Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 6
Texti: Fjölmiðlastofan ehf. Hann sigldi út um höfin maí háUa öld Rcett við Ólaf Ragnarsson, skipstjóra og stýrimann,um sjómennsku á heimshöfunum þvældist á ýmsum togurum og bátum, reri meðal annars frá Vestmannaeyjum. Árið 1961 fór ég i Stýrimannaskólann og lauk fiskimannaprófinu 1963. Eftir það var ég stýrimaður á togurum og bátum. Á þessum árum var ég mjög dyggur þjónn Bakkusar. Ég fékk mörg tækifæri til frama, en metnaðurinn var ekki upp á marga fiska og ég reyndi að sniðganga á- byrgðina. Ég var á tímabili háseti á Stuðlafossi. Þá varð ég fyrir slysi; datt niður í lest og hryggbrotnaði. í framhaldi af því var ljóst að ég ætti ekki framtíð fyrir mér á fiskiskipum og fór því að huga að frekari skólagöngu. Aftur á skólabckk - Dag nokkurn hitli ég á förnum vegi Jónas Sigurðsson, skólastjóra Stýri- mannaskólans. Ég var rakur og upplits- djarfur og spurði hann hvort ég gæti komst í þriðja bekk þá um haustið. Hann taldi engin tormerki á því. Um haustið hringdi ég í hann og spurði hvort hann myndi eflir mér. Hann kvað svo vera, hann myndi alltaf eftir gömlum og góð- um nemendum. Ég hafði útskrifast úr öðrum bekk með afar lélegar einkunnir. Ég spurði Jónas hvort hann myndi eftir einkunnunum. Já Ólafur, svaraði hann, ég man eftir þeim. Og ég man líka eftir því af hverju þær voru svona lágar. Eldborgin siglir út úr Reykjavíkurhöfn með um það bil 700 farþega sem eru á leiðinni upp á Skaga eftir ónefndan úrslitaleik í knattspyrnu. Olafur Ragnarsson fór til sjós fjórtán ára. Þegar hann fór í land vegna heilsubrests í ársbyrjun 2004, hafði hann verið hálfa öld á sjónum og ári bet- ur. Þar af sigldi hann um nánast öll heimsins höf í hálfan annan áratug sem stýrimaður á dönskum og norskuin skip- um. Ólafur segir frá í viðtali við Sjó- mannablaðið Víking. Skipsjómfrúin - Ég fæddist í Keflavík í ágúst 1938, en var alinn upp í Borgarnesi. Sjómennsku- ferill minn hófst 1953, þegar ég réði mig á Eldborgina, sem var í farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness. Eldborg- in var í þessum siglingum á tímabilinu milli þess að Laxfoss strandaði og Akra- borgin kom. Ég var fjórtán ára gamall og Úlafur í brúnni á Danica Brown. var í fyrstu nokkurs konar skipsjómfrú. Mitt hlutverk var að snúast í kringum far- þegana og hreinsa upp eftir þá æluna. Sjálfur var ég drullusjóveikur. Síðan varð ég hjálparkokkur á Eldborginni. í þjónustu Bakkusar - Ég var á Eldborginni í rúm tvö ár. Af henni fór ég sem háseti á togarann Þor- kel mána og þá hófst togara- og báta- mennska mín sem stóð næstu árin. Ég 6 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.