Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 10
 Ólafur fyrir tveimur árum. gæti ekki fengið að byrja sem þriðji stýri- maður og vinna mig upp. Það töldu þeir af og frá. Skýringin var sú að ég var með það langan starfsaldur að þeir neyddust til að borga mér yfirstýrimannskaup, þó svo að ég væri aðeins þriðji stýrimaður. Þeir vildu fá stráka nýkomna úr skóla í það. Ég sló því til og var á olíudallinum í fjóra mánuði. Við vorum á leiðinni til Kuwait þegar Saddam Hussein réðist inn í landið og lágum í margar vikur fyrir utan Persaflóann. Einn daginn töldum við um þrjú hundruð súpertankara sem þarna lágu vegna stríðsins. í þjónustu H. Folmer - Eftir þessi ævintýri hélt ég aftur til Danmerkur og fór að starfa sem stýri- maður fyrir H. Folmer, danskt útgerðar- Aðstoð við áfengisinnflutning - Þegar ég réði mig á írisi Borg var um það samið að ég ynni í þrjá mánuði en fengi svo frí í einn mánuð á fullum laun- um. Skömmu eftir að ég var kominn heim i fyrsta fríið kom skeyti þar sem til- kynnt var að búið væri að selja skipið til Noregs. Ég fékk þriggja mánaða laun með þökk fyrir gott samstarf. Ég fór nú á Hofsjökul og var þriðji og annar stýri- maður þar. Meðan ég var þar reyndi ég að hjálpa ríkinu að flytja inn svolítið af brennivíni. Ég var tekinn tvisvar og ját- aði brot mitt fyrir tollgæslunni. Þetta voru eilthvað um hundrað lítrar af vodka. í Bandaríkjunum gat maður ein- faldlega tekið leigubíl og keypt áfengið í næstu vínbúð, þetta var svo ódýrt. Hofs- jökull var æfingastöð lollvarða í mörg ár. Persaflóastríðið - Ég var settur í land í kælingu. Þetta var 1990. Ég ákvað að reyna fyrir mér er- lendis og hélt til Kaupmannahafnar. Ég réði mig fljótlega sem stýrimann á 80 þúsund tonna olíudall. Þegar ég kom út gat ég valið úr jobbum sem yfirstýrimað- ur á stórum búlkurum. Ég treysti mér ekki í það í fyrstu og spurði hvort ég N Haváng, sem var sænskt, að koma til Malmö en Ólafur var yfirstýrimaður um borð. Kveðja frá Arafat - Síðar fórum við á írisi Borg til ísrael. Við lestuðum appel- sínur, sem Palestínumenn á Gasaströndinni ræktuðu. Evr- ópubandalagið með Hollend- inga í broddi fylkingar voru að hjálpa Palestínumönnunum að koma vöru sinni á markað í Evrópu og kostuðu flutninginn. Hollenska sjónvarpið fylgdist með öllu saman. Kvöldið sem við héldum úr höfn kom Hol- léndingurinn sem stjórnaði að- gerðum til mín og tjáði mér að Arafat hefði hringt í sig til að þakka fyrir aðstoðina og hann hefði sérstaklega beðið að heilsa skipstjóranum á skipinu sem flytti appelsínurnar til Evr- ópu. Hann varð skrýtinn á svip og spurði hvort ég væri alveg viss um að ég vildi halda kyrru fyrir. Þegar ég stóð fastur á því sagði hann með áhersluþunga: Þú ræður því, en ég ráðlegg ykkur að vera ekki mikið á ferli eftir að fer að skyggja og alls ekki í hvítum skyrtum. Mér þótti þetta einkennilegt heilræði í fyrstu en síðar rann upp fyrir mér að auðvitað væri maður betra skotmark í myrkri ef hann væri í hvítri skyrtu. Úr hvaða efni eru taugarnar á þér? - Þarna lágum við í eina tvo daga og ekkert lát á átökum í borginni. Á þriðja Þessi veiddist i Kyrrahafinu. degi datt hins vegar allt í dúnalogn og þá komu hin skipin inn af ytri höfninni hvert af öðru. Fyrir aftan okkur við bryggjuna lagðist rússneskt skip. Svo vildi til að hleðslutækið við loftskeyta- tækin okkar var bilað svo ég fór um borð í rússneska skipið eftir aðstoð þar sem ég vissi að rússarnir voru alltaf með raf- virkja í áhöfninni. Ég spurði um kaftein- inn og var leiddur til hans. Hann bauð upp á kóla og við settumst niður. Hann horfði á mig þegjandi góða stund en sagði svo: Já, það er gaman að sjá loksins þennan fræga mann. Ég spurði í forundr- an hvað hann ætti við. Ja, þú ert búinn að vera aðalumræðuefnið á ytri höfninni síðustu sólarhringana, sagði hann. Menn skilja ekki úr hvaða efni taugarnar í þér eru! Þá rann upp fyrir mér, hvers konar græningi ég hafði verið. Rússinn og fleiri á skip- unum á ytri höfninni vissu hvað stríð var, ekki ég. 10 - Sjómannablaðíð Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.