Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Kortin sýna legu þeirra staða á Snæfellsnesi sem eru nefndir í texta. Neðra kortið sýnir staði innan rammans á efra kortinu. - Location map showing the localities in West lceland mentioned in the text. eins og kaldsjávartegundirnar í lögunum benda til. Hraunlagið sem hvílir á setlögunum í Stöð hefur verið aldursgreint 1,12 milljón ára5 og í Búlandshöfða 1,11 milljón ára.6 I Búlandshöfða eru setlögin og tertíera basaltið, sem setið hvílir á, öfugt segulmagnað.7 Það sama á við um tertíera basaltið undir setinu á öðrum stöðum á nesinu, að undan- skildu berginu í Kirkjufelli sem er rétt segulmagnað og talið vera frá Gauss-segulskeiði. Neðri hluti basaltstaflans ofan á setinu er einnig öfugt segulmagnaður, svo líklegt verður að telja að setlögin og hraun- lögin sem á þeim hvíla hafi myndast í lok jökulskeiðs og á hlýskeiði á Matuyama-segulskeiði fyrir um 1,1 milljón ára. Ekki er alveg ljóst hvort setlögin í Kirkjufelli hafi einnig myndast á sama jökulskeiði og hlýskeiði og lögin í Búlandshöfða og Stöð, þó að það sé líklegt, en þar fannst aðeins eitt eintak af hrúður- karli. Sennilega hafa setlögin í Skerðingsstaðafjalli myndast á sama hlýskeiði og efri hluti Búlands- höfðalaga. I lok jökulskeiðs fyrir rúmlega milljón árum tóku jöklar að hörfa, sjávarstaða fór hækkandi og loks fór land að rísa sem leiddi til þess að setmyndun í Stöð færðist á land. Á sama tíma varð setmyndunin í Búlandshöfða nær strönd, en fánan í efri hluta setlaganna í höfðanum er dæmigerð kulvís strandfána sem bendir til þess að jökulskeiðinu sé lokið og hlýskeið gengið í garð með hækkandi sjávarhita. í Skerðings- staðafjalli finnast einnig skeljar sem tilheyra kulvísu fánusamfélagi, en óvíst er hvort um grunnsævis- eða strandfánu sé að ræða. Þá staðreynd að engin sjávarsetlög finnast í efri hluta setlaganna í Stöð má líklega rekja til þess að svæðið hefur risið hraðar en Búlandshöfði og Skerð- ingsstaðafjall, sem eru hlutar af stærri fjallgarði eða fjalllendi. Myndunarsaga setlaganna um- hverfis Ólafsvík er álíka og lýst hefur verið hér að framan og virðist jökull hafa farið yfir svæðið og síðan hörfað, en áflæði sjávar tekið við þar til land tók að rísa og í framhaldi af því varð afflæði sjávar. Setlögin umhverfis Ólafsvík hvíla á tertíeru basalti, sem er öfugt segulmagnað, en hraunlögin ofan á setlögunum eru aftur á móti rétt segulmögnuð, þ.e. frá Brunhes-segulskeiði, um það 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.