Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 31
NÁTTÚRUFR. 93 nefndar ,,pink“* eða ,,pink eye“, og koma fram á verkuðum saltfiski sem rauðir flekkir, á líkan hátt og jarðslaginn. Rannsókn á þessum skemmdum var fyrst gerð, að því er menn vita, árið 1878, en síðan hafa þær verið rannsakaðar af ýmsum. Hefir margt verið um þær skrifað, og menn ekki á eitt sáttir um orsakir þeirra, eða hvernig á' þær skyldi líta frá heil- brigðislegu sjónarmiði. Flestum hefir þó borið saman um það, að orsökin væri einhverjar bakteríur eða jafnvel þörungar (al- gae), en um gerð og lifnaðarháttu þessara smávera urðu mjög skiptar skoðanir. Margir héldu því fram, að smáverur þessar stöfuðu frá salti því, sem unnið væri úr sjó, og væri misjafn- lega mikið af þeim í saltinu eftir því, hvaðan það væri. Dæmi voru líka nefnd upp á það, að menn hefðu veikst af að borða rauðan fisk, og samkvæmt því var einu sinni bönnuð sala á slíkum fiski í Frakklandi. En þessi dæmi hafa víst ekki haft við mikil rök að styðjast, því að bannið var leyst eftir eitt ár. Aðrir fullyrtu líka, að þessi rauði fiskur væri algerlega hættu- laus til neyzlu, og sönnuðu það með tilraunum bæði á sjálfum sér og öðrum. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að flest- ir þeirra, sem fengizt hafa við rannsóknir á ,,pink“, hafa tekið eftir því, að fiski með slíkum skemmdum er hættara við rotn- un og rotnar hraðar en óskemmdur fiskur. Er því sennilega eitthvert samband milli roðans og venjulegrar rotnunar, og líklegt, að þessar tegundir skemmda greiði hvor fyrir annarri. Svo mikið er víst, að fiskurinn er oft ofurlítið að byi’ja að rotna, þegar tekið er eftir roðanum á honum, og fiskur með ,,pink“ er af mörgum sagður hafa alveg sérkennilega lykt, en það gæti bent á einhverja tegund rotnunar, sem þá annað- hvort orsakaðist af smáverum þeim, er gera roðann, eða af venjulegum rotnunarbakteríum, sem siglt hefðu í kjölfar þeirra. Árið 1923 gaf enskur maður (dr. P. C. Cloake) út skýrslu um rannsóknir þær, sem hann hafði gert á ,,pink“, og eru það fullkomnustu rannsóknirnar, er fram til þess tíma höfðu verið gerðar.** Samkvæmt þeim orsakast ,,pink“ af tveimur bakteríu- tegundum. Önnur þeirra, sem er sú algengari, er kúlulaga (coccus) og mynda sellurnar oft ferstrenda böggla (sareina), * Pink = ljósrauður. ** C. Cloake: lted Dfeeolouration (so-called „Pink“ or “Pink Eye“) on Dried Salted Fisli. (Food Investigation Board. Special Rapport No. 18). London 1923.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.