Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 44
3. mynd. Erasmus Darwin, koparstunga
Houghtons eftir málverki Rawlingtons.
(Radio Times Hulton Picture Library.)
félagsmál, sum í ljóðum. Hann kom víða við,
allt frá lofgerð um vísindaafrek Linnés (77/e
Botanic Garden, ,,Grasgarðurinn“) að tillög-
um um menntun kvenna í heimavistarskólum
(A Plan for the Conduct of Female Educa-
tion in Boarding Schools).
Arin 1794 og 1796 sendi Erasmus Darwin
frá sér í tveimur bindum (í óbundnu máli)
ritið Zoonomia or the Laws of Organic Life
(„Lögmál lifandi náttúru“). Þetta var að
uppistöðu læknisfræðirit en í því birti höf-
undur þróunarkenningu sent um margt líkist
þeirri kenningu sem Lamarck setti fram 1809
og brátt verður vikið að. Eins og Lamarck
taldi Erasmus að tegundirnar mótuðust með
því að aðlagast umhverfinu. Kjarninn í
þróunarkenningu hans er sagður í Zoo-
nomia með þessum orðum (í þýðingu
Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum):
Vér veltum fyrir oss í fyrsta lagi þeim miklu
breytingum, sem náttúran veldur á dýrunum eftir
að þau fæðast, svo sem hið skrautvængjaða
fiðrildi, er verður til úr skríðandi tólffótungi, eða
fullvaxinn frosk, er andar með lungum úr lirfu,
sem lifir f vatni, og hinn kvenlega dreng, sem vex
upp og verður að skeggjuðum manni.
í öðru lagi þeim margvíslegu breytingum
margra dýra, sem fram koma við ræktun þeirra
eða af hendingu. Lítum t.d. á hestana, sem vér
höfum tamið í misjöfnum tilgangi allt eftir
styrkleika þeirra og flýti, til áburðar eða
kappreiða, eða þá hundana, sem menn hafa
ræktað í næsta ólíku skyni, t.d. bolabítana vegna
afls þeirra og hugrekkis, fuglahundana (spaniels)
vegna þefvísi þeirra, gráhundana vegna fráleika
þeirra, og enn aðrir eru svo ræktaðir af því, að
þeir synda svo vel, eða geta dregið sleða í snjó,
eða þá hina kafloðnu, norrænu hunda. Til
viðbótar þessu er svo öll tilbreytnin í lil og
vaxtarlagi, sem fram kemur á hinum smærri
dýrum og vér höfum daglega fyrir augum, þegar
farið er að rækta þau, svo sem kanínur og dúl'ur.
Þá má ekki gleyma áhrifum loftslags og
árstíðaskipta. Þannig eru sauðkindur stríhærðar í
heitum löndum en ullaðar f köldum, og í
norrænum löndum, sem eru snævi þakin tímum
sarnan verða rjúpur og hérar hvít á vetrum.
1 þriðja lagi má telja breytingar þær, er fram
koma á dýrunum fyrir fæðingu, svo að þau
líkjast að lit og skapnaði foreldrunum, sem tekið
hafa breytingu við ræktun eða af tilviljun, en þær
breytingar haldast hjá afkvæmunum.
í fjórða lagi þegar vér hugleiðum, hversu mikil
líking er í gerð allra blóðheitra dýra, hvort heldur
það eru ferfætlingar, luglar, sem lifa ýmist í vatni
eða á landi eða jafnvel mannsins sjálfs. Mús og
leðurblaka annars vegar og fíll og hvalur hins-
vegar hafa svo margt sameiginlegt, að það fær oss
til að álykta, að þessi dýr hafi orðið til á líkan
hátt af einsgerðum lífsþræði.
í fimmta lagi: Frá fyrsta upphafi sínu til enda-
dægurs verða öll dýr fyrir stöðugum breytingum,
sem að nokkru leyti verða f'yrir tilverknað sjálfra
þeirra, sem afleiðing af óskum þeirra eða óbeit,
ánægju eða sársauka, hermihneigð eða vegna
félagsskapar. Og mörg þessara áunnu forma eða
tilhneiginga ganga í erfðir til alkomendanna.
(Chancellor 1981, bls. 36-39.)
Þróunarhugmyndir Erasmusar virðast
hvergi hafa vakið teljandi athygli. Charles Dar-
win heldur því til dæmis fram að þær haft ekki -
fremur en kenningar Lamarcks - mótað
hugsanir sínar um uppruna legundanna.
Lamarck
Jean-Baptiste de Monet, riddari af Lamarck
(1744-1829), var fjölmenntaður franskur
náttúrufræðingur (4. mynd). Hann lagði
upphaflega einkum stund á grasafræði og
186