Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Blaðsíða 26
kjötið. Það er nú einu sinni þannig. Strákarnir voru góðir og glaðlegir og ég hélt að þeir væru bara eitthvað að gant- ast. En svo spurðu þeir grafalvarlegir, hvort ég vildi ekki gefa þeim uppskrift að þessum glæsilega rétti. Ég gat ekki neitað þeim um það, sagði sem satt var, að ég steikti þetta fyrst á pönnu, hefði það svo í ofni í tuttugu mínútur og léti það síðan brjóta sig í kortér, áður en ég skæri það niður og bæri það fram, því að þá væri það orðið mjúkt og ljúffengt. Þegar ég hafði lokið þessum lýsingum, spurðu þeir mig, hvort þeir mættu ekki taka mynd af mér með kjötlærið í hönd- unum. Ég svaraði, að það væri svo sem velkomið, mín vegna, fór og sótti kjöt- læri í frystikistuna og sýndi þeim. Myndatakan tók hátt i þrjá klukkutíma, en úti var þrjátíu stiga hiti, og lærið var tekið að þiðna óþægilega mikið, þegar ég kom með það inn aftur! Ég hafði staðið í þeirri trú, allan tím- ann, að hér væri einungis um að ræða gamansemi ungra og uppátektasamra manna, en nokkrum dögum síðar koma þeir aftur til okkar og eru með splunku- nýja bók í höndunum. Þeir voru þá bún- ir að safna 143mur uppskriftum, frá hundrað fjörutíu og þrem skipum sem þeir höfðu heimsótt í þessum tilgangi. Þar á meðal var skipið „mitt” og mynd af sjálfum mér með kjötlærið góða. Þessu næst var hringt til mín og ég spurður, hvort ég samþykkti að mynd af mér væri látin framan á bókina. Ekki gat ég sett mig upp á móti því, en sagði að þeir skyldu ráða. Næst er svo frá því að segja, að úlgáfan lét gera stærðar flettiskilti á sjómannaheimilinu í Rotter- dam, þar sem ég tróna, með kjötlærið í höndunum. - og þá fyrst fór bókin að seljast! Það fannst mér bráðfyndið! Ég hélt nú að þessu máli væri lokið, og ég myndi aldrei heyra neitt frá þessum mönnum framar. En svo gerist það, þegar við vorum staddir úti Rotterdam, ennþá einu sinni, að þeir koma til mfn og spyrja hvort þeir megi ekki taka kvikmynd af mér þar sem ég sé að vinna um borð í skipinu. Þeir höfðu þá víst verið búnir að hringja hingað heim í þessu skyni, en ekki náð til mín, sem varla var von, þar sem ég var oftast úti á sjó. Ég svaraði þessari beiðni þeirra á þá leið, að mín vegna væri það velkomið, en auðvitað þyrftu þeir að fá leyfi skipstjórans til slíks. Svo var það nokkru síðar, þegar ég var kominn á Goðafoss og skipið var í slipp í Dan- mörku, að þeir sóttu okkur heim, hvorki meira né minna en sex manns, tveir myndatökumenn og svo einhverjir hjálp- armenn þeirra, og verkið stóð yfir í þrjá daga. Þama var sem sé gerð kvikmynd með sams konar efni og er í bókinni, - reyndar upp úr henni. í myndinni, eru fimm menn, svo að hér er að hluta til um tvö eintök af sama efni að ræða, annars vegar bók og hins vegar bíómynd. - Þú ert búinn að segja að þið hafið talað mikið saman, en varla hafa þeir sprokað á íslenzku úti í Rotterdam, blessaðir. Þú hlýtur að vera magnaður þýzkumaður, fyrst samtal ykkar gekk svona greitt. - Nei, ég er ekki mikill málamaður. Ég notaði aðeins enskuna, og svo voru það ungu mennirnir, skipsfélagar mínir, sem áttu að baki langa skólagöngu, - þeir björguðu því sem upp á vantaði. í myndinni tala ég eingöngu íslenzku, en spyrillinn talar við mig á þýzku. Nú, ég hafði þetta bara eins og ráðherrann okk- ar að austan, hann Vilhjálmur Hjálmars- son, alltaf talaði hann á íslenzku, við hvern sem í hlut átti, svo ég var þar í harla góðum félagsskap, og ekki leiðum að líkjast. - Það fer nú senn að líða að lokum þessa spjalls okkar, Sveinn, en ég má ekki sleppa þér úr augsýn án þess að leggja fyrir þig eina samvizkuspurningu: Það hefur löngum verið sagt um sjó- menn, -með réttu eða röngu- að þeir séu öðrum mönnum næmari á ýmis svoköll- uð dulræn fyrirbæri. Að þeir séu draum- spakir, jafnvel forspáir, og gott ef ekki hjátrúarfullir. Ert þú eitthvað af þessu, eða kannski þetta allt? - Ja, nú þarf ég að vanda mig. Hvað ég á að segja? Nei, ég er ekki þetta allt, því er fljótsvarað. Ég held að ég sé hvorki forspár né sérlega draumspakur. Hins vegar neita ég því ekki, að ég hafi séð mann, sem ég héit að ætti erindi við mig, svo ég gekk á eftir honum dálítinn spöl, en þá var hann allt í einu horfinn, svona upp úr þurru, og það um hábjartan dag- inn! En þetta gerðist ekki til sjós, heldur í Skíðaskálanum. - Ég segi þér kannski frá því einhverntíma seinna, ef við gef- um okkur tíma til. Ég ininnist þess aldrei að hafa heyrt um þessa hluti talað á þeim skipum þar sem ég starfaði, og aldrei vissi ég til þess að neitt slíkt bæri fyrir skipsfélaga mína. Aftur á móti man ég eftir því, að hafa stundum fengið undarlega tilfinningu, eins og eitthvað væri hjá mér sem ég hvorki sá né heyrði né vissi hvað var. Þú nefndir áðan hjátrú. Já, ég er svolítið hjátrúarfullur! Ég vil helzt ekki hefja framkvæmdir né heldur byrja á neinu meiri háttar verki á mánudögum eða miðvikudögum. En lengra held ég að hjátrú min nái nú ekki! En svo við víkjum aftur að þessu sem þú nefndir um hugsanlegan næmleika sjómanna gagnvart dularfullum fyrirbær- um, þá hygg ég að slíkt eigi miklu frem- ur við um fiskimenn heldur en þá sem stunda ntillilandasiglingar, enda eru þeir auðvitað í ennþá nánari snertingu við náttúruna heldur en farmennirnir. Ég man til dæmis vel eftir því, heiman úr Vestmannaeyjum, að gætinn og glöggur formaður fór ekki í róður að nrorgni dags, þótt veður væri gott og sléttur sjór, - aðeins vegna þess að hann hafði dreymt illa um nóttina. En upp úr miðjum degi var komið snarvitlaust veður. Hitt gat líka gerzt, að róið væri á einhvern tiltek- inn stað á miðunum, í dræmu fiskiríi, - og einmitt þar undir reyndist vera óður fiskur! Svona dæmi hygg ég að flestir vanir sjómenn þekki, af sjálfs sín reynslu eða annarra. - Að síðustu, Sveinn: Ert þú ekki stoltur og hreykinn af þeirri sæmd, sem þér og starfi þínu hefur hlotnazt á er- lendri grund, og sem við höfum verið að ræða hér að framan? - Ég held, að ég sé nú svo sem ekki neitt montnari en gengur og gerist! Hinu neita ég ekki, að mér þótli afar vænt um þetta, en ekki fyrst og fremst sjálfs mín vegna, heldur vegna þjóðar minnar. Einkum gladdi það mig fá tæki- færi til þess að auglýsa íslenzka lamba- kjötið meðal erlendra þjóða. Ég er ekki bóndi, en það er langt síðan ég skildi, að íslenzkir bændur framleiða langbeztu og hollustu matvæli í heiminum, og liggja til þess ýmsar ástæður. Þar skipar lamba- kjötið öndvegi. Engin önnur kjötfram- leiðsla, neins staðar þar sem ég þekki til, stendur framar þeirri íslenzku. Það væri okkur íslendingum holll að muna. En fegurst er hafið um heiða morgunstund, erfhiminninn speglast blár í djúpum álum, og árroöabliki bregður um vog og sund, og báruijvaggá'?kvikar,affleygum sálum, fen ströndin glóitvstuöluð oq mikilleit, og storka"sinu Aikla örteoahafi. Þá er eins og guö sé að'gefá oss fyrirheit kog geislum himins'upp úr_djúpinu stafi. 10! Meðjj Sjómannadagskveðju! 26 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.