Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFR. 89 hrauninu er ekki ýkja þykkur, en frjósamur og auðugur af gróðr- armold, enda hefir mikill varpfuglasægur átt þar heima um lang- an aldur og ræktað eyjuna. Eg köm í Slúttnes 18. júní síðastl. sumar (1931). Stóð þá á varptíma og var gott tækifæri til að kynnast hinni fjölskrúðugu fuglasveit, sem er bólföst í Slúttnesi á vorin. Það er annálað, hve margar og fágætar andategundir séu að finna á Mývatni, jafnvel fleiri, en á nokkrum stað öðrum á Norðurlöndum. Flestar þeísar endur er að finna í kjörrunum í Slúttnesi um varptímann. Eg sá þar þessa fugla á hreiðrum, hrafnsönd, duggönd, skúfönd. hósönd, litlu-toppönd, flórgoð, grágæs og skógarþröst. En þar kváðu og verpa þessir fuglar að auki: stóra-gráönd (stokkönd), li 'la-grá- önd (urtönd), rauðhöfðaönd, hávella, óðinshani og hettumáfur. Hettumáfur er nýr borgari í Mývatnssveit; byrjaði að verpa á Grímsstöðum fyrir 2 árum. Fuglarnir í Slúttnesi voru flestir mjög spakir og var þar ágætt tækifæri til að kynnast lífsháttum þeirra, ef dvölin hefði getað orðið lengri. Grímsstaðabændur fá að sögn frá 5 til 8 þúsundir eggja úr Slúttnesi, og ganga þeir þó ekki mjög nærri hreiðrunum með eggjatöku. Innan um kjörrin í Slúttnesi, eru grasgefin töðugresis-sund og starardældir. Eru þær slegnar frá Grímsstöðum, en þess vand- lega gætt, að skerða eigi eða skemma gróðurinn að öðru leyti. Þorv. Thoroddsen kom í Slúttnes 1876 og 1882. Segi-r hann, að hæstu birkitrén hafi þá verið 3,77—4,39 m. há og 31—39 cm. að ummáli utan um stofninn, og reynirinn álíka hár, en gulvíðis- hríslurnar allt að 5 m. háar, en þær lágu flestar flatar neðan til

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.