Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Grænukorn. fram kenning um að hvatberar væru aðskotalífverur í umfrymi kjarna- frumna.31 Kenningin var endurvakin um 1970 af bandaríska líffræðingn- um Lynn Margulis32 og er nú al- mennt viðurkennd. Samanburður á genum og prótínum baktería og hvatbera hefur sýnt að hvatberar eru hvað skyldastir svonefndum alfa- próteóbakteríum en meðal þeirra eru Rhizobium-tegundir sem eru nitumámsbakteríur og lifa í sambýli við belgjurtir og fleiri plöntur. Athyglisvert er að DNA hvatbera er hringlaga líkt og gerist hjá dreif- kjörnungum og erfðaefni frumu- líffærisins er gjarnan í mörgum eintökum. Staðfest hefur verið að ýmis af genum hinnar uppmnalegu bakteríu hafa flust inn í kjarna hýsils og eiga nú sæti á litningum heil- kjörnunga. Það þarf mörg prótín til starfa í hvatberum og aðeins brot af þeim er framleitt í hvatberunum sjálfum. Þannig em a.m.k. 300 af prótínum hvatbera í gersveppi framleidd í umfrymi og síðan flutt inn í hvatberana.31 Bakterían hefur fyrir löngu glatað sjálfstæði sínu og hvatberinn er um flest háður kjama- genum og afurðum þeirra. Af ein- hverjum óþekktum ástæðum hafa heilkjömungar þó ekki losað sig til fulls við erfðaefni og prótínmyndun- arkerfi hvatberanna. Grænukornin eru eins og hvatberamir af bakteríum komin og þau sverja sig ótvírætt í ætt við blágrænar bakteríur („bláþömnga") en aðeins brot af erfðaefni bakterí- 100 artna er eftir, oft rösklega 100 gen. Erfðaefnið er hringlaga og í mörgum eintökum. Það hefur verið mótuð heilkjarnafruma með hvatberum sem fyrst tók við þessum bakteríum og hóf sambýli með þeim. Elstu merki um heilkjömunga í jarðlögum eru talin vera um 2.700 milljón ára gömul33 en örugg merki um ljóstil- lífandi heilkjörnunga (þörunga) munu vera meira en 1000 milljón ámm yngri.34 Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um það hvernig fyrst komst á samband alfa-próteóbaktería og þeirrar lífveru sem lagði til kjamann og hver sú lífvera var. Sennilega hefur hún ekki verið búin til öndunar en eftir að samband tókst notið góðs af öndunarkerfi og ATP- framleiðslu próteóbakteríunnar. Sumir hafa getið sér þess til að hún hafi verið fmmstæð fombaktería en aðrir telja líklegra að hún hafi haft litningaskipulag sem sé eldra en dreifkjömungaskipulagið, sbr. um- ræðu um kenningar Forterres hér að framan. Upphaf sambýlis hennar og próteóbakteríunnar er ein af hinum miklu ráðgátum líffræðinnar og er ekki að furða að margvíslegar tilgátur hafi verið settar fram um það.35 Þær verða þó ekki raktar frekar í þessari grein. Samantekt Með samanburði vel varðveittra kjarnsýruraða rRNA-gena hefur lífverum jarðar verið skipt í þrjú veldi, raunbakteríur, fornbakteríur og heilkjörnunga. Rætur þessarar skiptingar liggja djúpt. Svo virðist samt sem flest gmnnefnakerfi fmmu hafi verið allvel mótuð þegar leiðir skildi. Það á við um prótínmyndun- arkerfið og að vissu marki um kerfi umritunar, en þróun efnakerfis DNA-eftirmyndunar virðist hafa verið skemur á veg komin. Óvíst er að ein sameiginleg áafruma hafi nokkum tíma búið yfir öllum þeim genum og prótínum sem síðar reyndust sameiginleg með veldun- um þremur. Enn er umdeilt hvar setja skuli rót líftrésins. Hún var fyrst sett á milli raunbaktería annars vegar og fom- baktería/heilkjömunga hins vegar. Síðar hefur verið lagt til að setja hana á milli raunbaktería/fornbaktería annars vegar og heilkjömunga hins vegar. Ekki er enn hægt með vissu að gera upp á milli þessara tveggja rætinga trésins. Það sem m.a. styður þá fyrri er að erfðir og eiginleikar efnakerfa prótínmyndunar, um- ritunar og eftirmyndunar benda til nánari skyldleika fornbaktería við heilkjömunga en raunbakteríur. Það sem styður þá síðari er m.a. líkt frumuskipulag raunbaktería og fornbaktería og einstakt litninga- skipulag heilkjömunga sem þykir benda til þess að þeir geti ekki verið komnir af frumum með litninga- skipulag baktería. Báðar byggjast tilgáturnar líka á ættfærslu prótína en miklum vand- kvæðum er bundið að komast að einhlítri niðurstöðu þegar langt er farið aftur í tíma. Þess er þó að vænta að með bættum aðferðum og aukn- um samanburðargögnum verði hægt að komast að skýrri niðurstöðu í þessum rannsóknum. Við ættfærslu prótína kemur oft í ljós að hún er í ósamræmi við fyrr- nefnda veldaskiptingu. Skýringin á þessu er helst talin vera flutningur á genum milli tegunda og velda. Slíkur flutningur kann að hafa verið mjög mikill við rót líftrésins í fymdinni og það kann að skýra mikinn sam- eiginlegan genaforða allra megin- greina trésins. Sýnt hefur verið fram á að allmikill flutningur gena á sér enn Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.