Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðmundur Eggertsson Fornar rætur Þótt lífverur jarðar séu margar og fjölbreytilegar má telja víst að þær séu allar af sömu rót runnar. Sterkustu rökin fyrir þessari skoðun eru niðurstöður rannsókna í lífefnafræði og sameindalíffræði sem hafa sýnt að flest helstu efnakerfi frumu eru öllum lífverum sameiginleg. Þær mynda allar prótín á sama hátt samkvæmt fyrirsögn kjarnsýrugena og sýnt hefur verið fram á skyldleika fjölmargra gena og prótína úr fjarskyldustu tegundum lífvera. Við blasir að þróun frumustarfsemi hefur verið komin allvel á veg áður en fram komu þær megingreinar lífvera sem nú fyrirfinnast á jörðinni. Asjöunda áratug síðustu aldar komu fram hugmynd- ir um að beita mætti saman- burði á stórsameindum til þess að kanna skyldleika lífvera.1 Þessum hugmyndum hefur síðan verið fylgt vel eftir. Bornar hafa verið saman raðir amínósýra í skyldum prótínum og raðir kirna í ríbósóm-RNA (rRNA)-sameindum. rRNA-sam- eindir eru ævafomar og hafa breyst hægt í tímans rás. Ymis prótín eiga sér líka mjög langa sögu og finnast í flestum eða öllum tegundum lífvera. Þótt amínósýruröð þeirra hafi breyst með tímanum má greina skyldleik- ann og meta. jafnframt fást þegar best lætur vísbendingar um skyld- leika tegundanna sem framleiða prótínin. í þessari grein verður sagt frá því hvernig þekking á þróun stórsameinda hefur nýst til að grafast fyrir um rætur lífsins. Þrískipting lífheims Um miðja síðustu öld komst á sú hefð að skipta lífverum jarðar í tvö veldi, annars vegar dreifkjörnunga (bakteríur) og hins vegar heilkjörn- unga, þ.e. lífverur sem hafa kjama í frumum sínum umlukinn af kjarna- himnu. Skilin á milli veldanna þóttu skýr.2 En árið 1977 birtu Bandaríkja- mennimir Carl R. Woese (1. mynd) og George E. Fox tímamótagrein þar sem þeir skiptu dreifkjörnungum upp í tvö veldi, raunbakteríur (eu- bacteria) og fombakteríur (archae- bacteria).3 Skiptingin var byggð á samanburði rRNA-sameinda (2. mynd), sem eru ásamt prótínum byggingarefni ríbósóma. Vegna hægrar þróunar henta þessar sam- eindir einkar vel til könnunar á skyldleikatengslum fjarskyldra teg- unda. Þegar rRNA-sameindir úr ólíkum tegundum voru bornar saman kom í ljós að tegundirnar féllu í þrjá skýrt aðgreinda hópa. í tveimur hópanna eru dreifkjörn- ungar, raunbakteríur (eubacteria) annars vegar og fornbakteríur (archaebacteria) hins vegar, en í þeim þriðja eru heilkjörnungar. Engar þekktar lífverur falla utan 1. mynd. Carl R. Woese (f. 1928). þessara hópa. Þótt raunbakteríur og fornbakteríur væru í ýmsu líkar töldu þeir félagar að rRNA-saman- burðurinn sýndi ótvírætt að þær væru mjög fjarskyldar og þeim bæri að skipa í ólík veldi. Woese áréttaði þessa skipan í grein sem hann birti ásamt samstarfsmönum sínum árið 1990 og lagði til að veldin yrðu nefnd Bacteria, Archaea og Eu- carya.4 Þær fornbakteríur sem fyrst voru rannsakaðar lifðu flestar við mjög óvenjuleg skilyrði, t.d. við háan hita, við mikinn saltstyrk eða við rnjög lágt sýrustig. Síðar hefur þó komið í ljós að fjöldi fornbaktería þrífst við ósköp venjuleg skilyrði, t.d. í höfum, vötnum og jarðvegi.5 Þær eru því miklum mun útbreiddari en áður var talið. Náttúrufræðingurinn 73 (3-4), bls. 95-101, 2005 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.