Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
bjúgnefja (Recurvirostra
avosetta) sást við Höfn í
Hornafirði í byrjun apríl
en þar áður hafði
tegundin eingöngu sést
hér á landi við Seyðisfjörð
árið 1954. Sefþvari
(Botaurs stellaris) sást í
þriðja sinn á Islandi og
fyrsta sinn frá árinu 1948
við Fáskrúðsfjörð í apríl.
Fagurgæs (Branta
ruficollis) sást í fyrsta á
landinu í Vatnsdal á
Norðurlandi í lok apríl.
Tegundin verpir í Ishafs-
löndum Síberíu en færist
sunnar að sléttum við
Kaspíhaf og Aralvatn á vetrum og er flækingur í
Vestur-Evrópu. Barrþröstur (Zoothera naevia) sást
einnig í fyrsta sinn á Islandi við Unaós í
Hjaltastaðaþinghá í byrjun maí. Meginútbreiðsla
fuglsins er í Norður-Ameríku og eingöngu er vitað
um eitt staðfest tilvik um ferðir hans til Evrópu fyrr.
Enn ein ný tegund á árinu var lóutegund af
amerískum uppruna, kvöldlóa (Charadrius
semipalmatus) sem sást í fjörunni við Sandgerði í maí.
Tegundin hefur sést reglulega á Azoreyjum en er
sjaldgæfur flækingur í Evrópu. Grænhegri (Butorides
virescens) sást í annað sinn á Islandi, í Suðursveit í
maí. Fyrsti fundur tegundarinnar var í Landbroti árið
2001 en uppruni hennar er í Ameríku.
Hinn 18. september var annasamur dagur hjá
fuglaáhugamönnum, sem oft og tíðum fara um
langan veg til að berja sjaldgæfa fugla augum.
Daginn áður hafði frést af dverggoða (Tachybaptus
ruficollis) við Baulutjörn á Mýrum sem dró að hóp
fuglaskoðara. Dverggoðinn er útbreiddur í Evrópu
utan Skandinavíuskaga og Finnlands og hefur ekki
sést áður hér á landi. Síðar sama dag bárust svo
fregnir af mun óvæntari fugli, dvalsöngvara
(Acrocephalus agricola), við Lón í Öræfasveit.
Aðalútbreiðsla hans er í suðaustanverðri Evrópu og
Asíu og flækist hann af og til á haustin til Vestur-
Evrópu.
Klettasvala (Hirundo pyrrhonota) náðist á sjó 22
mílur vestur af Látrabjargi í október og mun það vera
í annað sinn sem sést til tegundarinnar hér við land.
Kolhæna (Fulicia americana) sást í fyrsta skipti lifandi
við Járngerðarstaðatjörn vestan Grindavíkur í október
en um 1970 fundust dauðir fuglar á tveimur stöðum
á landinu. Skógtittlingur (Anthus hodgsoni) sást í
fyrsta sinn og húmgali (Luscinia luscinia) í annað sinn
á íslandi í nóvember í Einarslundi við Höfn í
Hornafirði. Báðar tegundirnar hafa komið hingað
austan að. Skógtittlingur er útbreiddur í Síberíu og
húmgalinn í um miðbik Austur-Evrópu.
Fiskar
Gengd laxa (Salmo salar) í Ytri-Rangá og Elliðaárnar,
þar sem fylgst er með göngum með teljurum, var
góð. Mikil gengd endurspeglaðist einnig í góðri veiði
í flestum ám landsins, en hún var með allra besta
móti og var heildarlaxveiðin í ám landsins um
þriðjung yfir meðaltali.
Stofnmæling á bleikju (Salvelinus alpinus) í
Mývatni var sú lægsta sem verið hefur frá árinu 1986.
Enn fremur var lítið af ungri bleikju, sem gefur ekki
væntingar um bætt ástand næstu þrjú árin a.m.k. Af
þessum sökum var öll silungsveiði í vatninu bönnuð.
I september veiddist pétursfiskur (Zeus faber) út
af Sandgerði og mun það vera í fyrsta sinn að þessi
fiskur veiðist hér við land. Hefðbundin útbreiðslu-
mörk fisksins í NA-Atlantshafi liggja um sunnan-
verðan Noreg. Hann veiddist í fyrsta sinn vestan
Bretlandseyja við Færeyjar árið 2001 og nú hér við
land.
Hornfiskur (Belone belone belone) veiddist í
desember austur af landinu. Þessi fiskur sést sjaldan
við íslandsstrendur en er útbreiddur frá Frakklands-
og Englandsströndum um Norðursjó og inn í
Eystrasalt. Tveir aðrir flækingar, silfurbrami (Ptery-
combus brama) og bramafiskur (Taracter asper)
veiddust sunnarlega í Rósagarðinum á 150 faðma
dýpi.
Óvenjumikið sást til sæsteinsugu út af Reykjanesi
seinni hluta sumars. Sæsteinsugur festa sig á stærri
fiska og hvali og nærast á blóði þeirra. Þær eru
útbreiddar í hlýrri sjó og oft má sjá nýleg för efir
steinsugubit á hvölum sem koma hingað sunnan úr
höfum. Stöku sinnum sést til flækinga við landið en
hinn óvenjulega fjölda steinsuga nú má hugsanlega
rekja til hærri sjávarhita.
Hry ggieysingj ar
Sumarið var víðast hagstætt skordýrum og þau
tímguðust mörg hver vel. Þessa fór að gæta um mitt
sumar, þegar mikið bar á ýmsum tegundum
skorkvikinda. Um vorið var fjöldi geitungadrottninga
á höfuðborgarsvæðinu meiri en nokkru sinni og voru
holugeitungar (Paravespula vulgaris) þar í
fararbroddi. Eins og búast mátti við voru geitungar
því umsvifamiklir fram eftir sumri og stefndi í
metfjölda þeirra. En í ágúst hurfu geitungar nánast
og lítið sást til þeirra í lok sumars. Sennileg skýring
er talin sú að óvenjurakt og heitt veður seinni hluta
sumars hafi haft slæm áhrif á viðgang geitunga.
Lirfur birkifeta (Rheumaptera hastata) lögðust víða
á bláberjalyng á Norðurlandi og Vestfjörðum seinni
hluta sumars. Miklar sveiflur geta verið í fjölda
fiðrildisins milli ára og þótt lirfurnar geti leikið
lyngið illa valda þær ekki varanlegum skaða og
gróðurinn jafnar sig yfirleitt að ári.
Grænhegri. Ljósmyndina tók
Jóhann Óli Hilmarsson í
Öræfum.
123