Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 28
malarjarðvegur, sem þar var undir, notaður sem fyllingarefni í veginn. Efsta jarðvegs- lagið var skafið ofan af mölinni og því dreift í svonefndan Klofning 400-500 m norðar. Á því svæði hafa nú vaxið upp allmargar breiður af höskolli og eru sumar þeirra þegar orðanr 1-2 fermetrar umfangs. Sumrin 1945-1948 vann ég sem unglingur í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík, sem margir nefna einnig Sólvallakirkjugarð. Þá óx höskollur víða á og milli leiða í elsta hluta garðsins og hafði augsýnilega gert lengi. I bók sinni Garðagróðri segja höfundarnir Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson (1950) eftirfarandi um tegund þá sem þeir nefna blóðkoll, Sanguisorba officinalis. „Dálítið ræktaður í görðum. Hættir til að breiðast talsvert út með jarðrenglum. Þarf að hafa gát á honum. Fjölgað með skiptingu. Myndar stóra, blágræna brúska og breiður. Vex t.d. í Sólvallakirkjugarðinum.“ Þessi lýs- ing á greinilega við höskoll en ekki blóðkoll og ekki minnist ég þess að hafa séð blóðkoll þar í garðinum. Hafði raunar aldrei séð þá tegund á þeim árum. í endurskoðaðri útgáfu af Garðagróðri, sem út kom 1968 og aftur 1981, er blóðkolls ekki getið en minnst á tvær tegundir ættkvíslarinnar sem þá voru orðnar algengar í görðum. Margar breiður af höskolli eru orðnar all- umfangsmiklar, jafnvel á annað hundrað fermetra. Stærstu samfelldu breiðuna helur höfundur séð við Nesstofu á Seltjarnarnesi, svo þar hei'ur hann augsýnilega vaxið mjög lengi. Vestan við Njarðargötu í Reykjavfk, sunnan við friðlandið í Vatnsmýrinni, er einnig töluvert af höskolli. Á þessum slóðum var sorp Reykvfkinga urðað á fyrri hluta þessarar aldar og uppgreftri úr grunn- um og vegstæðum komið fyrir. Er líklegt að höskollurinn hafi borist þangað með garðaúrgangi á þeim árum eins og ýmis annar gróður sem þarna vex. I grasasafni Náttúrufræðistofnunar íslands í Reykjavík eru til eintök sem safnað var í Vatnsmýrinni 1972. Höskollur vex við barnaheimilið Steinahlíð við Suðurlandsbraut í Reykjavík en ekki minnist höfundur þess að hafa rekist á hann annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Höskollur kemur fyrir í námunda við byggð í svo til öllum landshlutum og á mörgum stöðum er hann augsýnilega búinn að vaxa mjög lengi. Við bæinn Laxárdal í Gnúpverjahreppi vex mikið af höskolli í hlaðvarpanum. Fyrir nokkrum árum hitti ég fullorðinn bónda þar á bænum, fæddan 1912, og taldi hann þessa plöntu, sem hann nefndi blóðdrekk, hafa vaxið þarna svo lengi sem hann rak minni til (Guðni Björgvin Högnason, nrunnleg heimild). Höskoll hefi ég rekist á víðar í uppsveitum Árnessýslu, svo sem við Hruna í Hrunamannahreppi og við Skeiðháholt og Löngumýri á Skeiðum. Síðastnefnda fundarstaðarins er raunar getið í 3. útgáfu Flóru íslands sem fundar- staðar blóðkolls (Stefán Stefánsson 1948). I og utan við kirkjugarðinn að Skeggja- stöðum í Bakkafirði vaxa miklar breiður af höskolli. Ég hefi rætt við presta sem þjónað hafa á staðnum og fullorðið fólk í sveitinni en engum er kunnugt um hvenær hann kom þangað. Helgi Jónasson safnaði þarna eintaki 1946 sem geymt er í Náttúrufræði- stofnun íslands í Reykjavík. Á miða sem fylgir eintakinu skrifaði hann: „Fluttur þangað sunnan af Snæfellsnesi og gróður- settur á leiði. Breiðist um allan garðinn og út fyrir hann.“ Auðséð er á þessari lýsingu að höskollurinn hafði þá þegar vaxið þarna í nokkra áratugi. Við eyðibýlið Eldleysu í Mjóafirði eystri eru gróskumiklir brúskar af höskolli (Eyþór Einarsson, munnleg heimild og ljósmyndir í safni Náttúrufræðistofnunar íslands). Byggð lagðist þar niður 1954. í grasasafni Náttúrufræðistofnunar er eintak al höskolli sem safnað var að Saurbæ á Rauðasandi 1922 og þar er þess getið að hann hafi upphaflega verið fluttur úr Reykjavík. Ekki er mér kunnugt um hvort hann vex þar enn. Ingólfur Davíðsson (1967) skráir fundar- staði Sanguisorba officinalis, sem hann telur gamlan, ílendan slæðing, víða á Vest- fjörðum og á Norðurlandi. í þeim tilvikum getur ekki verið um annað en höskoll að ræða. Sumarið 1995 sá ég höskoll í garði í Æðey í ísafjarðardjúpi og var mér tjáð að hann væri þangað kominn úr ísafjarðar- kaupstað. Af framangreindum skriflegum heimildum 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.