Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 36
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og tennur, sem ekki gátu verið úr neinu þá þekktu dýri. Gátu menn þess jafnvel til, að þetta væru jötna- eða forynjubein. Stórt op var á enni hauskúpanna og var það álitin augnatótt risanna. Gengu og til forna víða um lönd sagnir urn ógurlega þursa, er hefðu eitt auga í miðju enni. Gætu þær sagnir vel staðið í sambandi við þessa beinafundi, og hugleiðingar manna í sambandi við þau bein. Loks var farið að rannsaka beinin nákvæmlega og setja þau sam- an. Bentu þá líkur til að þetta væri einhver forn fílategund. Loks fóru að finnast heilir skrokkar nteð húð og hári í frosinni jörð Síberíu. Menn fóru einnig að gefa gaum æfafornum teikningum í hellum í Frakklandi og bar sumum teikningum ísaldarmanna sam- an við beinin og skrokkana, sem fundust í ísnum. Sýndi þetta allt að kafloðin fílategund hafði eitt sinn lifað víða um Evrópu, Síberíu og N.-Ameríku. Og hún hefur verið furðu algeng, það sanna beina- fundirnir. Liggja bein og tennur surns staðar í hrúgum í jörðu og hafa t. d. oft fundist er grafið var fyrir húsum. Slík bein hafa líka fundist á sjávarbotni, úti á Doggersbanka í Norðursjó. Voru þar dregnir úr sæ um tvö þúsund loðfíla jaxlar á árunum 1820-1830. Á eyjunum norðan við Síberíu fannst svo mikið af beinum og tönn- um, að um skeið komu þaðan árlega á markað 20 þúsund kg af loð- fílatönnum. Árið 1821 náði einn stórsafnari frá írkutsk í 10 þús- und kg. Var þetta fílabein fyrrum selt undir ýmsum kynjanöfnum. Er talið að síðustu 250 árin hafi verið grafnar upp leyfar af 25 þúsund loðfílum í Síberíu og tennurnar hirtar, enda verðmæt verzlunarvara. Nú er rninna grafið upp en áður af hinu forna fílabeini. Loð- fíllinn hafði geysistórar, bognar skögultennur. (Hið stóra op á enn- inu reyndist vera nasahol loðfílsins, en ekki augnatótt neins jöt- uns!!) Nú vita menn að Siberíu loðfíllinn var risavaxið dýr, um 3 metra á hæð, þakinn þéttu, rauðbrúnleitu hári, sem einkum á hálsi og herðum hefur hangið niður undir jörð. Voru lengstu „tog- hárin“ um 20 cm. Á rófunni voru allt að 30 cm löng hárknippi. Þykkt fitulag var undir húðinni. En menn fengu ekki vitneskju um allt þetta fyrirhafnarlaust. —-----Forn lappnesk sögn liermir frá risavöxnum dýrum, sem lifa undir hjarnbreiðum norðursins. „íshafsþjóðir" í Siberíu eiga sér svipaðar sagnir um óhemjustór loðin neðanjarðardýr. Eski-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.