Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 59
Hnn verra á Filippseyjum Þótt vandinn sé mikill í Kína er ástandið þó verra á Filipps- eyjum. Þar í landi voru menn að útskrifa u.þ.b. 5000 yfirmenn árlega en á síðasta ári var enginn útskrifaður í stöður annars og þriðja stýrimanns þar í landi. Sömu sögu er að segja um vél- stjóra en enginn var útskrifaður með réttindi þriðja eða fjórða vélstjóra. Áhyggjur Filippseyinga eru þvi miklar þar sem á sama tíma fer skortur á sjómönnum vaxandi. Reyndar virðist sú staða einnig vera uppi hér á landi. En hver skyldi vera á- stæða þess að engir útskrifuðust úr skólum á þessu ári. Menn hafa meðal annars horft til þess að sjómennska er ekki lengur nokkuð sem vekur áhuga en einnig líta menn til þess að strang- ari prófkröfur hafa verið settar þar í landi. Nafngiftir danska flotans Hjá danska sjóhernum er sú hefð að skip hennar hátignar bera ekki nöfn lifandi manna né kvenna. Á þessu er reyndar ein undantekning. Á síðari hluta síðustu aldar voru þýskir sjó- menn að mikið við veiðar norðan við fiskveiðilögsögu milli Danmerkur og Þýskalands. Til að stemma stigu við ólöglegum veiðum þeirra neyddust Danir til að koma sér upp hraðskreið- um varðbát þar sem Þjóðverjarnir voru á gangmiklum smábát- um við þessar veiðar. Þeir varðbátar sem þá voru staðsettir í Esbjerg áttu ekki möguleika á að að sigla uppi þýsku bátana. Var ákveðið að fá gangmikinn varðbát lil verkefnisins. Flolinn átti hraðskreiðan bát sem bar einkennið Y 379 og var staðsetlur í flotastöðinni á Korsör. Ákveðið var að flytja hann til Esbjerg en þá þurfti hann að sigla norður og í gegnum Limafjörðinn. Á þeirri leið var höfð viðkoma í Álaborg þar sem skipverjarnir tveir fengu sér smá hvíld. Annar þeirra fór í land og hitti þar „ágætlega þekkta” konu, sem hét Trine” sem hann bauð um borð til að skoða bátinn. Segir fátt af þeim fram til morguns. Eftir brottför fóru menn að kalla varðbátinn „Trine” og varð það meðal annars nafnið sem báturinn var einkenndur með þegar kallað var í hann frá öðrum skipum og strandstöðvum. Gekk þetta svo langt að sett var nafnskilti á skipið með um- ræddu nafni. Ekki voru nema fáir menn sem vissu hvernig á nafninu stóð en þegar það komst í hámæli var það snarlega fjarlægt af bátnum og úr skrám flotans. Netföng á reiki Nýlega féll dómur í London vegna málsóknar útgerðar á hendur farmeiganda. Deilur höfðu komið upp á milli útgerðar skips og farmeiganda um greiðslur á farmi sem skip útgerðar- innar ílutti. Samkvæmt ákvæðum samnings þeirra þurfti út- gerðin að gera skrifiegar kröfur á hendur hins aðilans ef greiðsl- ur bærust ekki. Þegar ekkert bólaði á peningunum var lögfræðingi útgerðar- innar fengið málið í hendur. Hann fór á netið og fann netfang farmeigandans og sendi honum tölvupóst varðandi kröfur um flutningsgjöldin. Lögfræðingurinn fékk engin viðbrögð við tölvupóstinum þrátt fyrir ítrekaðar sendingar á netfangið sem hann fékk á heimasíðu Lloyds í London. Eftir fjölda sendinga á netfangið, sem upp var gefið á heimasíðunni, ákvað lögfræðing- urinn að senda bréf með hefðbundnum hætti. Var því strax svarað og því borið við að umrætt netfang væri löngu komið úr notkun hjá fyrirtækinu. Þá var langt um liðið síðan lögfræð- ingur útgerðarinnar hóf tölvusendingar til farmeigandans og dráttarvextir samkvæmt farmsamningnum orðnir mjög háir. Þegar hér var komið sögu bar farmeigandinn því við að um- rætt netfang hefði ekki verið í notkun og hann því ekki fengið tölvupóstinn sem útgerðin sendi honum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að farmeigandinn bæri ábyrgð netfanginu sem væri að finna á síðu Lloyds og sending á það jafngilti póstlögðu bréfi. Það væri á ábyrgð eiganda net- fangsins að tilkynna breytt netfang og að hægt hefði verið að setja sjálfvirka svörun á viðkomandi netfang sem tilkynnti að senda þyrfti póst á annað netfang en það sem gefið væri upp á heimasíðunni og sem lögfræðingur útgerðarinnar notaði. Sam- kvæmt þessu er eins gott að passa upp á netföngin sín því þessi dórnur mun eflaust hafa fordæmisgildi fyrir fleiri lönd en Bret- land. Risar í Kina Tvær stærstu gámaskipaútgerðir Kínverja eru COSCO og China Shipping. Þessar útgerðir stefna að því að verða súperrisar í gámaflutningum. COSCO hefur pantað 13 ný skip af stærðargráðunni 9 til 10 þúsund TEU en China Shipping kappkostar að leita uppi fyrirtæki til að yfirtaka. í dag er COSCO sjöunda stærsta skipafélag heims með 118 skip (294 þúsund TEU) og 25 í smíðum (192 þúsund TEU). China Shipping er áttunda stærsta útgerðin, með 103 skip (279 þúsund TEU) og 40 skip í smíðurn (236 þúsund TEU), en stefn- ir á að verða þriðja stærsta útgerð í heimi fyrir árið 2010. Kínverjar stefna á að eiga 22 skipakvíar fyrir risaolíuskip fyrir árið 2009. Skipasmíðarisi í uppsiglingu Þótt Kínverjar standi frammi fyrir skorti á sjómönnum þá eru þeir síður en svo að horfa upp á erfiðleika í skipasmíðum. Nú segja menn að tígurinn hafi loks vaknað. Horfa menn nú frarn til þess að á næstu árunt muni Kínverjar verða stærri en Japanir og Suður-Kóreumenn í skipasmíði en þeir eru nú þegar orðnir þriðju umsvifamestu skipasmiðir heimsins. Þá er búist við að bæði kaupskipa og herskipastóll landsins muni vaxa umtalsvert á sarna tíma. í Kína eru skipakvíar þar sem unnt er að smíða risaolíuskip (VLCC) en Japan og Kórea hafa 14 slíkar hvor. Árið 2009 munu Kínverjar vera komnir nreð 22 í notkun. Þá er bara spurningin hvort þeir þurfi ekki, eins og aðrar þjóðir, að fara að manna skip sin með erlendum sjómönnum. En hvar á að taka þá sjómenn, er stóra spurningin. Sjómannablaðið Víkingur - 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.