Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 30
92
NÁTTÚKUFR.
nesi. Skilyrði fyrir jurtagróðri eru þar bæði fjölþætt og alls stað-
ar góð. Raki er þar víðast nægur, en samt finnast þar svo þurrir
blettir, að hreinar þurrkplöntur geta tekið sér þar bólfestu. Kjarr-
ið veitir gróðrinum skjól, en fuglamergðin, sem á sér þar ból,
áburð. Auk þessa er eyjan friðuð fyrir ágangi búfjár. Og þótt
ferðamannastraumur allmikill sé í eyna, er þess vel gætt, að gæði
hennar og fegurð spillist eigi þar af. Slúttnes er með hinu fjöl-
breytta dýra- og jurtalífi einn hinn sérkennilegasti og fegursti
blettur landsins.
Akureyri, 17. marz 1932.
Steindór Steindórsson.
Jarðslagínn.
Það kemur stundum fyrir hér á landi, að á verkaðan salt-
fisk koma rauðir eða svartir flekkir, sem hvorki verða þvegnir
né hreinsaðir burt á annan hátt. Segja kunnugir menn, að
skemmdum .þessum, sem venjulega eru nefndar ,,jarðslagi“,
fylgi líka alveg sérkennileg lykt. Á þessum skemmdum ber
einkanlega, þegar sumarið er vætusamt og illa hefir gengið að
þurrka fiskinn. Geta þær þá ýmist komið strax fram í fiskhlöð-
unum á verkunarstöðvunum, eða þegar fiskurinn er á leiðinni,
eða eftir að hann er kominn á markaðinn.'Af þessu getur oft
hlotizt mikill skaði, því að fiskur með slíkum skemmdum full-
nægir ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til góðs fisks, hvað lit
og lykt snertir, og verður því aðeins seldur með afföllum. Ekki
hefir þess samt heyrzt getið, að mönnum hafi orðið meint af
að neyta hans.
Um örsök jarðslagans vita menn ekki neitt með vissu, en
margs hefir verið getið til í þeim efnum. Meðal annars hefir
verið gizkað á, að hann stafi frá saltinu, og er sú tilgáta ekki
ósennileg.
Þar sem aukin þekking á þessum skemmdum og orsökum
þeirra hefir mjög mikla þýðingu fyrir verkun og sölu á salt-
fiski, þykir rétt að geta hér um svipuð tilfelli, sem hafa átt sér
stað og verið rannsökuð hjá öðrum þjóðum, einkum í Ameríku
og Englandi. Er hér átt við skemmdir þær, sem á ensku eru