Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1997, Qupperneq 42
syni, með kennsluaðferðum sem ekki var hægt að misskilja. Reyndir sjómenn gátu verið ótrúlega natnir og nærgætnir við að kenna viðvaningi, en vei þeim sem óhlýðnaðist, sér í lagi ef um öryggisreglur var að ræða. Svo var það samfélag átján rnanna, heila HH HellyHansen LIFTRYGGING / Skeifunni 1 3 sími 588 7660 fax581 4775 vertíð, um borð í litlum síldarbátum eins og ég var nær eingöngu á. Þá er eins gott að koma sér vel saman. Á Jóni Þorlákssyni var ég í koju með Færeyingi og á vakt með Dana. Skömm er að því, en ég man ekki lengur hvað Færey- ingurinn hét, en honum á ég að þakka að- dáun mína á löndum hans. Þetta var ung- ur maður, snyrtilegur, ljúfur og svo róleg- ur, að ég sofnaði við það eitt að hann kom i koju. Auk þess valt ég minna með hann við hiið mér. Hann flýtti sér aldrei en var ekkert seinni en aðrir þegar á lá. Frá hon- um hef ég rök Færeyinga fyrir Jrví að mað- ur eigi ekki að flýta sér í vinnu. Það Jtýði ekkert því hún haft oyngan enda; og svo komi alltaf nógur tími. Eitt sumar á vakt með Börge Pedersen var á við mörg ár sem ég lærði dönsku í skóla. Hann kom að mirmsta kosti talmál- inu inn í hausinn á mér að því rnarki sem unnt var. Hins vegar rak ég mig á það næsta vetur, að tungutak hans átti ekki alltaf við í dönskustílum í Menntaskólan- um á Akureyri. Börge var húmoristi eins og Danir gerast bestir og áhugamaður um mat. Hann var ennþá að bæta sér upp matarskortinn á stríðsárunum. Einkum átti hann mikinn kryddkvóta ónotaðan. Alltaf var hann í góðu skapi, söng mikið, og oft er við vorum tveir í stýrishúsinu: Ud í det vidne blu, sejlede en bád med to. Danaóvildin úr sögubókum Hriflu- Jónasar hvarf mér Jtetta sumar. Næstu tvö sumur var ég á Björgvin frá Keflavík, nýjum sjötíu tonna bát. Skip- stjóri var Kristján Ásgeirsson, kallaður Kitti Geiri, mikill aflamaður, en frábrugð- inn þeim flestum að því leyti hvað hann var hæglátur. Hann hækkaði sjaldan rödd- ina og öskraði aldrei, ekki einu sinni í lát- unum við að kasta á vaðandi síld. En flskaði samt. Af öllum einkunnum sem ég hef fengið um dagana, Jtykir mér einna vænst um viðurkenninguna sem fólst í því, að Kitti Geiri skyldi hringja til Akur- eyrar og bjóða mér að fyrra bragði pláss hjá sér aftur. Áhöfnin á Björgvin var að mestu leyti úr Keflavík, úrvalsmenn, flestir ungir, hraust- ir og hressir. Létt var yfir þessum mann- skap, um borð og ekki síður í landi. Skemmtiiegastur var Baldur Hjálmtýsson, Keflvíkingur, einn mesti húmoristi sem ég hef kynnst. Hann gat gert gaman úr öllu. Eftir rosalega skammadembu, sem hann fékk frá einum félaga okkar, leit hann á armbandsúr sitt og sagði rólega við okkur hina: „Þetta er versti tíminn hans“. Hann umsamdi stundum veðurspárnar. Ein var svona: „Gæti rignt ef í það færi“. Eitt sinn tók hann mig með sér í liðs- könnun á Siglufirði. Var hún fólgin í jtví að ganga fyrir framan röð af síldarstúlkum við söltun. Röðin var ótrúlega löng og á mörgum samliggjandi síldarplönum, enda var að Ijúka einni síðustu stóru söltunar- hrotunni sem ég man eftir. Uppábúinn, hár og myndarlegur, með brennivíns- flösku í botnlangastað, gekk Baldur með- fram röðinni, gantaðist við stúlkurnar, gaf ráð og jafnvel fyrirskipanir. Mér leist ekki á blikuna þegar við kom- um á eitt planið þar sem stúlkurnar voru orðnar úrvinda af vökum og þreytu. Bald- ur rak augun í stóra stafl á húsi bak við þær, þar sem stóð Söltunarstöð Ólafs Ragnars, og sagði um leið og hann sá staf- ina, hátt og með myndugleika: „Skilaboð frá Óla Ragnars, skilaboð frá Óla Ragnars: Það á skera sporðinn af í næstu tvær tunn- ur“. Snarlega dró ég hann burt þegar ör- Jtreyttar stúlkumar hófu að bregða hnífn- um á sporðinn. í lúkamum á Björgvin var ég að sofna þegar Baldur skilaði sér um borð í lok nokkurra daga landlegu á Siglufirði. Að- eins eimt skipsfélagi auk Baldurs átti ólok- ið veislunni, en var að gefast upp og kom- inn í koju. Hann hét Jón, lærður húsgagna- smiður og hafði af því hlotið viðumefnið mubla, sem breyttist í meðfömm og varð Jón kommóða. Enginn bilbugur var á Baldri. Tók hann upp á ýmsu til að fá Jón í selskapsform, en án árangurs. Jón neitaði meira að segja að jtiggja sjúss og dró teppi yfir höfúð. Þá seildist Baldur í vaskafat á Iúkarsborðinu, sem í var skonrok og hart kex handa næt- urvaktinni, en það var nokkurn veginn það síðasta sem menn lögðu sér til munns þarna um borð. Lét hann hringla í vaskafatinu við eyrað á Jóni kommóðu og sagði ísmeygilega: „Ég er héma með svo- lítið sérstakt handa þér“. Jón dró af sér teppið, horfði sljóum aug- um ofan í vaskafatið og spurði undrandi hvað hann ætti að gera við þetta. „Get- urðu ekki látið það í neðstu kommóðu- skúffuna?“, sagði Baldur, en Jón hvarf snögglega undir teppið. Eftir það ræddi Baldur um stund við kaffikönnuna; hrósaði henni og skamm- aði á víxl, og endaði með því að strjúka 42 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.