Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2006, Side 16
Bernharð Haraldsson tekur hús á Ragnari Sigtryggssyni Ljósmyndir, Björn Valur Gíslason stýrimaður á Kleifabergi Þau bjuggu nær alla sína tið í Norður- götu 28 á Oddeyrinni á Akureyri hjónin Anna Lýðsdóttir (1893-1986), kennari frá Skriðnesenni í Bitru í Strandasýslu og Sigtryggur Sigurðsson (1888-1950), skipasmiður, frá Atlastöð- um í Svarfaðardal. Pau hófu búskapinn i Hrísey og þar fæddist þeim elsti sonur- inn, Lýður (1921-1983), sem ungur fór til Danmerkur og siðar Noregs að læra tónlist, varð þar kunnur harmonikku- leikari og sirkusstjórnandi. Hinir tveir fæddust á Akureyri, Ragnar, f. 1925, knattspyrnumaður og húsagagnabólstr- ari, sem gerðist togarasjómaður, þá kom- inn nokkuð á áttræðisaldurinn, þegar flestir hafa sett sitt skip upp og Her- mann, f. 1931, íþróttakennari, æskulýðs- fulltrúi Akureyrar um áratugi, fjölhæfur íþróttamaður á yngri árum. Miðstrákurinn, Ragnar, er reyndar sjaldnast nefndur skírnarnafni sínu, heldur Gógó, gælunafninu, sem hefur fylgt honum í gegnum lífið. Knattspyrnan í þá daga var fátt um leiktæki og bolt- inn oft það eina sem bauðst. Pað varð upphafið að löngum og farsælum knatt- spyrnuferli, þvi pilturinn gekk í KA og spilaði með öllum flokkum félagsins, í þriðja flokki þegar 10 ára, og frá fimmt- Gógó. án ára aldri spilaði hann með meistara- flokki allt til ársins 1961, að hann lagði skóna á hilluna, 36 ára. Markaskor hans er óþekkt, en hún var há. Gógó varð fyrsti landsliðsmaður Akureyringa í knattspyrnu, lék móti Belgum í Reykja- vík haustið 1957 og stóð sig vel, hefði átt að vera kominn miklu fyrr í landsliðið. Bólstrun En menn lifa ekki af áhugamálinu, þótt það sé skemmtilegt. Nítján ára hóf hann því nám í húsgagnabólstrun og stundaði hana í 31 ár. Pá söðlaði hann um, enda bólstrun að dragast saman, og gerist lagerstjóri hjá Niðursuðuverk- smiðju KJ á Akureyri. Þar var hann í fimmtán ár og þá kominn á þann aldur, að flestum þætti rétt að rifa seglin. Til sjós Eins og áður segir var hann Gógó kominn á áttræðisaldurinn, þegar hann fór sinn fyrsta túr til sjós. Þann starfs- vettvang þekkti hann alls ekki af eigin raun, hafði reyndar oft skroppið á trillu með tengdaföður sínum, svona rétt til gamans og til að veiða í soðið, eða bara til að vera úti. Því varð það honum nokkurt undrun- arefni, árið 1997, þegar hann var orðinn 72 ára, að Sigtryggur sonur hans, sem var og er togarasjómaður kom blað- skellandi heim og sagði:„Pabbi, ég er búinn að ráða þig á togara, sem Sjómaðurinn ATTRÆÐUR OG ENN AÐ 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.