Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 46
búið um í skut bátsins og ætlaði að gefa mömmu minni í soðið er heim kæmi; allt var horfið, færin annaðhvort týnd með öllu eða héngu í flækju útbyrðis - það var allt ömurleg sjón - og tveir félagar okkar týndir - það var sárast af öllu. Til marks um það hvílík feiknaalda skall yfir skipið, get ég þess að við höfðum fulla vatnstunnu frammi á, fyrir framan keðju- vinduna; var hún rígfest þar með tré- fleygum og síðan reyrð með kaðli. En svo var mikið afl öldunnar er hún valt fram eftir skipinu að hún sprengdi kaðal- inn og lyfti upp tunnunni, svo að hún valt aftur yfir vinduna og kom „stand- andi“ niður á þann endann, er áður vissi upp, og þar stóð hún er við komum upp á þiljur. Stýrimaðurinn var við stjórn er aldan féll á skipið og kenndi hann um segla- leysinu, þvi þegar aldan hóf sig upp bak við okkur, lygndi á skipinu og var þá sem það sogaðist aftur á bak undir brot- ið. Aldan féll á skut skipsins, kneikti nið- ur stýrimanninn þar sem hann stóð og varpaði honum svo flötum, en hann hélt sér í stýristaumana og tók því ekki út. Þeir hásetar sem uppi voru og ekki tók út höfðu haldið sér eða skotist í skjól er þeir sáu hvað verða vildi. En matsveinn- inn hafði verið fyrir aftan eldhúsið að þvo pottinn eða verka soðningu; tók sjórinn hann og kastaði fram eftir þiljum uns hann festi fótinn undir járnvinkli einum miklum og datt; það varð honum til lífs og sannaðist þar hið fornkveðna að „hverjum bergur eitthvað, sem ekki er feigur.“ Ekki braut sjór þessi neitt á skip- inu, nema hvað hann sprengdi lokið á káetunni; þá hratt hann og opinni káetu- hurðinni. Skipstjórinn var þá niðri að fá sér kaffi því hann hafði ekki lagt sig. Ká- etuna nær fyllti af sjó og var það um stund að skipstjórinn komst ekki upp fyrir straumnum. „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hleypa mér upp, h.... að tarna,“ sagði hann við mig síðar. Þegar eftir að mennina hafði tekið út, en það var í Öndverðarnesröst rétt eftir klukkan sex um morguninn, tók veðrinu að slota og var komið hreppandi sjóveð- ur um hádegi. Jafnskjótt sem við komum upp á þilj- ur, eða um eða litlu fyrir klukkan hálfsjö, var tekið til austurs og létum við dæluna ganga viðstöðulaust, fjórir rnenn í senn. Forvitni var okkur á því að vita hve mik- ill austur væri í skipinu, en það var ekki eins auðvelt og ætla mætti þvl enn var mesti hroðasjór og gat því verið hættu- legt að opna lúku, jafnvel örlítið. Þó réðst Bjarnhéðinn í það að skyggnast niður. En er hann ætlaði að opna lestina, gekk til hans einn af hásetunum og vildi varna honum þess. Ég man að Bjarnhéð- inn leit þá upp og framan í manninn sem snöggvast. Síðan skaut hann fram hægri hendinni og hefur víst komið við háset- ann því hann hrataði aftur eftir þiljum stundar langt, en Bjarnhéðinn fór niður. Hann kom upp aftur að vörmu spori en sagði fátt; lét þess þó getið að enn mund- um við verða að dæla um stund áður en skipið mætti heita þurrausið. Þetta reyndist og svo, því að í austri stóðum við látlaust þangað til klukkan var langt gengin tvö um daginn, eða nær sjö stundir samfleytt. Þá er nokkuð varð aðhafst fyrir sjó og roki var tekið að bæta seglin og gekk það svo greiðlega, þótt bæði væru þau rifin og ónýt, að einhver segl voru kornin upp um hádegi; var þá farið að sigla og stefnt til Reykjavíkur. Úr því fór veður hrað- batnandi og sigldum við inn á Reykjavík- urhöfn óskabyr síðdegis næsta dag. A leiðinni til Reykjavíkur þegar allt var komið í sæmilegt lag hjá okkur, eftir því sem hægt var, spurði ég skipstjórann hvort honum hefði ekki brugðið er hann heyrði að tvo menn hefði tekið út. „Og ekki brá mér nú, heldur en ég veit ekki hvað,“ sagði hann; og að visu hefði ég mátt vita svarið fyrir því að í öll þau ár sem ég var honum vissi ég honunt aldrei bregða eða verða ráðfátt hvað sem að höndum bar, og komumst við þó stund- um í hann krappan, eins og t.d. þegar okkur rak yfir Geirfuglasker; mátti þá víst ekki miklu muna að illa færi fyrir okkur. En mannskaðann í Öndverðar- nesröst tók hann sér ákaflega nærri. Hann var þá orðinn aldraður maður, kominn fast að sjölugu, hafði stýrt skipi í fjölda mörg ár og aldrei hlekkst á, enda fór hann jafnan rnjög varlega og bað rnenn gæta sín sem best og halda í spotta, er þeir væru iðjulausir á þiljum uppi í vondu veðri; taldi hann það engan hreystivott þótt menn færu með gáleysi og glannaskap, en á hinn bóginn vildi hann og hvorki heyra æðru né orðagjálf- ur þótt eitthvað bjátaði á. Þess er áður getið að tveir hásetanna hefðu ekki hafst að er afturseglið rifnaði, en hímt aðgerðalausir og svo sem þeir væru í leiðslu og utan við sig. Þetta voru mennirnir sem fám stundum síðar tók út. Og við hásetarnir hjöluðunt um það okkar á milli að þeim hefði „sagt fyrir“. Og hver veit nema svo hafi verið? Það er margt undarlegt í þessum heimi og mörg gátan óráðin ennþá. Og víst er um það að öðruvísi fór þeirn í þetta sinn en vandi þeirra var, hver sem orsökin kann að hafa verið. Rydfríir stálbarkar fyrír___________ Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum Barkasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 564 3338 • Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 46 * Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.