Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Page 48
Útskrift Stýrimannaskólans í Reykjavík Nítián nemendur ooiio æiE ofí m 35 3B m oo m Jjfeisiiaiiiisjiu m 30 jjf? 3 00 00 00 önnnnn ii mi ii uniu SAMSKIP Sjómannaskólahúsið er orðið glæsilegt ásýndum. Menntafélagið ehf útskrifaði nemendur frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 21. maí við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Sjó- mannaskólans. Menntafélagið ehf tók við rekstri Stýri- mannaskólans og Vélskólans 1. ágúst 2003 með þjónustusamningi við mennta- málaráðuneytið og hefur því annast rekstur þeirra á haustönn og hafa skól- arnir eftir sem áður aðstöðu í Sjómanna- skólahúsinu við Háteigsveg. Skólarnir verða áfram reknir sem sjálfstæðar náms- einingar og útskrifa nemendur hvor á sínu sviði þrátt fyrir að hinn daglegi rekstur hafi verið sameinaður og rekinn sem ein heild. Nám á skólaárinu gekk vel fyrir sig þrátt fyrir ýmsar breytingar í rekstri, en aðstaða nemenda til náms var nokkuð bætt með nýjum tölvum, tölvubúnaði og bættri nettengingu. Einnig voru smíða- salir endurnýjaðir og nokkru bætt við af vélum og búnaði. Sjómannaskólahúsið kom undan vinnupöllum í upphafi skólaárs og er ekki annað hægt að segja en að húsið sé glæsilegt ásýndar og reyndar þannig að það hefur vart litið betur út nýbyggt. Uppi eru áform um að lýsa upp turn skólans sem eitt af áberandi kennileitum Reykjavíkur og mundi turninn virkilega sóma sér upplýstur. Nemendur sem luku námi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík á þessu skóla- ári voru 19 og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Viðurkenningu fyrir hæstu einkunn siglingagreina hlaut Lára Hrönn Péturs- dóttir, en viðurkenningin var veitt af Fé- lagi skipstjórnarmanna. Fyrir hæstu einkunn í siglingafræði hlaut Einar Örn Einarsson viðurkenn- ingu, en viðurkenningin var veitt af LÍÚ. Pá fékk Einar Örn viðurkenningu fyrir félagsstörf. Formaður nemendafélags skólans, Ein- ar Örn Einarsson, afhenti forstjóra Land- helgisgæslunnar gjafabréf fyrir tækjabún- að um borð í varðskipin úr þyrlusjóði nemenda. Endurnýjun atvinnuskírteina fer fram hjá Siglingastofnun Frá og með 19. maí n.k. annast Sigl- ingastofnun mat á endurnýjun at- vinnuskírteina vélstjóra, stýrimanna og skipstjóra í ákveðnum tilfellum. Pegar umsækjandi hefur ekki nægan siglingatíma skv. lögum, nr. 112/1984 og nr. 113/1984, samanber reglugerð nr. 118/1996 hefur Siglingastofnun umsjón með matinu. Ef umsækjandi hefur hins vegar nægan siglingatíma fær hann endurnýjun hjá Tollstjóran- um í Reykjavík eða sýslumönnum úti á landi. 48 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.