Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Gunnar Þór Hallgrímsson, Sveinn Kári Valdimarsson og Páll Hersteinsson S í LAMÁFAR VERPA í LÚPÍNUBREIÐUM Frá sjötta áratug síðustu aldar hefur sílamáfum Larusfuscus graellsii fjölgað sem varpfuglum á Suðvesturlandi. Helstu varpstöðvar þeirra hérlendis eru nú á Miðnesheiði í grennd við Keflavíkurflugvöll.1,2 Vegna þess að varpið er nærri flugvelli og ógnar þar með öryggi hans hafa ýmsar til- raunir til fækkunar og fælingar verið framkvæmdar.3,4,5'6'7 Höfundar vinna að rannsóknum á sílamáfum á Miðnesheiði, í samstarfi við Náttúru- fræðistofnun íslands og Háskólasetur Suðurnesja, og kanna m.a. áhrif refa Alopex lagopus á varp þeirra. Ein hugmynd sem rædd hefur verið til fækkunar á sílamáfum gengur m.a. út á að breyta gróðurskilyrðum í varplendi þeirra. Gengið er út frá því að máfarnir vilji sjá frá sér meðan þeir liggja á eggjum, aðallega til að forðast af- ræningja. Þartnig mætti með ein- földum hætti nota lúpínu Lupinus nootkatensis eða aðrar hávaxnar plöntur til að fæla máfa frá varp- svæðum. Hér er um athyglisverða hug- mynd að ræða og ef rétt reynist er þetta ódýr og einföld lausn á erfiðu vandamáli. Hins vegar þarfnast hugmyndin frekari skoðunar. Rann- sókn á varpkjörlendi síla- og silfur- máfa L. argentatus á May-eyju við Skotland benti til þess að sílamáfar sæktu í að verpa á grónu flatlendi í grennd við gróður sem náði yfir 30 cm hæð (frá júní til ágúst) en silfurmáfar kysu fremur að verpa á ógrónu, mishæðóttu landi. Flug- árangur sílamáfsunga, þ.e.a.s. hlut- fall klakinna unga sem komust á flug, var betri eftir því sem meira var af háum gróðri í grennd við hreiðrið.8 Þá sýna nýlegar skoskar rannsóknir á hreiðurstæðum síla- máfa að máfarnir urpu stærri eggjum og ungar þeirra stækkuðu hraðar þegar hreiður var staðsett í gróðri sem var 30M5 cm á hæð en þegar hreiður voru í gróðri undir 20 cm á hæð. Hins vegar voru lífslíkur unga mestar ef þeir komu úr hreiðrum þar sem gróður var undir 20 cm á hæð.91 samtali við annan höfund síðamefndu greinarinnar (P. Monaghan) nefndi hún að líklega þyki máfum ákjósanlegast að hefja varp í lágum gróðri en þegar hann vex upp veiti gróðurinn gott skjól fyrir ungana. í þessu sambandi skal bent á að ein algengasta orsök þess að varp misferst hjá sílamáfum er afrán af völdum annarra síla- máfa.10,11 Því er spurning hvort 1. mynd. Sílamúfsvarp ílúpínubreiðu áMiðnesheiði. Ljósm. Gunnar Þór Hallgrímsson, sumarið 2005. Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 103-104, 2005 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.