Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8
70 NÁTTÚRUFR. Down House. Down House, þar sem Darwin dvaldi meiri hluta æfinnar og samdi merkustu rit sín, stendur í fögru sveitahéraði fyrir sunn- an London, hér um bil 25 km. veg frá Lundúnabrú. Nýlega hefir enska náttúrufræðisfélagið „British Association for the Aclvancement of Science“, eignast Down House ásamt meðfylgj- andi landi. Hefir húsið verið endurbætt í sama formi og það var, og húsgögn Darwins sett þar í sömu skorður eins og þau voru, þegar hann bjó þar. — Þangað hefir og verið safnað öllum út- gáfum af ritum hans. Allmikið land (18 ekrur) fylgir eigninni. Skiftast þar á grasfletir, garðar, trjáreitir og runnar. Hafa flest trén, sem þar eru, verið gróðursett af Darwin. Inn á milli trjánna liggur Sandstígurinn svonefndi (Sand Walk), sem Darwin átti flestar göngur um, er hann var að velta fyrir sér viðfangsefnum þeim, sem hann var að rannsaka og rita um í það og það skiptið; lykur trjálimið sumstaðar alveg yfir hann. Þar þótti Darwin bezt næði að hugsa um flókin viðfangsefni, og þar hafa án efa mörg vafaatriði verið leyst, sem skýrt er frá í bókum hans. — Enda hafa sumir nefnt stíginn „Thinking Path“. Down Houes er haldið við sem þjóðareign til minningar um Darwin. Sækir þangað fjöldt ferðamanna árlega, til að sjá heim- ili þessa nafnkunna manns, sem með rannsóknum og vísindarök- um umskapaði lífsskoðun manna á síðari helmingi 19. aldar. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.