Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 20
Dettifoss á siglingu. skóli og þar urðu menn að bjarga sér sjálfir. Ég segi ekki að maður hafi kannski ekki stundum teflt helst til djarft, en þetta lánaðist. Á sínum tíma var ég með Finnboga skipstjóra á Reykja- fossi. Ýmsum þótt hann erfiður í sam- skiptum en þó áttum við tveir ágætlega saman. Að vísu las hann manni stundum pistilinn, en það varð bara að hafa það. Hann var klár að fara með skip og spek- úleraði mikið í veðri og vindum. Mest lærði maður af mðnnum sem voru af næstu kynslóð á undan mér og bjuggu yfir mikilli reynslu við þessar aðstæður. Þetta voru svona ákveðnir kallar. egar ég fór á Múlafoss átti ég að af- leysa því ég var svo nálægt þvi að verða fastur 3. stýrimaður. Þarna voru tveir stýrimenn og ég fór tvo eða þrjá túra sem 2. stýrirnaður og byrja svo að leysa af sem fyrsti. Valdimar Björnsson var skipstjóri. Að vissu leyti var maður fyrst í stað alltaf í spennu gagnvart hon- um því Valdimar lá hátt rómur og talaði alltaf einni áttund hærra en viðmæland- inn. Maður hækkaði sig þá ósjálfrátt líka og svo var þetta orðinn mikill hávaði svo menn héldu að allt væri komið í rifrildi. Nú, en það var verið að hnýta í mig vegna þessa frama míns, en það voru aðrir en ég sem réðu þessu. Einn maður sem taldi sem dálítið númer fór að inna Valdimar eftir þvi hvort hann ætlaði virkilega að láta strákinn fara sem 1. stýrimann. Þá svaraði Valdimar: „Ég treysti honum og fyrst ég treysti honum þurfið þið ekki að hafa neinar á- hyggjur því vinnan kemur ekki á ykkur heldur á mig. Og ef hann stendur sig ekki þá rek ég hann.“ Þetta var maður sem hafði bein í nef- inu. Hann treysti mér og sá enga ástæðu til að fá einhvern utanaðkomandi. Stéttaskipting var mikil um borð fram- eftir öllu. Ég man til dæmis á Selfossi var frændi minn að leysa af sem stýri- maður. Við vorum saman á vakt sem há- setar, en þá voru yfirleitt alltaf tveir há- setar á hverri vakt því þótt það væri ekki nema annar á vaktinni þá var annar dag- maður og hinn varamaður. Svo skiptist þetta í næsta túr að annar var á vaktinni en hinn varamaður. Hann var að leysa af sem stýrimaður kannski einn túr og svo háseti i næsta túr. En við vorum alltaf saman á vakt og ég var líka látinn vera með honum á vakt þegar hann var 3. stýrimaður. Svo þegar við áttum frí fór- um við saman í land eins og við höfðum alltaf gert. Þá fékk maður að heyra það frá hásetunum að maður væri að sleikja sig upp við stýrimann og svo fékk hann aftur að heyra það fá yfirmönnum að hann væri að fara í land með hásetanum. En þetta var sami maðurinn því næsta túr var hann aftur háseti og þá þótti eðli- legt að við færum saman í land. Þegar við sóttum Reykjafoss var Jónas Böðvarsson skipstjóri. Hann yrti yfirleitt ekki á okkur en talaði alltaf í gegnum stýrimanninn og nefndi okkur aldrei með nafni. Ég kunni ekki þessar reglur til að byrja tneð og gleymi því aldrei að þegar við fórum frá Álaborg. Þá var báts- maðurinn við stýrið en ég var aukamað- ur á vaktinni. Mér var sagt að fara ineð kaffi upp í brú og labba með það upp innan skips. Jónas varð alveg brjálaður, hvað ég væri að gera að koma með kaffi upp í brú innan skips. Ég fór aftur niður. Síðan var mér sagt að fara upp og leysa bátsmanninn af stýrinu. Þá passaði ég mig og fór upp utan við og kem þar í dyrnar á brúnni. Þá spyr Jónas hvað ég sé að gera hér. Ég sagðist eiga að leysa af. „Menn koma ekki svona klæddir hingað, þeir eiga að vera almennilega klæddir,11 sagði þá Jónas. En ég er viss um að ég var best klæddur undirmanna því ég var í nýjum gallabuxum og nýrri skyrtu. Þótt hinir væru í hreinum fötum voru gamlir málningarblettir 1 þeim og svoleiðis. Ég fór þá aftur niður en annar sendur upp og sá lenti í kallinum því hann strunsaði um og tuðaði að strákskrattinn væri ekki kominn til að leysa af. Það stóðu allir hljóðir í brúnni og enginn sagði neitt. Já, Jónas var af gamla skólanum. Hann var nú ekki lengi á Reykjafossi, hafði verið á Gullfossi en sótti svo þarna þrjú ný skip í röð út til Álaborgar. En ég man að við vorum að fara og ég var að taka landganginn, var að hringa upp línu þeg- ar var bankað í öxlina á mér. Ég skaust til hliðar þegar ég sá að þetta var Jónas. Hann rétti mér höndina og ég reif af mér vettlingana áður en ég tók kveðjunni. Hann var að fara í land og bað mig að skila kveðju til strákanna, en þeir voru að sjóbúa. Þetta kom mér á óvart, en hann átti þetta þá til. Það er sagt að í gamla daga hafi á sumum heimilum hangið upp tvær myndir á vegg. Önnur var af Jesú Kristi en hin af skipstjóranum á Gullfossi. Hér áður borðuðu skipstjórarnir yfir- leitt einir út af fyrir sig. Alveg þar til núna í seinni tíð voru sérstakir messar fyrir yfirmenn, en nú borða allir í einum messa. Það var í sjálfu sér ágætt að sumu leyti að skipta þessu upp í yfir- og undir- mannamessa. Ég er ekki viss um að við hefðum vilja hafa þetta öðruvísi hér áður fyrr, til dæmis þegar ég var háseti. Það var auðvitað nauðsynlegt við matarborð- ið hjá stýrimönnunum að rægja hásetana og tala um hvað þeir væru lélegir og ekki síður nauðsynlegt okkar megin að geta talað um hvers konar bölvaðir bjánar þessir stýrimenn væru að láta okkur gera hitt og þetta. í dag eru miklu færri um borð og menn mun tengdari hver öðrum. Annars fann ég aldrei persónulega fyrir þessum ríg milli undir- og yfirmanna sem mikið var talað um. Eg byrjaði að leysa af sem skipstjóri á Goðafossi árið 1977, en þá var ég orðinn fastur 1. stýrimaður. Goðafoss var þá hálfpartinn flaggskipið, nýjasta og dýrasta skipið, frystiskip og fór alltaf ströndina. Byggður í Álaborg 1970. Og sem fyrr heyrði ég öfundarraddir utan að mér að það væri nú ekki eðlilegt að mér væri falin skipstjórn svona snemtna. En það var fullt af liði sem hefði ekki viljað vera 1. stýrimaður á skipinu, en þeir hefðu viljað leysa af sem skipstjórar, fara siglingarnar til Ameríku og svona. En þeir höfðu ekki mikinn áhuga á að skipta 20 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.