Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 36
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og tennur, sem ekki gátu verið úr neinu þá þekktu dýri. Gátu menn þess jafnvel til, að þetta væru jötna- eða forynjubein. Stórt op var á enni hauskúpanna og var það álitin augnatótt risanna. Gengu og til forna víða um lönd sagnir urn ógurlega þursa, er hefðu eitt auga í miðju enni. Gætu þær sagnir vel staðið í sambandi við þessa beinafundi, og hugleiðingar manna í sambandi við þau bein. Loks var farið að rannsaka beinin nákvæmlega og setja þau sam- an. Bentu þá líkur til að þetta væri einhver forn fílategund. Loks fóru að finnast heilir skrokkar nteð húð og hári í frosinni jörð Síberíu. Menn fóru einnig að gefa gaum æfafornum teikningum í hellum í Frakklandi og bar sumum teikningum ísaldarmanna sam- an við beinin og skrokkana, sem fundust í ísnum. Sýndi þetta allt að kafloðin fílategund hafði eitt sinn lifað víða um Evrópu, Síberíu og N.-Ameríku. Og hún hefur verið furðu algeng, það sanna beina- fundirnir. Liggja bein og tennur surns staðar í hrúgum í jörðu og hafa t. d. oft fundist er grafið var fyrir húsum. Slík bein hafa líka fundist á sjávarbotni, úti á Doggersbanka í Norðursjó. Voru þar dregnir úr sæ um tvö þúsund loðfíla jaxlar á árunum 1820-1830. Á eyjunum norðan við Síberíu fannst svo mikið af beinum og tönn- um, að um skeið komu þaðan árlega á markað 20 þúsund kg af loð- fílatönnum. Árið 1821 náði einn stórsafnari frá írkutsk í 10 þús- und kg. Var þetta fílabein fyrrum selt undir ýmsum kynjanöfnum. Er talið að síðustu 250 árin hafi verið grafnar upp leyfar af 25 þúsund loðfílum í Síberíu og tennurnar hirtar, enda verðmæt verzlunarvara. Nú er rninna grafið upp en áður af hinu forna fílabeini. Loð- fíllinn hafði geysistórar, bognar skögultennur. (Hið stóra op á enn- inu reyndist vera nasahol loðfílsins, en ekki augnatótt neins jöt- uns!!) Nú vita menn að Siberíu loðfíllinn var risavaxið dýr, um 3 metra á hæð, þakinn þéttu, rauðbrúnleitu hári, sem einkum á hálsi og herðum hefur hangið niður undir jörð. Voru lengstu „tog- hárin“ um 20 cm. Á rófunni voru allt að 30 cm löng hárknippi. Þykkt fitulag var undir húðinni. En menn fengu ekki vitneskju um allt þetta fyrirhafnarlaust. —-----Forn lappnesk sögn liermir frá risavöxnum dýrum, sem lifa undir hjarnbreiðum norðursins. „íshafsþjóðir" í Siberíu eiga sér svipaðar sagnir um óhemjustór loðin neðanjarðardýr. Eski-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.