Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 19

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 19
UÁTTÚRUFR. 81 ’vefseigandans. Hafði maddaman myndað það úr axi puntsins, með því að beygja það saman og spinna utan um það. Tjaldið var ljósgrátt til að sjá. Inni í því var hún, og sneri til dyra. Neðri þynull vefsins var festur í rætur neðar í jarðfallsbakk- anum. Netið fyllti að mestu út í jarðfallið. Skammt frá vef þessum sá eg gráfiðrildi á steini, stórt og þriflegt. Kom mér þá í huga, að gaman væri að sjá, hvort köngurváfan réði við það, ef það kæmi í vef hennar. Náði eg fiðrildinu, og bar það að vefnum, lét það koma við gildasta þráðinn, því að eg bjóst við, að hann einn þyldi það. Það festist óðar, en gat þó veifað hinurn miklu vængjum sínum. Þegar er það tók að sprikla þar, þaut húsfreyja úr tjaldi sínu, hangandi neðan í þynulþræðinum, vafði fiðrildið á svipstundu saman í ströngul, svo þétt, að það varð eins og pinni; síðan klippti hún þynulþráðinn beggja megin við það, en hélt honum þó svo fast saman, að ekkert sást hann slakna. Fiðrildisströngullinn festi hún svo við afturhluta sinn neðanverðan, reið síðan í þynul- slitið, svo að hann varð eins og áður, heill og sléttur. Allt gekk þetta fyrir sig á fáeinum augnablikum. Síðan hljóp hún jafn- léttilega sem fyrr heim í tjald sitt, með fiðrildisströngulinn hangandi neðan í sér. Hina smáu, hlaupfráu ,,könguló“, sem Nfr. nefnir ,,hnoða“- kgl., man eg eigi eftir að eg sæi að jafnaði öðruvísi en með hvítan afturhluta, hnöttóttan (hnoðað). Eitt sinn, er eg af ung- æðis-rælni var að fitla við eina þeirra, er hafði mjög gerfilegan belg (eg hélt það vera maga hennar), losnaði þessi hvíti aftur- hluti frá, og undraði mig, að mér virtist það eigi önnur áhrif hafa á dýrið, en að það varð enn frárra á hlaupi. Fór eg þá að athuga hnoðað, og opnaði það. Innihaldið var aurmöl (urmull = aurmöl; sbr. sandur) af ungum, svo tugum, ef ekki hundr- uðum skipti, smáum eins og maurum, en sást þó með berum augum sama sköpun sem á móðurinni hnoðalausri. Og sama var eðlið; því að þessi smælki þutu þegar í allar áttir. Eftir var aðeins hinn hvíti, þunni belgur. Grafarh., 27.—2.—’32. B. B. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.