Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 32
94 NÁTTÚRUFR. en hin virðist hafa mjög breytilega lögun (polymorphismus). Báðum tegundunum er það sameiginlegt, að þær mynda rautt litarefni og vaxa aðeins þar, sem þær hafa mikið af salti (minnst 15%). Þær vaxa mjög hægt og þurfa talsverða hlýju (24— 37° C.). Talið er, að „pink“ komi aðallega á þann fisk, sem veidd- ur er og verkaður mánuðina: maí, júní, júlí og ágúst. Kemur þá roðinn ýmist fram í fiskgeymslunum, eða þá ekki fyrr en fiskurinn er kominn til heitari landa. Yfirleitt virðist þurfa rakt og hlýtt loftslag til þess að skemmdir þessar komi fram. Hvað rauðu blettirnir eru háðir rakanum sést greinilega á því, að þeir koma helzt þar sem skurfur eru í fiskinum og meðfram hryggnum, en þar safnast oftast salt fyrir, er dregur til sín raka, og býr þannig í haginn fyrir smáverur þær, er roð- ann orsaka. Frekari tilraunir dr. Cloakes bentu mjög í þá átt, að bakteríur þær, er áður voru nefndar, stöfuðu frá salti, unnu úr sjó. Meðal annars reyndi hann að ,,sterilisera“ venjulegt sjáv- arsalt með því, að hita það þurrt upp í 120° C. í 30 mínútur. tSaltaði hann nú þorsk með þessu salti og lét hann liggja í því í tvær vikur. Að þeim tíma liðnum var fiskurinn þurrkaður eins og venja er til, en síðan geymdur við 24° C. Nákvæmlega eins var farið með annað sýnishorn af þorski, nema hvað nú var notað salt, sem ekki hafði verið „steriliserað“. Árangurinn var sá, að á síðarnefnda sýnishornið komu rauðir flekkir, en á það fyrrnefnda engir, enda þótt það væri geymt lengi við þetta hitastig. Tilraunin var endurtekin með sama árangri. Námu- salt það, sem rannsakað var, reyndist ekki geta orsakað roða. Samkvæmt þessum tilraunum er það talið mjög sennilegt, að „pink“ orsakist af salti því, sem unnið er úr sjó, enda þótt aðrar leiðir séu þar með ekki alveg útilokaðar, t. d. að bakterí- urnar gætu stafað frá fiskinum sjálfum, vatninu eða loftinu. Það leynir sér ekki, að þetta ,,pink“ svipar að útliti tals- vert til jarðslagans, og styrkist því mikið sá' grunur, að saltið sé orsök hans. Ekki verður samt neitt fullyrt um það hér, hvort skemmdir þessar séu báðar sama eðlis, því að jarðslaginn hef- ir ekki neitt verið rannsakaður hér á landi. Til þess að minnka eða koma í veg fyrir jarðslagann, verð- ur auðvitað fyrst og fremst að finna orsök hans, en líklegast er hennar að leita meðal þeirra bakteríutegunda, sem hafast við í rauðu blettunum á fiskinum. Finnist hún þar í líki einhverrar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.