Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 58
Hilmar Snorrason skipstjóri PUtan úr heimi Indverjar í hættu Unnið er að því að setja nýjar reglur um tilkynningar á öllum atvikum sem tengjast indverskum sjómönnum. Ástæða þessa er að sjálfsvígstíðni, morð og slæm heilsa indverskra sjómanna fer vaxandi. Indverska siglingamálastofnunin hefur fylgst náið með ástandi indverskra sjómanna á skipum undir erlendum fánum og bent á að streita og þreyta hefur aukist til muna vegna fækk- unar í áhöfnum skipa. Pá hafa indverskir sjómenn horfið við grunsamlegar aðstæður. Miklar œfingar hafafariðfram víða um heim i viðleitni til að sigrast á hryðjuverkamönnum sem hafa hertekið skip. Snögg æfing Indónesíski sjóherinn hélt fyrir skömmu gríðarmikla æfingu í að ráða niðurlögum sjóræningja. Tilgangurinn var að æfa 25 sérþjálfaða hermenn í að frelsa hundruði farþega úr klóm sjó- ræningja sem hefðu rænt farþegaskipi á Malagasundi. Fimmtán yfirmenn í hernum léku hryðjuverkamenn sem höfðu hertekið ríkisferjuna Kelud. Hótuðu þeir að sprengja ferj- una í loft upp ef félögum þeirra í indónesískum fangelsum væri ekki sleppt. Um 1400 hundruð farþegar voru um borð í ferj- unni á æfingunni en það tók sérþjálfuðu hermennina aðeins 20 mínútur að komasl um borð og yfirbuga hryðjuverkamennina. Vel af sér vikið hjá þeim. Gámaskór hættulegir? Ekki er langt síðan að ný gerð sjálfvirkra gámaskóa fóru að ryðja sér til rúms á gámaskipum og þóttu þeir mikil bylting fyrir þá sem starfa við lestun og losun gámaskipa. En ekki er allt gull sem glóir. Rannsóknir á orsökum þess að fjöldi gáma hefur fall- ið fyrir borð af gámaskipum hafa leitt athyglina að sjálfvirku gámaskónum. Nú er svo komið að Germanischer Lloyd er tekið að hvetja viðskiptavini sína til að draga úr notkun gámaskónna títtnefndu en þeir hyggjast fara út í viðamiklar prófanir á gáma- skónum um borð í 8000 TEU gámaskipi til að reyna að finna or- sakir þess að gámar falla svo oft fyrir borð sem raun ber vitni. Hvalir í hættu Mesta ógnun hvala í Miðjarðarhafi hafa til þessa verið hval- veiðimenn og mengun. En nú hefur þriðja ógnin bæst við. Á ráðstefnu sem nýlega var haldin í Túnis kom fram að 20% land- rekinna hvala höfðu áverka sem bentu til að skip hefðu siglt á þá. Pað er þá heldur betur verkefni fyrir Greenpeace að banna siglingar um heimshöfin. í Japan er þó tekist á um það hvort hraðferjan Toppy 4 hafi siglt á hval eða trédrumb undan strönd Kyushu með þeim afleiðingum að 90 farþegar slösuðust og margir alvarlega. Dauðsmannshnappur Siglingayfirvöld á Bahama og Danmörku ætla að leggja fram kröfur um að skylt verði að hafa viðvörunarhnapp á stjórnpalli skipa eða svokallaðan dauðsmannshnapp. Hlutverk hans er að sjá til þess að þeir sem eru á stjórnpalli séu vakandi við störf sín. Kveikja kröfunnar um hnappinn er ásigling gámaskipsins Karen Danielsen, sem í eina tíð bar nafnið Mánafoss, á Stóra- beltisbrúna í mars á síðasta ári. En þá lést króatískur yfirstýri- maður sem talið er að hafi sofnað á stjórnpalli. Áfengismagn í blóði hans var þrisvar sinnum hærra en leyfileg mörk sögðu til um. Bláa frúin Indverskir brotajárnskaupmenn eru enn sagðir sýna hinu fræga 76 þúsund tonna skemmtiferðaskipi, Norway, áhuga þrátt fyrir að asbest sé meðal þess sem fylgir i kaupunum. Mikil leynd hefur verið á þessum þreifingum indversku brotajárns- kaupmannanna en skipið, sem nú heitir Blue Lady, liggur nú fyrir utan höfnina í Port Klang í Malasíu. Þangað kom skipið í ágúst á síðasta ári og bíður þar örlaga sinna. Niðurrif skipa á Indlandi hefur sætt miklum árásum frá umhverfissinnum og menn benda á að niðurrif í Alang sé í andarslitrunum en þessi staður var um skeið einn sá stærsti í heiminum í niðurrifi skipa. Stcersta sauðaflutningaskip heims fyrir 25 árum síðan, Al Shuwaikh. Fyrir 25 árum síðan Ég ætla hér með að byrja í pistlum mínum að rifja upp hvað var að gerast hér fyrr á árum. Sagnirnar verða skrifaðar rniðað við þann tíma sem atburðirnir áttu sér stað. Fyrir 25 árum síðan gerðist sá atburður að 80 þúsund tonna norsku tankskipi var breytt til flutninga á lifandi sauðfé. Skip- ið, sem fékk nafnið A1 Shuwaikh, gat eftir breytingar flutt 125 þúsund sauðfjár og var þar með stærsta sauðaflutningaskip þess tíma. Þegar skipið var smíðað kostaði það 8 milljónir dollara en breytingarnar kostuðu aðeins 20 milljónir dollara. Skipið hefur 14 þilför sem öll eru föst þannig að skipið mun ekki geta flutt stærri skepnur en sauðfé. A1 Shuwaikh er í eigu kúveisks fyrir- tækis sem þegar hefur látið breyta smærri tankskipum til sams- konar flutninga. 58 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.