Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 29
Tíminn hefur lag á að híilda í góðu minningarnar - Magni Kristjánsson skipstjóri í viðtali við Víkinginn „Ég get nú alveg sagt þér það að svo langt sem ég tnan þá kom aldrei annað til greina en aðfara á sjóinn." Sjómennskuferill Magna spannar hartnær þrjátíu ár ogjafnvel þau ár sem fólu í sér hvað mestar framfarir í íslenskum sjávarútvegi. I miins \» s , y lik % m 11 u* * ,AÍ i 1 ' , * Magni Kristjánsson, skipstjóri í Neskaupstað, stóð í brúnni í hartnær 30 ár áður en hann venti kvæði sínu í kross, fór alfarinn í land. Nú rekur þessi fyrrum aflaskipstjóri hótel auk þess sem hann á heiðurinn af uppsetningu á málverkasafni í heiinabæ sín- Um. Hann segist feginn hafa farið í land á sínum tíma enda hafi hans tími þá verið kominn. Hann rifjar hér upp ferilinn með Helga Seljan Jóhannssyni blaðamanni. „Ég get nú alveg sagt þér það að svo langt sem ég man þá kom aldrei annað til greina en að fara á sjóinn," segir Magni þar sem hann hefur sest nreð blaðamanni til að rifja upp sjómennsku- ferilinn. Feril sem spannar hartnær 30 ár og gríðarlegar breytingar í íslenskum sjávarútvegi, ef ekki þær mestu til þessa. Blaðanraður og Magni hafa fengið sé sæti í nýrri brú þess siðarnefnda, ef svo rná að orði komast, Hótel Capitano. Hótelið stendur í miðjum bænum í Neskaupstað og þar rekur nú gamli kapteininn hótel þar sem þemað í innrétlingum er fengið af sjónum: Kýraugu og dökkbæsuð við- arhúsgögn minna um margt á innrétting- ar gömlu togaranna en í stað korta á veggjum ellegar mynda af skipum, prýða salinn málverk unnin af félaga Magna, Tryggva Ólafssyni, myndlistarmanni. „Ég fór í fyrsta sinn á sjóinn á þrett- ánda ári en þar á undan hafði ég verið í sveit í nokkur sumur,“ segir Magni og af- tekur með öllu að sveitastörfin hafi togað viðlíka í hann og sjómennskan. „Pabbi og félagi hans gerðu út litinn trillubát hérna og ég fékk að stokka upp fyrir þá þegar þeir voru á línu en fékk að róa með þeim þegar þeir voru á færurn". Árið 1956 kynntist Magni gömlu tog- urunurn fyrst af eigin raun, tveimur árum eftir að hann réri á trillunni með föður sínum heitnum en í millitíðinni hafði hann róið á handfæri á Hafbjörg- inni með Ara Sigurjónssyni frænda sín- um. „Sumarið eftir fór ég svo á togarann Vött frá Eskifirði, þá að verða 15 ára gamall, sem var skemmtileg reynsla fyrir svona polla eins og nrig og fleiri á svip- uðutn aldri þarna um borð. Um haustið man ég að allir i kringum mig höfðu mikinn áhuga á því að ég færi að mennta mig eitthvað meira, þó ég hafi nú hafl minnstan áhuga á því þá,“ segir Magni sem þó lét til leiðast að fara í þriðja bekkinn í gagnfræðaskóla, landsprófs- bekk sem þá var kallaður, með því skil- yrði að hann fengi að fara jólatúr með togaranum, þvílíkur var áhuginn. Siglt á Þýskaland Eftir það sem hann kýs að kalla tilraun til landsprófs fór Magni aftur á togarana auk þess sem hann réri á hefðbundnum vertíðarbátum sem þá voru kallaðir en 19 ára gamall innritaði hann sig í Stýri-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.