafin löndun afla í 54 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.