Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Page 18
Gámur í heimsreisu Þann 24. október s.l. var í Seattle lestaður um borð í bandaríska gámaskipið Pres- ident Truman, 40 feta gámur. Ekki þykir merkilegt þegar gámar eru lestaðir um borð í gámaskip, en þessi gámur var dálítið sérstakur því hann er sameiginlegt verkefni útgerð- ar skiþsins og nokkurra skóla í Seattle til að fræða nemend- ur skólanna um alþjóðaflutninga og samskipti ásamt alþjóð- legum efnahag. Gámurinn er kyrfilega skreyttur og eru á honum 70 myndir sem nemendur skól- anna máluðu á hann. Hefur gámurinn verið nefndur Boomerang Box. Nú verður hægt að fylgjast með ferðum þessa gáms á Internetinu og þar verða upplýsingar um staðsetningu gámsins, inni- hald, hver er með gáminn og þær hafnir sem hann mun hafa viðkomu í. Þegar gámurinn hóf ferð sína voru 400 nemendur á bryggjunni að fylgjast með lestun hans og nú skoða þau netið til að vita hvar gámurinn þeirra er. Hægt er að skoða ferðir gámsins á eftirfarandi staðsetningu http://www.apl.com/boomer- angbox. Samkvæmt upplýs- ingunum sem þar fást er gámurinn staðsettur í Yoko- hama en þangað kom hann 24. nóvember. Bíður gámurinn eftir að verða lestaður en hann fer í skip 12. janúar og þá heldur hann til Shanghai. Nú er fyrir netbúana að skoða flutn- ingakerfi gáma í heimsreisu. ■ Betra að hafa hlutina í lagi Það er ekki orðið auðvelt að sigla um höfin á skipum sem ekki uppfylla þær kröfur sem til skipanna eru gerðar. Nærri 80 þúsund tonna stórflutninga- skip Pythagoras of Samos, sem skráð er á Möltu, var kyrr- sett í Kotka í Finnlandi í lok október s.l. Eftir fjögurra daga kyrrsetningu og samningabras fékk skipið að fara í kjölfestu til Constanta í Rúmeníu en þar átti það að fara til viðgerð. En viti menn, skipið lét aldrei sjá sig í Constanta. Nú hefur skip- inu verið bannað að koma til hafna í ríkjum Evrópubanda- lagsins, svo og þeim ríkjum sem eru aðilar að Hafnarríkis- eftirlitinu (Port State Control), þar með talið til (slands. Þann 26. nóvember s.l. hafði skipið talstöðvarsamband við höfnina í Barcelona og tilkynnti komu sína til lestunar þremur tímum seinna. Skipinu var þá tjáð að það fengi ekki að koma til hafnarinnar af fyrrgreindum ástæðum og sigldi það því í burtu. Hvert skipið fór er ekki vitað en höfnin er vissulega ekki í Evrópu. ■ 18 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.