Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 4
Að vera sjómaður Gnægtarþjóðfélag nútímans hefur haft endaskipti á öllu sem snýr að lífi og tilveru okkar á öllum sviðum. Petta á sennilega bet- ur við um sjómannastéttina en nokkra aðra starfsstétt íslensks at- vinnulífs. Krafan um aukin lífsgæði og innihaldsríkt fjölskyldulíf er allsráðandi og sjálfsögð í hugum flestra, en þar komum við einmitt að þeirri sérstöðu sem sjómaðurinn lifir við. Hér áður fyrr fyrir, 20-30 árum, var ekki mikið um að sjómenn tækju sér frí. 1-2 túrar á ári hjá togarasjómanni þótti vel í lagt. Ekki þótti við hæfi að menn tækju sér frí á vetrarvertíð þótt ekki væri nema einn róður og almennt séð má fullyrða að frítökur hafi ekki tíðkast svo neinu næmi nema helst ef nákomnir ættingjar féllu frá. Veikinda- frí var hugtak sem ekki þekktist á þeim tíma og fræg er sagan um hásetann sem staulaðist upp í brú og tilkynnti skipstjóranum að hann væri með sting, en eins og flestir muna þá brást skipstjórinn við með þeim hætti að segja: Jú, það er það sem okkur vantar einmitt niður í lest, mann með sting og pillaðu þig niður.” Þangað fór maðurinn og dó drottni sínum. Margur sjómaðurinn býr við þá lífsreynslu að börnin hans eru allt í einu orðin fullorðin eins og hendi veifað og þá leitar gjarnan á menn sú tilfinning að þeir hafi misst af einhverju stókostlegu og óafturkræfu. Sem bet- ur fer hefur þetta ástand farið batnandi með árunum og er í ákveðnum tilvikum sem, reyndar eru enn allt of fá, orðið með þeim hætti að um hreina byltingu er að ræða frá því sem áður var. Þótt sjómannsstarfið nú á tímum valdi röskun á lífsmynstri fólks sem við það býr þá vil ég meina að talsverður fjöldi íslenskra sjómanna hafi nú tök á fríum sem standist á ársgrundvelli sam- jöfnuð við ýmsar starfsstéttir aðrar. Með hliðsjón af þeim stór- auknu kröfum sem fólk gerir til lífsins gæða þá blasir það við að betur má ef duga skal í þessum efnum. Frum forsenda þess að dugandi menn geri sjómennskuna að ævistarfi, felst í því að kjör þeirra og afkoma sé með þeim hætti að þeir geti notið samvista með sínum nánustu, a.m.k. í sama mæli og gengur og gerist hjá þeim sem í landi starfa. Langt er til lands í þessum efnum, en ef við bærum gæfu til að koma málum í slíkan farveg þá þurfum við engu að kvíða. Sjómannadagurinn er framundan. Þessi dagur hefur rétt eins og þjóðfélagið allt tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þótt framkvæmd og uppákomur dagsins breytist í tímans rás þá stend- ur það óhaggað að dugandi sjómannastétt er, svo langt sem séð verður, hornsteinn þjóðfélagsins. Kæru félagar. Til hamingju með daginn Árni Bjarnason Útgcfandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu viö Farrnanua og fiskimannasambantl íslands. Afgrciðsla og áskrift: 462-2515/ nctfang, jonhjalla@hotniail.com Ritst jóri og ábyrgðarmaður: jón Hjaltason. sími 462-2515, nctfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavegi 101B, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Sígn'm Gissurardóttir, sími 587-4647. Ritnelnd: Ární Bjarnason, l lilmar Snorrason og Jón I Ijaliason. Borseli I FSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: (iutenberg. Aðildarfclög I FSÍ: f elag skipstjórnarmanna, Félag íslcnskra loftskeytamanna, l élag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Vikingur kemur út Ijórum sinnum á ári og er dreifl til allra félagstnanna r i sí. yfirlit Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 6-11 Ólafur Ragnarsson: Ég hjálpaði ríkinu að flytja inn svoKtið af áfengi. 12-14 Hilmar Snorrason: Jón Vídalín, Sunnutindur, Kambaröst, Hólmatindue, Jílíus Geirmundsson, Krossavík, Fengur; öll í Namibíu. 16-18 Gógó, elsti sjómaður flotans. Bernharð Haraldsson ræðir við hann. 20-21 Myndaopnan er að þessu sinni frá fiskidögum á Dalvík. 22-26 Hélt þetta væri gamansemi: Valgeir Sigurðsson ræðir við sjókokkinn Svein Valtýsson. 28-30 Ingimundur Valgeirsson: Málfundir um öryggismál sjófarenda 2005-2006. 31 Fjöltækniskólinn; hagnýtt nám í rekstri og stjórnun. 32-35 Brunel er maðurinn sem Bretar nútímans segja ann- an af tveimur merkustu samlöndum sínum. Þórdís Bernharðsdóttir fjallar um sögu skipasmíða. 36 Friðrik V: Fiskur á grillið. 38-40 Gunnar Guðmundsson skrifar um ótrúlega þrekraun tveggja doríu-sjómanna. Reru samfleytt í fimm daga og fimm nætur. 42-44 Ragnar Hólm Ragnarsson: Hilmar Hansson sleppir risa-ísaldarurriða. 46-56 Súesskurðurinn, saga hans rakin frá dögum faraóana. 51 Lausn seinustu krossgátu. 55 Krossgátan. 56 Rökhyggja karlmanna. 58-60 Utan úr heimi Hilmars Snorrasonar: Ný hætta steðjar að hvölum. 61 Skaginn og Scanvaegt sameina kraftana. 64 Hilmar Snorrason siglir um netið. 66 Raddir af sjónum: Allt um Nigara (sem ritstjórinn vissi ekki). Forstðumyndin: Sigurbjðrg ÓF-1 í ágjöf og ísingu. Mynd: Bjðrn Valur Gtslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.