Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 30
Guðmundur benti á að aðlaga þurfi grunnþjálfun áhafnar, merkingar i skip- um og þjálfun skipstjórnarmanna í fiski- skipum sem verið er að manna með er- lendum sjómönnum sem ef til vill eru ekki mælandi á íslensku. Guðmundur gagnrýndi að oft eru sett- ar kröfur um dýran búnað sem setja þarf um borð í stóru öruggu skipin þegar smábátar eru mikið með undanþágur eða kröfurnar alls ekki gerðar til þeirra. Hann sagði að útgerðarmenn væru ósátt- ir við breytinguna sem gerð var á skipa- skoðuninni. Nú er skoðunarferlið orðið tvöfalt og dýrara en áður. Guðmundur sagði að stjórnvöld hefðu komið myndarlega að uppbyggingu fjöl- margra þátta öryggis- og björgunarmála sjófarenda. Sem og fjölmargir einstak- lingar sem frumherjar á hinum ýmsu sviðum. Framlög þessi og störf ber að þakka. „íslensk útgerð er í fremstu röð fiskveiðiþjóða, þar ætlum við okkur að vera. Öryggi sjómanna og skipa er og verður í 1. sæti.” Jóhannes sagði að margt hafi breyst á 28 ára sjómannsferli hans. Hann væri ekki með nákvæmar tölur en tilfinning hans væri sú að alvarlegum slysum til sjós hefði fækkað mikið, en að fleiri minniháttar slys séu skráð vegna betra eftirlits og meiri meðvitundar hjá sjó- mönnum og eftirlitsaðilum. „Pað að alvarlegum slysum fækki vil ég þakka einum aðila umfram aðra, sem er Slysavarnaskóli sjómanna. Það var stigið mikið framfaraspor þegar þeirri stofnun var komið á og vil ég hvetja ráðamenn og hagsmunaaðila til að hlúa áfram og enn betur að þeim þætti örygg- ismála.” Jóhannes sagði að sjómenn sem sótt hafa öryggisfræðslu finni vel hversu ör- uggari þeir eru í sinni vinnu eftir slíkt námskeið. Hann lýsti einnig yfir ánægju sinni með að sett hafi verið í reglugerð krafa sem skyldar sjómenn til að taka upprifjunar námskeið á fimm ára fresti. Jóhannes sagði það vera skyldu sjó- manna að kunna skil á notkun þeirra björgunartækja sem eru í skipunum og hvatti menn til að taka sér tíma til æfinga og til að yfirfara allan búnað reglulega. „Ennfremur er það skylda ykkar sjó- manna að krefjast þess að fá tilsögn og æfingu með björgunarbúnað skipanna. Því við berum sjálfir, hver og einn, mesta ábyrgð á velferð okkar og um leið fjöl- skyldna okkar.” Jóhannes sagði það gleðifregn að búið sé að veita fjármagni til smíði nýs varð- skips en það þarf að búa betur að Land- helgisgæslunni. „Af hverju eigum við ekki tvær öflugar björgunarþyrlur svo við getum sinnt þeim björgunarmálum sem þarf á haf- svæði okkar sjálfir ... Það er ljóst að við getum ekki og viljum ekki til framtíðar treysta öðrum en okkur sjálfum fyrir ör- yggi okkar. Landhelgisgæslan er ekki út- búin til að sinna gæslu 200 sml landhelgi okkar, takið eftir að þetta er fullyrðing og ég stend við hana ...” Jóhannes sagði Landhelgisgæsluna þurfa betri skip og meira rekstrarfé. Hann tók fram að sjómenn væru stoltir af starfsfólki Landhelgisgæslunnar og að þeir dáist að færni þeirra með sinn laka tækjakost. Lokaorð Jóhannesar voru: „Öryggið byrjar hjá okkur sjálfum, ef við erum ekki vakandi fyrir því sjálfir hvernig get- um við þá vænst framfara í öryggismál- um sjómanna.” I lok fundar var umræða um ýmsa þætti öryggismálanna. Rætt var m.a um upplýs- ingar á netinu um veður og sjólag og voru óskir um að hægt verði að sækja þessar upplýsingar í skipum á hafi úti. Fram kom að þau mál verði yfirfarin hjá sam- gönguráðuneytinu. Því var fagnað að setja eigi upp öldudufl út af Öndverðarnesi en jafnframt var óskað eftir að sjálfvirk veð- urstöð verði sett upp i Bjarneyjum. Gagn- rýni kom á skipaskoðunina og sagt frá báti sem var þykktarmældur án athuga- semda en bolurinn var samt hriplekur. Þórshöfn Fundurinn í Þórshöfn var haldinn 30. nóvember 2005 í félagsheimilinu Þórsveri. Fundarstjóri var Björn Ingi- marsson sveitarstjóri Þórshafnarhrepps. Fyrirlesari af heimaslóð var Oddur Skúlason sem fjallaði um öryggismálin frá sjónarhorni starfandi sjómanns. Oddur sagðist þekkja best til aðstæðna í stærri skipum og síðan hann byrjaði á sjó fyrir um 20 árum hefði orðið mikil bylting í öryggismálunum. Nýliðafræðsla er mikilvæg og það þarf að nota hana meira í skipunum og fylgja þessu betur eftir. Kynna þarf staðsetningu björgunar- búnaðar og fræða um notkun hans. Það þarf einnig að sýna nýliðum skipið því mörg dæmi eru um að menn hafi villst um borð fyrstu dagana. Oddur sagði að það væri ekki nóg að setja upp merking- ar í skipum t.d. um lokun vatnsþéttra rýma, heldur verður einnig að segja mönnum um borð frá þessu og undir- strika mikilvægi þess að þessar hurðir séu tryggilega lokaðar. Oddur hélt því fram að gera eigi sömu kröfur um öryggisfræðslu fyrir áhafnir fiskiskipa og flutningaskipa. Hann sagð- ist vilja sem vélstjóri fá meiri fræðslu um að berjast við eldsvoða, því vélstjórar lenda helst í því að koma að eldi fyrstir manna. Hann benti á að gerðar eru kröf- ur um að yfirmenn á kaupskipum taki sérstök framhaldsnámskeið í eldvörnum en ekki eru slíkar kröfur á fiskiskipun- um. Oddur sagði að mikil breyting hafi orðið til batnaðar eftir að hjálmar með fjarskiptabúnaði voru teknir í notkun. Þörf er á að hanna sérstaka hjálma sem henta til notkunar á sjó og það er gríðar- lega mikið öryggisatriði. Oddur benti á að mikil óvissa væri varðandi björgunarþyrlur og að það verði að huga betur að þessum málum. Við verðum að berjast fyrir fleiri þyrlum. Oddur vildi hafa eina þyrlu til taks á ýmsum stöðum á landinu þ.e.a.s. að hún sé ekki alltaf staðsett í sama landshluta heldur í þeim hluta þar sem þörfin er mest hverju sinni, t.d. þar sem mest er um fiskiskip á hverjum tíma. Hann sagði að hægt væri að gera þarfagreiningu vegna staðsetningar þyrlunnar. Mikil umræða var að loknum fyrir- lestrum og er hér minnst á nokkur atriði. Fram kom að upplýsingakerfi urn veður og sjólag á netinu væri mikið notað af sjómönnum á svæðinu í dag, þ.e.a.s. á þeim stöðum þar sem aðgangur er að há- hraðatengingu en þessi tenging væri þó ekki enn fyrir hendi á Þórshöfn en að sögn væntanleg eftir áramótin. Rætt var um geymslu eldsneytis fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar á svæðinu og sagt að björgunarsveitin á staðnum telji mikilvægt að þyrlurnar geti fengið eldsneyti á svæðinu og er hún tilbúin til að aðstoða við þetta. Fram kom að þetta mál verði skoðað hjá Landhelgisgæsl- unni. Umræða var um björgunar- og öryggis- búnað í skipum og voru allir sammála um mikilvægi þess að öryggishjálmar séu notaðir ásamt fjarskiptabúnaði. Björgun- arbúningar komu til tals og hníga öll rök í þá átt að krefjast þurfi búninga fyrir alla í áhöfn sérhvers skips. Frágangur akkerisbúnaðar í smábátum var gagnrýndur og sagt að búnaðurinn væri oft í nokkrum hlutum á hinum og þessum stöðum um borð og þyrfti jafnvel að byrja á að tengja þá saman áður en akkerið væri sett út. Það væri hætlulegt sérstaklega nærri landi enda er mikið rek á smábátunum. Þennan búnað þarf að endurbæta í smábátunum. Fram kom að reglur séu til um hvernig frágangur akk- erisbúnaðar smábáta á að vera og ef hann er eins og hér var lýst þá er hann ólög- legur. Ef skoðunaraðili hefur ekki gert athugasemd vegna þessa þá er hann ekki að sinna slarfi sínu eins og vera ber. Rætt var um björgunaræfingar í skip- um og var bent á að æfingar séu ekki haldnar samkvæmt kröfum þar um. Gerðar eru tam. kröfur um að í fiskiskip- um 15 metra að lengd eða Iengri séu báta- og brunaæfingar haldnar mánaðar- lega. Fram kom að samkvæmt reglugerð þá hefur Siglingastofnun heimild til að láta Landhelgisgæsluna athuga hvort æf- ingar séu haldnar í skipunum. Ljóst er að það þarf aðhald til að fá skipstjórnar- menn til að halda reglulegar æfingar samkvæmt kröfum. 30 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.