Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 10
2. tafla. Skráð hrafnaveiði í Þingeyjarsýslum árin
1981-1998. - Registered Raven kill in Þingeyjarsýslur
1981-1998.
1 Ingi Yngvason (skriflegar upp-
lýsingar — in litt.). Mest veitt í Mý-
vatnssveit. — Most of the catch was
taken at Lake Mývatn.
2 Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl.
(1990), Veiðistjóraembættið, skrif-
legar upplýsingar. Veiðitölur annarra
veiðimanna 1992-1998 eru ekki
tiltækar. Hrafnarnir voru drepnir í
Mývatnssveit, Reykjadal, Aðaldal,
Húsavfk og Kópaskeri. - Kristinn H.
Skarphéðinsson et al. (1990), Wild-
life Management Institute in litt. No
data available for 1992-1998. The
birds were hunted in five main areas,
at Lake Mývatn, in Reykjadalur,
Aðaldalur, at Húsavtk, and Kópasker.
Ár Year Ingi Yngvason' Aðrir veiðimenn2 Samtals 2 Other huntersr Total
1981 26 53 79
1982 54 78 132
1983 73 90 163
1984 114 84 198
1985 97 52 149
1986 76 78 154
1987 116 62 178
1988 141 272 413
1989 . 20 210 230
1990 146 277 423
1991 225 60 285
1992 179 - 179
1993 218 - 218
1994 193 - 193
1995 206 - 206
1996 234 - 234
1997 229 - 229
1998 207 - 207
Samtals Total 2554 1316 3870
fálkahreiðra voru hrafnslaupar (Cade o.fl.
1998). Með fækkun hrafna hefur það gerst
að sum fálkapör finna sér ekki hentuga
hreiðurstaði. Ekki hefur verið rannsakað
hvort fækkun hrafna í Þingeyjarsýslum hafi
haft jákvæð áhrif á dýrastofna þar, t.d. á
varpafkonni ýmissa andategunda eins og
virðist stefnt að með mikilli veiði í Mý-
vatnssveit.
Samkvæmt lögum nr. 64/1994 eru villt dýr
friðuð, en ákvörðun um að ailétta friðun
byggist á því að viðkoma stofns sé nægileg
til að vega upp á móti afföllum vegna
veiðanna og að með veiði sé verið að nytja
verðmæti í kjöti eða öðrum afurðum. Einnig
er heimilt að taka tillit til þess hvort viðkom-
andi dýr valdi tjóni. Veiðar á hröfnum sem
stundaðar eru án tillits tii ofangreindra þátta
eru því ekki í anda laganna. í Þingeyjar-
sýslum er ljóst að viðkoma hrafnastofnsins
vegur ekki upp á móti afföllum vegna veiða
og því er full ástæða til að staldra við. Sú
spurning vaknar hvort fækkun hrafna sé
bundin við Þingeyjarsýslur einar eða eigi
sér stað víðar, eins og tölur úr skýrslum
Veiðistjóra gefa til kynna. Það er álit
höfunda að það fyrirkomulag sem er á
hrafnaveiði í dag standist ekki til frambúðar
og því sé þörf á að takmarka veiðar á ein-
hvern hátt. Einn möguleiki væri að
hrafnaveiðar væru eingöngu heimilaðar þar
sem hrafnar valda sannanlega tjóni, svo sem
í æðarvörpum og andavörpum, eins og við
Mývatn. Einnig mætti binda veiðiheimild
við þann árstíma þegar hrafnar gera helst
óskunda, þ.e. að menn geti varið varplönd
um varptíma, apríl-júlí, en að hrafnar hafi
frið á þessum svæðum á öðrum tímum árs.
152