Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 28
malarjarðvegur, sem þar var undir, notaður
sem fyllingarefni í veginn. Efsta jarðvegs-
lagið var skafið ofan af mölinni og því dreift
í svonefndan Klofning 400-500 m norðar. Á
því svæði hafa nú vaxið upp allmargar
breiður af höskolli og eru sumar þeirra þegar
orðanr 1-2 fermetrar umfangs.
Sumrin 1945-1948 vann ég sem unglingur
í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík, sem
margir nefna einnig Sólvallakirkjugarð. Þá
óx höskollur víða á og milli leiða í elsta hluta
garðsins og hafði augsýnilega gert lengi. I
bók sinni Garðagróðri segja höfundarnir
Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson
(1950) eftirfarandi um tegund þá sem þeir
nefna blóðkoll, Sanguisorba officinalis.
„Dálítið ræktaður í görðum. Hættir til að
breiðast talsvert út með jarðrenglum. Þarf að
hafa gát á honum. Fjölgað með skiptingu.
Myndar stóra, blágræna brúska og breiður.
Vex t.d. í Sólvallakirkjugarðinum.“ Þessi lýs-
ing á greinilega við höskoll en ekki blóðkoll
og ekki minnist ég þess að hafa séð blóðkoll
þar í garðinum. Hafði raunar aldrei séð þá
tegund á þeim árum. í endurskoðaðri útgáfu
af Garðagróðri, sem út kom 1968 og aftur
1981, er blóðkolls ekki getið en minnst á tvær
tegundir ættkvíslarinnar sem þá voru orðnar
algengar í görðum.
Margar breiður af höskolli eru orðnar all-
umfangsmiklar, jafnvel á annað hundrað
fermetra. Stærstu samfelldu breiðuna helur
höfundur séð við Nesstofu á Seltjarnarnesi,
svo þar hei'ur hann augsýnilega vaxið mjög
lengi. Vestan við Njarðargötu í Reykjavfk,
sunnan við friðlandið í Vatnsmýrinni, er
einnig töluvert af höskolli. Á þessum
slóðum var sorp Reykvfkinga urðað á fyrri
hluta þessarar aldar og uppgreftri úr grunn-
um og vegstæðum komið fyrir. Er líklegt að
höskollurinn hafi borist þangað með
garðaúrgangi á þeim árum eins og ýmis
annar gróður sem þarna vex. I grasasafni
Náttúrufræðistofnunar íslands í Reykjavík
eru til eintök sem safnað var í Vatnsmýrinni
1972. Höskollur vex við barnaheimilið
Steinahlíð við Suðurlandsbraut í Reykjavík
en ekki minnist höfundur þess að hafa rekist á
hann annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Höskollur kemur fyrir í námunda við
byggð í svo til öllum landshlutum og á
mörgum stöðum er hann augsýnilega búinn
að vaxa mjög lengi. Við bæinn Laxárdal í
Gnúpverjahreppi vex mikið af höskolli í
hlaðvarpanum. Fyrir nokkrum árum hitti ég
fullorðinn bónda þar á bænum, fæddan
1912, og taldi hann þessa plöntu, sem hann
nefndi blóðdrekk, hafa vaxið þarna svo lengi
sem hann rak minni til (Guðni Björgvin
Högnason, nrunnleg heimild). Höskoll hefi
ég rekist á víðar í uppsveitum Árnessýslu,
svo sem við Hruna í Hrunamannahreppi og
við Skeiðháholt og Löngumýri á Skeiðum.
Síðastnefnda fundarstaðarins er raunar
getið í 3. útgáfu Flóru íslands sem fundar-
staðar blóðkolls (Stefán Stefánsson 1948).
I og utan við kirkjugarðinn að Skeggja-
stöðum í Bakkafirði vaxa miklar breiður af
höskolli. Ég hefi rætt við presta sem þjónað
hafa á staðnum og fullorðið fólk í sveitinni
en engum er kunnugt um hvenær hann kom
þangað. Helgi Jónasson safnaði þarna
eintaki 1946 sem geymt er í Náttúrufræði-
stofnun íslands í Reykjavík. Á miða sem
fylgir eintakinu skrifaði hann: „Fluttur
þangað sunnan af Snæfellsnesi og gróður-
settur á leiði. Breiðist um allan garðinn og út
fyrir hann.“ Auðséð er á þessari lýsingu að
höskollurinn hafði þá þegar vaxið þarna í
nokkra áratugi.
Við eyðibýlið Eldleysu í Mjóafirði eystri
eru gróskumiklir brúskar af höskolli (Eyþór
Einarsson, munnleg heimild og ljósmyndir í
safni Náttúrufræðistofnunar íslands).
Byggð lagðist þar niður 1954. í grasasafni
Náttúrufræðistofnunar er eintak al höskolli
sem safnað var að Saurbæ á Rauðasandi
1922 og þar er þess getið að hann hafi
upphaflega verið fluttur úr Reykjavík. Ekki
er mér kunnugt um hvort hann vex þar enn.
Ingólfur Davíðsson (1967) skráir fundar-
staði Sanguisorba officinalis, sem hann
telur gamlan, ílendan slæðing, víða á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi. í þeim tilvikum
getur ekki verið um annað en höskoll að
ræða. Sumarið 1995 sá ég höskoll í garði í
Æðey í ísafjarðardjúpi og var mér tjáð að
hann væri þangað kominn úr ísafjarðar-
kaupstað.
Af framangreindum skriflegum heimildum
170