Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 16
Bernharð Haraldsson tekur hús á Ragnari Sigtryggssyni Ljósmyndir, Björn Valur Gíslason stýrimaður á Kleifabergi Þau bjuggu nær alla sína tið í Norður- götu 28 á Oddeyrinni á Akureyri hjónin Anna Lýðsdóttir (1893-1986), kennari frá Skriðnesenni í Bitru í Strandasýslu og Sigtryggur Sigurðsson (1888-1950), skipasmiður, frá Atlastöð- um í Svarfaðardal. Pau hófu búskapinn i Hrísey og þar fæddist þeim elsti sonur- inn, Lýður (1921-1983), sem ungur fór til Danmerkur og siðar Noregs að læra tónlist, varð þar kunnur harmonikku- leikari og sirkusstjórnandi. Hinir tveir fæddust á Akureyri, Ragnar, f. 1925, knattspyrnumaður og húsagagnabólstr- ari, sem gerðist togarasjómaður, þá kom- inn nokkuð á áttræðisaldurinn, þegar flestir hafa sett sitt skip upp og Her- mann, f. 1931, íþróttakennari, æskulýðs- fulltrúi Akureyrar um áratugi, fjölhæfur íþróttamaður á yngri árum. Miðstrákurinn, Ragnar, er reyndar sjaldnast nefndur skírnarnafni sínu, heldur Gógó, gælunafninu, sem hefur fylgt honum í gegnum lífið. Knattspyrnan í þá daga var fátt um leiktæki og bolt- inn oft það eina sem bauðst. Pað varð upphafið að löngum og farsælum knatt- spyrnuferli, þvi pilturinn gekk í KA og spilaði með öllum flokkum félagsins, í þriðja flokki þegar 10 ára, og frá fimmt- Gógó. án ára aldri spilaði hann með meistara- flokki allt til ársins 1961, að hann lagði skóna á hilluna, 36 ára. Markaskor hans er óþekkt, en hún var há. Gógó varð fyrsti landsliðsmaður Akureyringa í knattspyrnu, lék móti Belgum í Reykja- vík haustið 1957 og stóð sig vel, hefði átt að vera kominn miklu fyrr í landsliðið. Bólstrun En menn lifa ekki af áhugamálinu, þótt það sé skemmtilegt. Nítján ára hóf hann því nám í húsgagnabólstrun og stundaði hana í 31 ár. Pá söðlaði hann um, enda bólstrun að dragast saman, og gerist lagerstjóri hjá Niðursuðuverk- smiðju KJ á Akureyri. Þar var hann í fimmtán ár og þá kominn á þann aldur, að flestum þætti rétt að rifa seglin. Til sjós Eins og áður segir var hann Gógó kominn á áttræðisaldurinn, þegar hann fór sinn fyrsta túr til sjós. Þann starfs- vettvang þekkti hann alls ekki af eigin raun, hafði reyndar oft skroppið á trillu með tengdaföður sínum, svona rétt til gamans og til að veiða í soðið, eða bara til að vera úti. Því varð það honum nokkurt undrun- arefni, árið 1997, þegar hann var orðinn 72 ára, að Sigtryggur sonur hans, sem var og er togarasjómaður kom blað- skellandi heim og sagði:„Pabbi, ég er búinn að ráða þig á togara, sem Sjómaðurinn ATTRÆÐUR OG ENN AÐ 16 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.