Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 21
JÓHANN PÁLSSON
Blóðkollur Sanguisorba
OFFICINALIS L. OG
HÖSKOLLUR SANGUISORBA ALPINA
Bunge (Rosaceae) á Islandi
Nokkrar tegundir af œttkvíslinni
Sanguisorba L. eru rœktaðar til skrauts í
görðum hér á landi en þar að auki
vaxa tvær tegundir utangarðs. Þœr eru
blóðkollur Sanguisorba officinalis L„
sem er gamall þegn íslensku flórunnar,
og S. alpina Bunge, sem kalla mœtti
höskoll á íslensku, en hann mun hafa
slœðst út frá ræktun fyrir u.þ.b. einni
öld. Vex hann nú víða um land, einkum
við bæi eða í röskuðu landi.
ótt þessar tegundir séu um margt
ólíkar í útliti og hegðun virðast
fæstir hafa gert sér grein fyrir að
hér sé um tvær tegundir að ræða.
Að minnsta kosta er aldrei getið unt annað
en Sanguisorba offtcinalis í gróðurfars-
lýsingum og flórulistum og öll eintök sem til
eru í grasasöfnum af Sanguisorba frá
íslandi eru talin til þeirrar tegundar þótt um
báðar tegundirnar sé þar að ræða. Þegar ég
tók við starfi í Lystigarðinum á Akureyri
vorið 1978 var það höskollur sem þar var
Jóhann Pálsson (f. 1931) er líffræðingur að mennt
og lauk kand.fil.-prófi frá Uppsalaháskóla 1973.
Hann stundaði doktorsnám við grasafræðideild
Hppsalaháskóla á árunum 1973-1979, viðfangs-
efni Poa glauca/nemoralis á íslandi og í nágranna-
löndunum. Hann var forstöðumaður Lystigarðsins
á Akureyri 1978-1985 og garðyrkjustjóri Reykja-
víkur frá 1985.
ræktaður í sýningarbeðinu með íslenskum
plöntum og var hann inerktur sent blóð-
kollur, Sanguisorba offtcinalis. Það er
kominn lími til að þeir sem áhuga hafa á
náttúru landsins geri sér grein fyrir að hér
finnast tvær tegundir og er því tilgangurinn
með þessum skrifum að lýsa þeint og
auðvelda fólki að greina á milli þeirra; einnig
að kortleggja útbreiðslu þeirra hér á landi.
■ AÐFERÐIR og GÖGN
Við þessa vinnu var stuðst við þau
þurrkuðu eintök sem til eru í grasasöfnum
Náttúrufræðistofnunar Islands í Reykjavík
(ICEL) og grasasafni Kaupmannahafnar-
háskóla (C) auk ritaðra heimilda samkvæmt
skrá Akureyrarseturs Náttúrufræðistofn-
unar íslands frá 02.03.1995. Umfram allt er
hún þó byggð á eigin athugunum, en
höfundur hefur leitast við að koma á sem
flesta fundarstaði tegundanna, safna ein-
tökum og ræða við staðkunnuga. Greiningin
á Sanguisorba alpina er byggð á greiningar-
lykli og teikningu í Flora of the U.S.S.R.
(Komarov 1941), safneintökum sem athuguð
voru í grasasafni Kaupmannahafnarháskóla,
en auk þess hefur Gertrud Dahlgren, prófessor
við háskólann í Lundi, einn helsti sérfræðingur
í þessari ættkvísl, staðfest greininguna á
íslenskum eintökum sem henni voru send.
Náttúrufræðingurinn 68 (3-4), bls. 163-173, 1999.
163