Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Síða 19
Halldór ábúðajullur á svip, enda orðinn 1. stýrimaður. þessum borgum. Þau voru víst geymd á stofnunum allan daginn. Við þurftum ekki að hafa mikið fyrir stráknum okkar á þessum stöðum. I’að tóku honurn allir svo fagnandi, lóðsarnir, agentarnir og aðrir. Vildu fá að halda á honum og leiða hann um allt. Ég man sérstaklega eftir lóðs í Murmansk sem var svo hrifinn af stráknum að hann hélt í höndina á hon- um allan tímann og leiddi hann. Enda var fólkið þarna mjög gott, það var bara kerfið sem ekki var i lagi. Fólkið vildi gera okkur allt til geðs en það átti ekk- ert, gat ekkert og mátti ekkert. Þegar umboðsmenn og aðrir sem við áltum samskipti við voru einir með okkur þurftu þeir oft að létta á hjarta sínu og segja frá ástandinu eins og það var í raun því við sáum ekki nema hluta af því. En það þýddi ekkert að segja fólki hér heima frá þessu. Maður fékk bara þau viðbrögð að maður væri stækur sjálf- stæðismaður og kommúnislahalari og þar fram eftir götunum. Það var mikill munur á að vera þarna fyrir auslan frá því sem var í Vestur-Evrópu og Ameríku. Svo þegar heim kom fór gultinn að tala um það skólanum hvað hann hefði séð og heyrt þarna austantjalds. Þá hafði hann farið bæði lil Murmansk, Norður- landa og Ameríku og hafði betri saman- burð en flest önnur börn og margir full- orðnir. Þessum frásögnum var illa tekið af kennara hans og hann sagður ljúga um ástandið í Austantjaldslöndum. Strákur var ekki sáttur við það eins og skiljanlegt er og ég ekki heldur. En svona var þetta nú á árum kalda stríðsins. Núna eru alls konar innkaup erlendis liðin tíð. Maður fer ekki einu sinni í land lengur og kaupir ekki nokkurn skapaðan hlut. Áður kom maður alltaf klyfjaður af allskonar varningi sem ann- að hvort fékkst ekki í verslunum hér eða kostaði þá miklu meira en úti. Nei, kaupið var ekki hátt og er ekki hátt held- ur núna í hlutfalli við vinnutímann. En þetta hefur allt þokasl í áttina þótt það hafi vissulega kostað baráttu og verkföll. Það hjálpaði þó að við fengurn hluta launanna í erlendum gjaldeyri og svo var bara gengið út frá því sem vísu að við bættum okkur upp léleg laun með smygli. Enda var það svo sem gert í ein- hverjum mæli og hefur aldrei verið neitt leyndarmál. Eg kláraði skólann 1971 og fékk strax stýrimannsstöðu í afleysingum. Raunar hef ég farið röðina eiginlega vit- laust upp miðað við alla aðra. Fór miklu hraðar upp og get varla sagt að ég hafi nokkurn tíman verið 3. stýrimaður, fór bara örfáa túra sem slíkur. Mér gekk vel í starfi, var alveg laus við brennivínið og kannski að það haft sitt að segja til þess að menn treystu mér. Ég fór fljótt að leysa af sem 2. stýrimaður og síðan sem 1. stýrimaður og þá varla orðinn fastur sem þriðji. Það fór ekki framhjá mér að ýmsum líkaði illa hvað ég fór hratt upp og vildu meina að ég ætti einhverja sterka að hjá félaginu eða eitthvað þvíumlíkt, en það var ekki svo. Ekkert af mínu fólki hafði komið nálægl Eimskip. Ég var heppinn með skipstjóra. Til dæmis lærði ég mjög mikið af Bernótusi heitnum Kristjánssyni, en ég var lengi með honum á ströndinni. Maður heyrði oft sagt þegar maður stóð frantmá að bölvaður bjáninn í brúnni færi kolvit- laust að. Það var svo sem enginn vandi að leggja að með því að standa frammá stefni og krítisera Þá var ég að byrja að leysa af sem stýrimaður og spurði Bernólus hvort ég mætti vera uppi og hann sagði það væri alveg sjálfsagt. Þá voru ekki komnar bógskrúfur eins og núna og ég fylgdist með honurn spek- úlera í hvernig best væri að fara að: Hvernig vindurinn væri, straumurinn og aðrar aðstæður, og hvernig hanns færi uppað. Þetta er áætlun A og ef það geng- ur ekki þá er áætlun B og ef hún gengur ekki heldur þá er síðasti sjens að snúa við þarna. Svona setti hann þetta allt nið- ur fyrir sér. Þetta var nýtt fyrir mér og þegar ég fór að spyrja hann út 1 þetta svaraði hann: „Það eru nú svo að menn eru yfirleitt það klárir að þeir hafa talið sig þurfa að hlusta á mig.“ Þetta voru stór skip en bryggjurnar ekki stórar og aðstæður oft erfiðar. Oft voru símalínur glóandi út um allt ef okk- ur þótti illfært eða ófært inn á einhverja höfn. Þar voru kannski fimm eða tíu að- ilar sem þurftu að senda út fisk og skipin skyldu sko korna uppað. En þetta gekk lygilega vel. Ströndin var rosalega góður Ný DHB-dælulína frá Iron Pump Sérhannaðar til notkunar til sjós Leytið nánari upplýsinga Gæði - Öryggi - Þjónusta ^ Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.