Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn F RÉTTIR Örnólfur Thorlacius tók saman „Ísaldargarðurinn" Undir lok jökultímans, fyrir um 13.000 árum, dó út fjöldi stórra villidýra í Norður-Ameríku - „megafána" álfunnar - svo sem villihestar, úlfaldar, sverðkettir og mastódonar (fomir fflar), svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem aðrar tegundir eru orðnar næsta fágætar, eins og vísundamir. Þótt loftslagsbreytingar komi þama við sögu er megin- sökin sjálfsagt hjá mönnum, sem um þessar mimdir vom í stórsókn út yfir álfuna. Handan Atlantshafsins, í Afríku, er önnur megafána á leið á eftir hinni amerísku: Ljón, sítur (blettatígrar), górillur og simpansar, nashymingar, fflar og fjöldi annarra stórra grasbíta þoka af stómm svæðum vegna ágangs manna eða em í útrýmingarhættu. Sömu örlög bíða margra stórra dýra í Asíu, svo sem ffla og tígra. I Nature 18. ágúst 2005 kemur fram nýstárleg tillaga, sem miðar að því að draga úr báðum þessum vanda- málum - að flytja hluta af megafánu Gamla heimsins, einkum frá Afríku, til Ameríku og sleppa dýmnum þar í umhverfi sem þeim hæfir.1 Aðalhöfundur hugmyndarinnar er Josh Donlan við Comellháskóla í Ithaca, New York, en með honum standa að greininni allmargir aðrir bandarískir vísindamenn. Til stuðnings máli sínu færa þeir ýmis rök: Fjármála- og tækniumsvif manna og þarfir sívaxandi mannfjölda setja hvarvetna mark á vistkerfin, svo hvergi er lengur að finna óspillt umhverfi; vemdarstefnunni til óþurftar verða náttúruvemdarsinnar að þola stimpil sem boðberar dómsdags og glötunar; sums staðar, svo sem víða á stóm sléttunum í Norður-Ameríku, fer mönnum fækkandi, svo tækifæri bjóðast til náttúrlegrar nýtingar lands í fram- tíðinni; og að lokum er bent á þá siðferðilegu ábyrgð sem menn verða að axla vegna hlutdeildar sinnar í eyðingu stóm dýranna í Ameríku í ísaldarlokin. Hugmynd þeirra Donlans gengur út á að leggja - í áföngum - undir innflutt dýr að minnsta kosti milljón hektara svæði á norðuramerísku sléttunum. Þessi svæði yrðu í vistfræðilegu jafnvægi, fflar ættu þátt í að halda gresjunum við með því að bíta runnana, eins og frændur þeirra mastódonamir gerðu forðum; ljón og sítur tækju við hlutverki sverðtartnanna við að halda í skefjum stofn- um villtra hesta, asna og úlfalda. Sítumar myndu líka ráða við kvíslhymumar, en þessar antflópur (Antilocapra americana) em fráustu dýr á gresjunum vestanhafs og hafa trúlega þróast í samkeppni við útdauða sítutegund, Acionyx trumani. Ekki yrði ráðist í allt þetta samtímis, heildaráætlunin miðast við 50 ár eða lengri tíma. Landnýtingin yrði að maú höfunda arðbærari en landbúnaður á sléttunum, sem nú er víða rekinn með opinbemm styrkjum. Dýr af mörgum þeim tegundum sem hér ræðir um ganga þegar hálfvillt vestanhafs, einkum í Texas, í einkagörðum sem mikil aðsókn er að og gefa af sér góðar tekjur. Að sjálfsögðu sættast ekki allir við þessar róttæku hugmyndir. Þegar þetta er skráð em mótmælabréfin ekki farin að birtast í Nature, en í The Economist 20. ágúst er vitnað í grein þeirra Donlans og andmæli við henni.2 Sumir vemdarsinnar óttast að svona umsvif myndu bitna á öðrum og meir aðkallandi aðgerðum til verndar aðþrengdum amerískum tegundum, eins og tilraunum til að flytja úlfa, vísunda, grábimi og krónhirti aftur til gamalla búsvæða, en sú viðleitni hefur mætt öflugri andstöðu úr röðum bænda og stjómmálamanna. Það hefur kostað langvarandi réttarhöld, stórfé í skaðabætur til kvikfjáreigenda og útistöður við veiðiþjófa að skapa úlfum griðland irtnan Yellowstoneþjóðgarðsins, þar sem þeir vom þó til skamms tíma, og varla yrði auðveldara að sætta menn við nýbúa eins og ljón eða sítur. Aðrir telja að nær væri að verja fjármunum og mannviti í að bæta hag villtra dýra á núverandi heimaslóðum þeirra í Afríku og Asíu en að skapa þeim aðstöðu artnars staðar, auk þess sem dýr sem flutt hafa verið á nýjar slóðir, viljandi eða óviljandi, svo sem rottur, kettir eða minkar, hafa oft valdið vemlegri og stundum ófyrirséðri röskun á lífríkinu sem fyrir var. 1 Josh Donlan o.fl. 2005. Re-wilding Norlh America. Nalure, 436, 913-914. 2 Back to the future. The Economist, 20. ágúst 2005. 376/8440, 57-58. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.