Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Hellarista sem sýnir nokkrar gerðir villihesta. Myndirnar ristu krómagnon- menn fyrir um 17 þúsund árum í hinum fræga Lascaux helli í Dordogne héraði í Suðvestur Frakklandi. - Pre-historic painting by Cro-Magnon men of different horses in thefamous Lascaux cave in South-west ofFrance. afríkuasninn frá og síðan hinar sebra- tegundirnar. Asíuasninn greindist síðast frá hinum eiginlegu hestum og er því skyldastur þeim. Stutt er síðan asíuasnarnir klofnuðu í teg- undirnar tvær, eða 250-500 þúsund ár11 (skiptar skoðanir um hvort þetta séu í raun tvær tegundir). Allir ræktaðir hestar og villihest- arnir, þ.e. takhi-hesturinn og tarpan- hesturinn (sjá hér að neðan) eiga sameiginlegan forföður. Lengi var sú skoðun viðtekin að takhi-hestur- inn væri forfaðir ræktaða hestsins eða að ræktaði hesturinn væri kominn af sambærilegum evrópsk- um villihesti sem hefði verið til en breyst við ræktunina. Rannsóknir á kjamsýrum hvatbera sýna hinsvegar að þessar hugmyndir eiga ekki við rök að styðjast. Takhi-hesturinn er sértegund og em ræktuðu hestarnir ekki afkomendur hans.10,11 Einnig hafa þessar rannsóknir sýnt að uppruni ræktaða hestsins er mun flóknari en áður hefur verið talið.10,12 Evrópski villihesturinn og hinir ræktuðu hestar Fjölmörg mismunandi hestakyn, allt frá hinum smáa hjaltlandshesti (150 kg) til stórra dráttarhesta eins og „shire"-hestanna (1000 kg), hafa verið ræktuð í gegnum tíðina. Hest- um er yfirleitt skipt í hesta (tme horses) annars vegar og smáhesta (ponies) hins vegar. Talið hefur verið að muninn á milli þessara kynja megi rekja til seinni tíma ræktunar og umhverfisaðstæðna, þar sem smáhestamir eiga frekar uppruna sinn á norðlægari og kaldari slóðum. Það hefur einnig verið talið að hinn ræktaði hestur hafi fyrst komið fram á sléttum Mið-Asíu, sérstak- lega í Ukraínu, fyrir nokkrum ár- þúsundum og að allir ræktaðir hestar séu af sama uppruna.13 Sam- kvæmt þessari hugmynd dóu öll villt afbrigði hesta í Evrópu og Asíu út, að undanskildum takhi-hestin- um, og afkomendur þeirra er þá að finna í ræktaða hestinum. Budi- ansky13 vekur athygli á að margt bendi til þess að hestar hafi þegar átt undir högg að sækja er maðurinn kom fram á sjónarsviðið, trúlega vegna breyttra náttúrufarsskilyrða. Því megi líta svo á að með ræktun- inni hafi maðurinn í raun bjargað hestinum frá útrýmingu, sem sé vissulega sérstakt í samskiptasögu manns og náttúru. Nýlegar hvatberarannsóknir koll- varpa tilgátunni um einn og sama uppruna ræktaðra hesta. Rannsókn- irnar sýna að uppruni ræktaða hestsins er mun flóknari en svo að rekja megi hann til eins staðar og tíma, sem gerir hestana ólíka öðrum húsdýrum sem hafa mun einsleitara erfðaefni.10,12,14 Samkvæmt rann- sóknum Jansen o.fl.10 virðast 77 hryssur með ólíkar arfgerðir vera formæður ræktaða hestsins, sem bendir til mismunandi uppruna og sérstakra erfðahópa (stofna) sem mismunandi kyn eiga ættir að rekja til. Norðurevrópskir hestar mynda t.d. einn slíkan erfðahóp. í honum eru ásamt íslenska hestinum hjalt- landshesturinn, norski fjarðahestur- inn, exmoor-hesturinn og skoski hálandahesturinn. Connemara-hest- urinn frá Irlandi er einnig náskyldur þessum hestum. Sameiginlegur for- veri þessara hesta er í mesta lagi 8 þúsund ára gamall og jafnvel ekki meira en 1500 ára.10 Arabískir hestar mynda einn erfðahóp og eru þeir sér á báti, og hestar frá Pýrenea- skaganum og N-Afríku, ásamt amerísku mustang-hestunum, mynda annan erfðahóp. Um aldir hafa verið sögusagnir um tilveru fornhesta á nokkrum stöðum í Evrópu. Þessar sagnir eiga það sameiginlegt að telja að ákveðnir stofnar hesta séu leifar af fornum villihestum Evrópu. Niðurstöður rannsókna á hvatberum erfða- efiúsins sýna að þessar gömlu sagiúr eiga sér mun meiri stoð í raun- veruleikanum en margir hafa talið. Einn þessara stofna er sorraia- hesturinn frá Portúgal sem stundum hefur verið talinn forveri spænskra 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.