Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 89
5. mynd. Fólk að störfum í Rannsóknastöðinni í Sandgerði. Ljósm. Sigmar A. Steingríms-
son.
fjölda 0,25 x 0,5 sjómflna reita. Teknar voru
saman tiltækar upplýsingar um botnhita
(meðaltal og staðalfrávik áranna 1985-1992 í
febrúar- og marsmánuði), dýpi og halla
sjávarbolns innan hvers reits. Þessi alriði
voru notuð við klasagreiningu og leiddi hún
í ljós að efnahagslögsögunni mátti skipta í
17 hafsvæði sem hvert um sig náði yfir
hafsbotnssvæði þar sem framangreindir um-
hverfisþættir voru áþekkir. Sýnatöku-
stöðunum var deilt á svæðin en tilviljun réð
staðsetningu innan hvers svæðis.
A hverjum stað eru tekin sýni með allt að
fimm mismunandi tækjum og fer það eftir
botngerð hvaða tækjum hægt er að beita.
Sérstakir togsleðar eru notaðir til að safna
dýrum sem eru á sveimi rétt yfir eða á botn-
inum. A leðju-, sand- eða malarbotni er hægt
að safna dýrum sem lifa í botninum, með því
að moka upp botnseti með sérstökum
greipum og plógum. A grýttum botni eða
þar sem klöpp er undir eru dýrin skafin af
botninum með sérstaklega styrktum skröp-
um. A öllum söfnunarstöðum er sjávarhiti
og selta nræld ef því verður við komið.
Sýnatakan er langt komin og er þess
vænst að henni Ijúki fljótlega upp úr alda-
mótunum. Flestum sýnanna hefur verið
safnað af skipi Hafrannsóknastofnunar-
innar, Bjarna Sæmundssyni, og af skipi
Háskólans í Bergen, Hákon Mosby, en
einn leiðangur var farinn á færeyska
skipinu Magnúsi Heinasyni.
■ ÚRVINNSLA SÝNA
Þegar sýnin eru komin á skipsdekk er
botnleðja, sandur og grjót sigtað trá að
nrestu áður en sýnin eru sett í geymslu-
vökva. Að leiðangri loknum eru sýnin send
til Rannsóknastöðvarinnar í Sandgerði (5.
mynd). Þar tína sérþjálfaðir starfsmenn
dýrin úr sýnunum og flokka þau til um 160
helstu fylkinga og hópa dýraríkisins. Þessi
verkþáttur er afar tímafrekur og dýr.
Flokkað er samkvæmt staðlaðri aðferð.
Þegar dýrin eru tínd og flokkuð úr hverju
231