Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR. 75 26 rauðhöfðaendur (Mareca penelope (L.)): 8 skotnar á Skotlandi og Orkneyjum. 5 skotnar á írlandi. 4 veiddar á Englandi. 2 skotnar á Frakklandi. 1 skotin á Spáni (hjá Rio Macete). 1 skotin á ítalíu (hjá Ravena). 1 skotin á Rússlandi (hjá Bogorodizk Tula). 1 skotin á Nýfundnalandi. 1 skotin í Kanada (Nova Scotia). 2 skotnar í Bandaríkjunum (í Massaschusetts og Mary- land). Þessi upptalning sýnir, að íslenzkir farfuglar leggja aðal- lega leið sína um Stóra-Bretland (íSkotland, England og þó einkum Irland), Holiand, Belgíu, Frakkland, Spán og Portúgal. Þaðan fara sumar tegundir áfram yfir Gíbraltar til Afríku, ;meðf,a;n aðrar dvelja vetrarlangt í einhverju þessara landa. Nokkrir (t. d. sumar endur) virðast einnig halda frá Hollandi upp með Rín og svo áfram til Miðjarðarhafs (Adríahafs). Al- veg einstætt er það með sumar rauðhöfðaendurnar. Af þeim hafa 4 náðst aftur á austurströnd Norður-Ameríku. Allur þorri þeirra virðist þó leggja leið sína um Evrópu, því að þar hafa 22 náðst aftur. Af upptalningu þessari sést einnig glöggt, að þegar hafa fengizt allmiklar upplýsingar um ferðir og vetrarheimkynni ýmissa íslenzkra farfugla, einkum ýmissa andategunda. En þetta er ekki nóg. Þetta er aðeins byrjunin. Til þess að geta fengið sem fyllstar upplýsingar um ferðir, vetrarheimkynni og aðra lifnaðarhætti íslenzkra fugla, þurfa víðtæikar merkingar að fara fram. I öllum héruðum landsins þarf að merkja fugla í stórum stíl. Þess vegna hefir nú verið afráðið, að í vor og sum- ar verði, af íslands hálfu, byrjað á því að merkja fugla. í því skyni hefir Náttúrufræðisfélagið ráðizt í að kaupa hringa til fuglamerkinga. Hafa þeir nú verið pantaðir hjá þýzkri verk- smiðju og munu brátt verða tilbúnir. Eru það aluminiumhring- ir í 9 stærðum, sem miðaðar eru vi'ð mismunandi stærðir fugla. Áletrunin á hringunum verður, auk áframhaldandi númers: MUS. NAT. . . MUS. NAT. REYKJAVÍK a Stæm : REYKJAVlK ICELAND

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.