Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 4
66 NÁTTÚRUFR. andstæða flokka, er lentu í harðsnúnum ritdeilum. Sumir dáðust að kenningum þeim og skýringum, á eðli lífsins, sem birtust í bók þessari, en aðrir níddu þær niður fyrir allar hellur og töldu þær ekki samboðnar kristnum mönnum. En bók þessi' fór þó skjótt sigurför um heiminn. Fyrsta útgáfan — 1250 eintök — seldist á einum degi og önnur útgáfan, 3 þús. eintök, seldist á skömmum tíma, og var bók- in síðan þýdd á flest öll menningarmál heimsins. Hún hefir fest. þá skoðun hjá náttúrufræðingum síðari tíma, að allt lifandi, sem á jörðinni hrærist, sé í frændsemi innbyrðis og tengt ætternis- böndum. Dýra- og jurtategundirnar hafi þróazt af umkomulitlum og lítilsigldum foreldrum, sem uppi' hafi verið hér á jörðunni fyr- ir milljónum ára. Þessar frumverur og afsprengi þeirra, hafi ver- ið gæddar mætti til framþróunar eða fullkomnunar, svo afkom- endur þeirra, ættlið eftir ættlið, urðu sífellt margbreyttari og full- komnari að líffæragerð, og betur færir til að sigrast á örðugleikum þeim, sem vi'ð var að stríða. Það er sérstök ástæða til að minnast Darwins og afreka hans á þessu ári. Nú eru liðin 100 ár síðan hann hóf náttúrufræðisrann- sóknir, 90 ár síðan hann reit fyrsta uppkastið að bók sinni um uppruna tegundanna, og hálf öld síðan hann andaðist. Darwin hafði frá æsku verið hneigður fyrir náttúrufræði*. En hann var ekki settur til náttúrufræðináms, og stundaði aldrei náttúrufræði, sem námsgrein við neinn háskóla. Og það mátti segja, að það væri hending, sem réði því, að náttúrufræðin varð lífsstarf hans. Fyrst kom faðir hans honum til Edinborgar til að nema læknisfræði (1825—’27). En Darwin féll ekki þetta nám og miðaði lítið áfram. Þá réð faðir hans því, að að hann sneri sér að- því að læra til prests. Stundaði hann guðfræðinám í Cambridge 1828—1831 og sóttist það nám sæmilega, þó að náttúrufræðin að nokkru tæki áhuga hans. Enda kynntist hann ýmsum merkum náttúrufræðingum í Cambridge. Sem næst fyrir 200 árum, réðu atvikin því, að hann Þgði guðfræðina á hilluna og tók til starfa sem náttúrufræðir.gur og hvarflaði aldrei síðan frá þeirri fræðigrein og helgaði henni að fullu starfskrafta sína um 50' ára skeið. Þá var honum boðið að taka þátt í leiðangri, er fara skyldi umhverfis jörðina, á skipi, sem ,,Beagle“ hét. Þetta boð var mjög að Darwins skapi, en það var ekki auðsótt í fyrstu, að taka því. Faðir hans var slíkri ráðbreytni mjög mótfallinn. Taldi að ferð þessi yrði honum með öllu gagnslaus, og skapaði

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.