Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 46
Súesskurðurinn Verkið að hefjast. Verkamennirnir stríddu meðal annars við miklaflugnaplágu. Flugurnar voru ekki stórar en sóttu af mikilli ákefð í mcnn og þá helst augun. Ein mikilvægasta siglingaleið heimsins liggur á mörkum tveggja heimsálfa, Afríku og Asíu. Þetta er hinn 168 kíló- metra langi Súesskurður er tengir saman Miðjarðarhaf og Rauðahaf. Stærstu gámaflutningaskip heims geta siglt um skurðinn og fara um hann á milli 16 og 18 þúsund skip árlega. Árið 2003 fóru 7,5% af öllum flutningi á sjó um skurðinn. Engir voru meira á móti lagningu Sú- esskurðar en Bretar en í nálega heila öld högnuðust engir meira á honum en þeir. hað þurfti sannarlega blindan mann til að sjá ekki hvers kyns hagræði mesta sjóveldi 19. aldar var af þriðjungs stytt- ingu sjóleiðarinnar frá Evrópu til fjarlæg- ari landa Asíu og til Indlands um helm- ing. Petta sáu reyndar Bretar sjálfir, að minnsta kosti þeir sem ekki voru slegnir pólitískri blindu. Sama ár og Súesskurð- urinn var opnaður 1869 skrifaði breskur blaðamaður um skurðinn; „ ... frönsk at- orka rak framkvæmdina áfram, Egyptar borguðu en Bretar rnunu uppskera.” Á dögum faraóanna Blessun Nílar skein ekki langt út frá Ótrúlegt mannvirhi í miðrí auðninni. Það tók fjóra til sex tnánuði að sigla frá Ermarsundi, fyrir Cóðrarvonarhöfða, til Indlands. Þessi staðreynd var forsenda athafnasemi de Lesseps i Egypta- landi. fljótinu mikla. En þegar þetta litla græna svæði við ána Níl var nafli alheimsins hugleiddu forsjármenn þess hvernig þeir gætu sem best tryggt verslunarsambönd sín í austurveg og tengt ríkið verslunar- leiðunuin við Rauðahafið. Egyptar voru snillingar í að grafa vatnsveituskurði og nú beittu þeir þess- ari kunnáttu sinni til að gera fyrsta skipaskurð heimsins, úr sjálfri Nfl. Hann lá yfir eyðimörkina, um nokkur vötn og þaðan í Rauðahafið. „Þessi skurður var fyrst grafinn af Sesostris fyrir daga orustunnar um Troju.” skrifaði sagnaritarinn Strabo. Herodotus minntist líka á þennan inerkilega skurð og sagði það taka fjóra daga að sigla hann. Og að ekki færri en 100.000 Egyptar hefðu látið lífið við að grafa skurðinn. Af þessum fátæklegu heimildum, sem finnanlegar eru um upphaf Súesskurðar- ins, má ætla að hann hafi orðið til um 2000 fyrir Krist. Faraóunum var þó mis- jafnlega umhugað um að viðhalda sigl- ingaleiðinni á milli Nílar og Rauðahafs og stundum fékk sandurinn að taka völdin. Á öðrum tímum var hann grafinn upp aftur, til dæmis um daga Daríusar fyrsta, Persakonungs (um 500 fyrir Krist), en til er steináletrun þar sem seg- ir: „Ég er Persi, og með miklurn mætti Persíu lagði ég undir mig Egyptaland. Ég fyrirskipaði að grafinn skyldi skurður frá ánni Pirava [Níl], sein rennur í Egypta- landi, lil sjávar sem bylgjast út af Persíu [Rauðahafið]. Þessi skurður var síðan grafinn eins og ég hafði fyrirskipað ... “ Við dauða Alexanders mikla komst Ptolemyættin til valda í Egyptalandi og beitti sér fyrir endurnýjun skipaskurðar- ins til Rauðahafs. Sama gerðu Rómverjar og seinna Arabar en það var einnig fyrir atbeina þeirra að skurðurinn var á 8. öld eftir Krist fylltur upp, að minnsta kosti að hluta til, náttúran sá um afganginn. Og í meira en þúsund ár var þessi gamla skipaleið gleymd og grafin. Napóleon til Egyptalands Það leið að aldamótum 1800. Stríðs- herrar Evrópu voru teknir að mæðast og Frakkar stóðu uppi með pálmann í höndunum, ekki síst vegna snilligáfu hershöfðingjans, Napóleons Bonaparte. Aðeins Englendingar þumbuðust á móti og í ársbyrjun 1797 velti Napóleon því fyrir sér hvort ekki væri réttast að gera innrás í England en komst um síðir að 46 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.