Náttúrufræðingurinn - 2005, Síða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Gunnar Þór Hallgrímsson, Sveinn Kári Valdimarsson
og Páll Hersteinsson
S í LAMÁFAR VERPA
í LÚPÍNUBREIÐUM
Frá sjötta áratug síðustu aldar hefur sílamáfum Larusfuscus graellsii fjölgað
sem varpfuglum á Suðvesturlandi. Helstu varpstöðvar þeirra hérlendis
eru nú á Miðnesheiði í grennd við Keflavíkurflugvöll.1,2 Vegna þess að
varpið er nærri flugvelli og ógnar þar með öryggi hans hafa ýmsar til-
raunir til fækkunar og fælingar verið framkvæmdar.3,4,5'6'7 Höfundar vinna
að rannsóknum á sílamáfum á Miðnesheiði, í samstarfi við Náttúru-
fræðistofnun íslands og Háskólasetur Suðurnesja, og kanna m.a. áhrif refa
Alopex lagopus á varp þeirra.
Ein hugmynd sem rædd hefur
verið til fækkunar á sílamáfum
gengur m.a. út á að breyta
gróðurskilyrðum í varplendi þeirra.
Gengið er út frá því að máfarnir vilji
sjá frá sér meðan þeir liggja á
eggjum, aðallega til að forðast af-
ræningja. Þartnig mætti með ein-
földum hætti nota lúpínu Lupinus
nootkatensis eða aðrar hávaxnar
plöntur til að fæla máfa frá varp-
svæðum.
Hér er um athyglisverða hug-
mynd að ræða og ef rétt reynist er
þetta ódýr og einföld lausn á erfiðu
vandamáli. Hins vegar þarfnast
hugmyndin frekari skoðunar. Rann-
sókn á varpkjörlendi síla- og silfur-
máfa L. argentatus á May-eyju við
Skotland benti til þess að sílamáfar
sæktu í að verpa á grónu flatlendi í
grennd við gróður sem náði yfir 30
cm hæð (frá júní til ágúst) en
silfurmáfar kysu fremur að verpa á
ógrónu, mishæðóttu landi. Flug-
árangur sílamáfsunga, þ.e.a.s. hlut-
fall klakinna unga sem komust á
flug, var betri eftir því sem meira var
af háum gróðri í grennd við
hreiðrið.8 Þá sýna nýlegar skoskar
rannsóknir á hreiðurstæðum síla-
máfa að máfarnir urpu stærri
eggjum og ungar þeirra stækkuðu
hraðar þegar hreiður var staðsett í
gróðri sem var 30M5 cm á hæð en
þegar hreiður voru í gróðri undir 20
cm á hæð. Hins vegar voru lífslíkur
unga mestar ef þeir komu úr
hreiðrum þar sem gróður var undir
20 cm á hæð.91 samtali við annan
höfund síðamefndu greinarinnar (P.
Monaghan) nefndi hún að líklega
þyki máfum ákjósanlegast að hefja
varp í lágum gróðri en þegar hann
vex upp veiti gróðurinn gott skjól
fyrir ungana. í þessu sambandi skal
bent á að ein algengasta orsök þess
að varp misferst hjá sílamáfum er
afrán af völdum annarra síla-
máfa.10,11 Því er spurning hvort
1. mynd. Sílamúfsvarp ílúpínubreiðu áMiðnesheiði. Ljósm. Gunnar Þór Hallgrímsson,
sumarið 2005.
Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 103-104, 2005
103