Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28
NÁTTÚRUFR. 90 og notu því ekki lengdarinnar (Ferðabókin I. bls. 27). Eg sleppi að segja frá gróðrinum í Slúttnesi, því að Steindór Steindórsson gerir það rækiiega í næstu grein. Útsýnið er að vísu fagurt í Slúttnesi, þegar bjart er veður, en þó eigi fegurra en á mörgum öðrum eyjum í Mývatni. Það er kjörrin og gróðurinn í heild si'nni, sem eiga mestan þátt í fegurð þessa litla hraunhólma — og þar næst hinn fjölskrúðugi fugla- hópur, sem hefir hreiðrað um sig í skauti gróðursins og leitað sér þar friðar. — Slúttnes er í góðra manna höndum. Jóhannes Si'g- finnsson á Grímsstöðum hefir mætur á þessum hólma. Hann ber velvildarhug til fuglanna, hlynnir að gróðrinum og leitast við að yrkja þenna reit og verja. En fyrr eða síðar rekur að því, að Slútt- nes verði friðhelgað. G. G. B. Gróðar í Slúttnesí. Siúttnes í Mývatni er annar sá staður hér norðanlands, sem einna mesta frægð hefir hlotið, sakir fegurðar. En mjög er þar ólíkum stoðum saman að jafna, því og Ásbyrgi. í Ásbyrgi er það einkum hrikaleiki nakinna standbjarga, er hrífur hugann, en í Slúttnesi brosandi blíða. Allt leggst þar á eitt, til að gera umhverf- ið unaðslegt, eyjan sjálf vafin víði — .birkilundum skreyttum, ilmandi reynitrjám, sem spegla sig þar í vogum og tjörnum, vatn- ið umhverfis með hinu frábæra og fjölbreytta fuglalífi, og lengra á braut fagurskapaður fjallahringur. Gróður Slúttness er hvorttveggja í senn, einkennilega fagur og fjölbreyttur. Jarðvegur þar er allþykkur og frjór mjög, en víðast nokkuð rakur. í dældum er mýrlendi og tjarnir eru þar einnig. Allmikið af eynni er vaxið gulvíði og birkikjarri. Er það allhátt 'og mjög þétt víðast. í jöðrum kjarrsins og inni á milli runnanna vex hvannstóð há og þroskaleg, eru njólarnir oft meira en mannhæðarháir. Skrautpuntur (Milium effusum) vex þar einn- ig mjög stór, minnir hann þar í vexti á hinn stórvaxna þakreyr. Yíða eru þar einnig breiður af ferlaufasmára (Paris quadrifolia). Skóglausu svæðin eru ýmist mýrarblettir í lægðum, eða valllendi, þar sem hæst ber á, hefir það verið ræktað um alllangt skeið. Á einum stað hafa verið gróðursettar nokkrar greniplöntur, en mjög eru þær kyrkingslegar, og virðast una æfinni illa. Er það og mis- skilningur hinn mesti, að ætla að blanda gróður Slúttness með erlendum gróðri, heimagróðurinn þar er svo fagur og sérkennileg- ur, að allt ber að gera til þess að halda honum óbreyttum. Gróður

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.