Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 14
76 NÁTTÚRUFR. Þegar hringarnir eru komnir heim, mun það strax verða tilkynnt í blöðunum. Mun þá einnig verða leitað aðstoðar allra þeirra, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, og sem vilja stuðla að framgangi þess með því að taka að sér að merkja. Vonandi mætir málið góðum undirtektum, enda er það ekki með öllu vansalaust fyrir oss Islendinga, að standa hjá og láta okkur engu skipta mikilsverðar rannsóknir á fuglalífi okkar eigin lands. III. Leiðbeiningar til að merkja fugla. Hringarnir. Eins og áður var tekið fram, verða hringar þeir, sem not- aðir verða, af 9 stærðum. Eru þessir 9 stærðarflokkar merktir með einkennistölunum 1—9, þannig, að á hverjum hring stend- ur, auk númersins, einhver af tölunum 1—9. Viðvíkjandi þess- um 9 stærðarflokkum skulu hér gefnar nokkrar bendingar um það, fyrir hvaða fuglastærð hver flokkur er ætlaður. Ann- ars verður hver að nokkru leyti að skera úr því sjálfur, hvaða hringstærð sé mátuleg í það og það skiptið. 1. stærðarflokkur (einkennistala 1) fyrir erni og álftir. 2. stærðarfl. (eink.tala 2) fyrir gæsir, skarfa, súlur og himbrima. 3. stærðarfl. (eink.tala 3) fyrir fálka, hrafna, stóra máfa (t. d. svartbak, grámáf og hvítmáf), skúma, margar endur (á stærð við stokkönd og stærri). 4. stærðarfl. (eink.tala 4) fyrir tjalda, spóa, kjóa, rjúpur og svartfugl. 5. stærðarfl. (eink.tala 5) fyrir litla máfa (t. d. ritu), litl- ar endur (t. d. urtönd), smyrla, ýmsa vaðfugla (t. d. heiðlóu, stelk o. s. frv.). 6. stærðaríl. (eink.tala 6) fyrir skógarþresti, kríur, litla vaðfugla (t. d. sandlóu, lóuþræl, sendling o. s. frv.). 7. Stærðarfl. (eink.tala 7) fyrir snjótittlinga, steindepla og máríötlur. 8. stærðarfl. (eink.tala 8) fyrir þúfutittlinga og auðnu- tittlinga. 9. stærðarfl. (eink.tala 9) fyrir músarrindla. Þeim, sem taka vilja að sér að merkja fugla, verða sendir hringar af ýmsum stærðum, þeim að kostnaðarlausu. Ungling-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.