Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 5
NÁTTÚRUFR. 67 hjá honum stefnuleysi og hringl, svo að hann síðar meir eigi mundi geta fengið staðfestu við reglubundin istörf. Að hann bannig hyrfi frá guðfræðinni um nokkurra ára skeið, myndi leiéu til þess, að honum yrði mjög örðugt að fá viðunandi prestakall á eftir. En vel metinn frændi Darwins gekk í málið og gat talið föður hans hughvarf. — Þegar Darwin hitti skipstjórann á Beagle, sem hét Fitz Roy, var hann hálf hikandi með að taka hann með í förina. Um það fer Darwin svofelldum orðum í æfisögu sinni: „Síðar, þegar eg var orðinn handgenginn vinur Fitz Roy, komst eg að því, að mjög hefði það staðið tæpt, að hann veldi mig til fararinnar, vegna þess, hvernig nefið á mér var lagað. Hann trúði því, að hann gæti dæmt um lundarfar manna og skapfestu eftir andlitsfalli, og hann efaðist mjög um, að maður með eins vöxnu nefi og eg hafði, myndi hafa nægilegt þrek og skap- festu til slíkrar farar“. Sýnir þetta, hve mikið getur stundum oltið á smámunum. Hefði Darwin ekki farið för þessa, er líklegt, að hann hefði aldrei orðið náttúrufræðingur og ekki ritað bók sína um uppruna tegundanna. Darwin var tæp 5 ár í Beagle-leiðangrinum, fr. 27. des. 1831 ti'l 2. okt 1836. — I för þessari nam hann óvenju milcið og margt af sjálfri náttúrunni og hafði auk þess með sér margt af náttúru- fræðisbókum, er hann bæði las og studdist við í rannsóknum sín- um á ferðinni. Nú fékk hann líka í fyrsta sinn, tækifæri til að beita rannsóknarhæfileikum sínum við margskonar mikilvæg rannsóknarefni'. Hann var að eðlisfari hugsjónamaður íog hafði næmt ímyndunarafl, og beitti því, samfara nákvæmum athugun- um, til þess að leysa úr ýmsum verkefnum, er vöktust upp fyrir honum á ferðinni. Þá festist og hugur hans við ýmis mikilvæg við- fangsefni, sem hann síðar starfaði að og reyndi að leysa. Þegar hann fékk tækifæri til að bera saman dýralífið á meginlandi Suð- ur-Ameríku og á Galapagoseyjum vaknaði í fyrsta sinni sú skoð- un hjá honum, að dýrategundirnar mundu smámsaman taka breytingum. Var það fyrsti vísirinn til rannsókna hans um upp- runa tegundanna. Festist þessi skoðun í huga hans við frekari at- huganir og í júlí 1837, tók hann að rita í sérstaka minnisbók alls- konar athuganir til stuðnings þessari skoðun, sem hann ýmist fann sjálfur, eða rakst á í ritum annarra vísindamanna. Árin 1836—42 dvaldi Darwin lengst af í London, og vann að því, að raða söfnum sínum úr ferðinni og rita um árangurinn af rannsóknum þeim, er hann framkvæmdi í ferðinni. — Þá reit hann og ferðasögu sína („Voyage of a Naturalist round the 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.