Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 35
Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags H E STAR OG SKYLDAR TEGUNDIR Uppruni, þróun og atferli Áhugi á hestum hefur aukist mjög á undanförnum árum og áratugum. Nú eiga fjölmargir aðrir en bændur og búalið hesta og hafa mikla ánægju af að umgangast þá. Flestir þéttbýlisbúar sem eiga hesta hafa mest samskipti við þá á húsi á vetrum, en mikil irtnivera og þröngar stíur í húsunum valda því að tækifæri hrossanna til innbyrðis samskipta eru lítil. Fáir hestaeigendur eiga þess kost að fylgjast náið með hestum sínum frjálsum í haga að sumrinu, þar sem náttúrulegt atferli þeirra kemur í ljós, bæði félagslegt atferli og atferli tengt fæðuöflun. Hestar eru félagsverur og eiga sér mikið og flókið samskiptakerfi sem hefur þróast í þúsundir ára. Þeir eru einnig langlífir og eins og hjá öðrum langlífum félagsverum er nám mikilvægur þáttur í atferli þeirra. Fæðuöflun og fæðuval þeirra er afleiðing flókinnar þróunar sem byrjaði fyrir um 55 milljón árum. cm á hæð og 60 cm á lengd, með fjórar tær á framfótum og þrjár tær á afturfótum (1. mynd). Frá hinum smáa Eohippus þróuðust fjölmargar ættkvíslir sem lifðu í milljónir ára um allt norðurhvel jarðar. Á míósen, fyrir 10-12 milljón árum, dóu allar ættkvíslirnar út í Evrópu og Asíu en lifðu og þróuðust áfram í N- og S- Ameríku. Þegar flest var, fyrir um 14 milljón árum, voru 13 ættkvíslir Equidae samtímis í N-Ameríku.1 Fyrir marga hestaeigendur getur verið áhugavert að kynnast uppruna og þróunarsögu hest- anna og náttúrulegu atferli þeirra, til að skilja betur þá skepnu sem þeir eiga svo mikið samneyti við. Með þessari samantekt vonumst við til að gefa lesendum innsýn í þennan heim. Með betri skilningi eigenda á náttúrulegri hegðun hrossa ættu samskiptin að verða ánægjulegri, báðum aðilum tii hagsbóta. Uppruni Forveri hinna fjölmörgu tegunda sem tilheyrt hafa hestaættinni (Equidae) var Hyracotherium eða Eohippus sem var uppi fyrir um 55-45 milljón árum (eósen). Eohippus var á stærð við lítinn hund, um 20 1. mynd. Eohippus. Eitthvað pessu líkt halda sérfræðingar að fyrstu forfeður hesta- ættarinnar hafi litið lít. - The oldest memher of the family might have looked like this. Teikning: Joe Tucciarone, birt með leyfi höfundar. Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 105-116, 2005 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.